Flan og firrur Bjarna Benediktssonar á Hringbraut Ole Anton Bieltvedt skrifar 28. ágúst 2021 10:01 Í síðustu viku mætti Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnhagsráðherra, í umræðuþáttinn Pólítík með Páli Magnússon á Hringbraut. Sumt af því, sem fram kom hjá ráðherranum, vakti nokkra athygli, en líka spurningar. Ráðherrann sagði m.a. að brýnt væri að halda áfram þessari ríkisstjórn, með Vinstri grænum, til að halda vinstri öflunum í landinu frá völdum!? Með þessu var ráðherrann auðvitað að lýsa þeirri skoðun sinni, að Vinstri grænir væru ekki vinstri flokkur, eða þá, að Vinstri grænir réðu engu í þessari ríkisstjórn. Þessi greining virðist falla að nýlegum skoðanakönnunum, sem sýna að 88% Sjálfstæðismanna eru ánægðir með ríkisstjórnina, á sama tíma og 71% Vinstri grænna eru óánægðir og á móti þessari ríkisstjórn. Óánægðu Vinstri græna má skilja, þar sem öllum helztu málefnum Vinstri grænna, sem standa þó staðfest í stjórnarsáttmála, var kastað fyrir róða hjá þessari ríkisstjórn. Má þar nefna friðun hvala, stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu, stórfellt átak í loftslagsmálum – skv. síðustu skýrslum menga Íslendingar meir á mann, en nokkurn önnur evrópsk þjóð – endurskoðun laga um vernd, friðun og veiðar villtra dýra og endurskoðun stjórnarskrár. Botninn datt úr hverju einasta þessara mála, þegar til átti að taka. Þetta var því ósmekklegt umræðuflan hjá Bjarna, gagnvart Katrínu Jakobsdóttur, forsætisáðherra, en ekki firra. Hvernig Katrín getur í framhaldi af þessum óförum og ummælum svo og gegn vilja mikils hluta flokksmanna sinna, enn talað fjálglega um framhald þessarar ríkisstjórnar, ef úrslit kosninga leyfa, er veruleg ráðgáta. Fjármálaráðherra fór í annað mál á Hringbraut. Hann fullyrti, að krónan hefði sannað gildi sitt, því hún hefði hjálpað okkur að komast yfir COVID-pláguna. Jafnhliða hefðu COVID-lausnir ríkisstjórnarinnar sýnt, hversu vel hún hefði stýrt viðspyrnunni við faraldrinum. Aðrir menn, sem nokkuð þekkja til efnahagsmála, sjá þetta öðruvísi. Þeir telja, að góð skuldastaða ríkissjóðs og gildur gjaldeyrisvarasjóður - í Evrum og Bandaríkjadölum, ekki í krónum, þær hefðu verið gagnslausar -, sem ferðaþjónustan átti sinn ríka þátt í að skapa, hafi gert ríkisstjórninni kleift að taka um 500 milljarða að láni, sem hún síðan dreifði í smá og stór fyrirtæki, sveitarfélög og aðra, þannig, að einstaklingar og fyrirtæki kæmust heilu og höldnu í gegnum faraldurinn. Ríkisstjórnin bjargaði því þjóðinni í gegnum þennan skafl með stórfelldri lántöku, sem auðvitað þarf að greiða til baka, sennilega af næstu kynslóð. Það virðist vart vera hægt að flokka þessar lausnir undir sérstaka stjórnvizku eða sérstaklega góða frammistöðu ríkisstjórnarinnar. Þetta var því firra hjá ráðherranum. Fjármálaráðherra velti upp enn einu máli, sem olli nokkrum heilabrotum hjá þeim, sem til þekkja. Hann sagði, að lág verðbólga, núll-prósent-verðbólga, eins og hann orðaði það, væri alvarlegt sjúkleikamerki. Nefndi hann þetta, þegar háa verðbólgu á Íslandi bar á góma, en hún var 4,3% hér í júní, á sama tíma og meðaltalsverðbólga á öllu Evru-svæðinu var 1,9%. Átti þetta núll-prósent-tal að sýna, að verðbólgan hér á Íslandi væri ekki sem verst. Það væri betra að hafa hana hærri, en allt of lága. Sérstök speki það. Í þessu samhengi má þá nefna, að verðbólga í Þýzklandi, en hagkerfið þar er eitt það stöðugasta og sterkasta í heimi, sveiflaðist milli 0% og 1% 2015, 2016 og 2019, og voru efnhags- og atvinnumál þar þó í miklu flugi á þessum tíma. Hér varð því fjármálaráðherra aftur á í messunni; firra. Þetta breytir ekki því, að flestir hagfræðingar telja, að 1-2% verðbólga sé ákjósanleg, þó að 0-1% geti líka verið í lagi, á sama hátt og 4,3% verðbólga, eins og hér er, er af flestum hagfræðingum talin varahugaverð ef ekki hættuleg, nema þá af fjármálaráðherra. Bezt færi á því, ef fjármála- og efnhagsráðherrar væru vel að sér í hagfræði og efnahagsmálum, en ekki verður á allt