Hélt áfram að spila þrátt fyrir ítrekaðar handtökur vegna kynferðisbrota Valur Páll Eiríksson skrifar 28. ágúst 2021 10:07 Mendy var handtekinn í vikunni vegna brots á skilorði og var neitað um tryggingagjald vegna ítrekaðra brota. Matt McNulty - Manchester City/Manchester City FC via Getty Images Frakkinn Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City á Englandi, er í varðhaldi og var neitað um lausn gegn tryggingagjaldi vegna brota á skilorði. Hann á fjórar nauðgunarkærur yfir höfði sér auk einnar kæru um kynferðislegt ofbeldi. Mendy kom fyrir rétt í gær en brotin sem hann er sakaður um eru gegn þremur konum, þar á meðal einni sem er undir 18 ára aldri. Ein nauðgunanna sem hann er sakaður um er sögð hafa átt sér stað í teiti á heimili hans í þessari viku. Búist var