kosið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku mætti Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnhagsráðherra, í umræðuþáttinn Pólítík með Páli Magnússon á Hringbraut. Sumt af því, sem fram kom hjá ráðherranum, vakti nokkra athygli, en líka spurningar. Ráðherrann sagði m.a. að brýnt væri að halda áfram þessari ríkisstjórn, með Vinstri grænum, til að halda vinstri öflunum í landinu frá völdum!? Með þessu var ráðherrann auðvitað að lýsa þeirri skoðun sinni, að Vinstri grænir væru ekki vinstri flokkur, eða þá, að Vinstri grænir réðu engu í þessari ríkisstjórn. Þessi greining virðist falla að nýlegum skoðanakönnunum, sem sýna að 88% Sjálfstæðismanna eru ánægðir með ríkisstjórnina, á sama tíma og 71% Vinstri grænna eru óánægðir og á móti þessari ríkisstjórn. Óánægðu Vinstri græna má skilja, þar sem öllum helztu málefnum Vinstri grænna, sem standa þó staðfest í stjórnarsáttmála, var kastað fyrir róða hjá þessari ríkisstjórn. Má þar nefna friðun hvala, stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu, stórfellt átak í loftslagsmálum – skv. síðustu skýrslum menga Íslendingar meir á mann, en nokkurn önnur evrópsk þjóð – endurskoðun laga um vernd, friðun og veiðar villtra dýra og endurskoðun stjórnarskrár. Botninn datt úr hverju einasta þessara mála, þegar til átti að taka. Þetta var því ósmekklegt umræðuflan hjá Bjarna, gagnvart Katrínu Jakobsdóttur, forsætisáðherra, en ekki firra. Hvernig Katrín getur í framhaldi af þessum óförum og ummælum svo og gegn vilja mikils hluta flokksmanna sinna, enn talað fjálglega um framhald þessarar ríkisstjórnar, ef úrslit kosninga leyfa, er veruleg ráðgáta. Fjármálaráðherra fór í annað mál á Hringbraut. Hann fullyrti, að krónan hefði sannað gildi sitt, því hún hefði hjálpað okkur að komast yfir COVID-pláguna. Jafnhliða hefðu COVID-lausnir ríkisstjórnarinnar sýnt, hversu vel hún hefði stýrt viðspyrnunni við faraldrinum. Aðrir menn, sem nokkuð þekkja til efnahagsmála, sjá þetta öðruvísi. Þeir telja, að góð skuldastaða ríkissjóðs og gildur gjaldeyrisvarasjóður - í Evrum og Bandaríkjadölum, ekki í krónum, þær hefðu verið gagnslausar -, sem ferðaþjónustan átti sinn ríka þátt í að skapa, hafi gert ríkisstjórninni kleift að taka um 500 milljarða að láni, sem hún síðan dreifði í smá og stór fyrirtæki, sveitarfélög og aðra, þannig, að einstaklingar og fyrirtæki kæmust heilu og höldnu í gegnum faraldurinn. Ríkisstjórnin bjargaði því þjóðinni í gegnum þennan skafl með stórfelldri lántöku, sem auðvitað þarf að greiða til baka, sennilega af næstu kynslóð. Það virðist vart vera hægt að flokka þessar lausnir undir sérstaka stjórnvizku eða sérstaklega góða frammistöðu ríkisstjórnarinnar. Þetta var því firra hjá ráðherranum. Fjármálaráðherra velti upp enn einu máli, sem olli nokkrum heilabrotum hjá þeim, sem til þekkja. Hann sagði, að lág verðbólga, núll-prósent-verðbólga, eins og hann orðaði það, væri alvarlegt sjúkleikamerki. Nefndi hann þetta, þegar háa verðbólgu á Íslandi bar á góma, en hún var 4,3% hér í júní, á sama tíma og meðaltalsverðbólga á öllu Evru-svæðinu var 1,9%. Átti þetta núll-prósent-tal að sýna, að verðbólgan hér á Íslandi væri ekki sem verst. Það væri betra að hafa hana hærri, en allt of lága. Sérstök speki það. Í þessu samhengi má þá nefna, að verðbólga í Þýzklandi, en hagkerfið þar er eitt það stöðugasta og sterkasta í heimi, sveiflaðist milli 0% og 1% 2015, 2016 og 2019, og voru efnhags- og atvinnumál þar þó í miklu flugi á þessum tíma. Hér varð því fjármálaráðherra aftur á í messunni; firra. Þetta breytir ekki því, að flestir hagfræðingar telja, að 1-2% verðbólga sé ákjósanleg, þó að 0-1% geti líka verið í lagi, á sama hátt og 4,3% verðbólga, eins og hér er, er af flestum hagfræðingum talin varahugaverð ef ekki hættuleg, nema þá af fjármálaráðherra. Bezt færi á því, ef fjármála- og efnhagsráðherrar væru vel að sér í hagfræði og efnahagsmálum, en ekki verður á allt kosið.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun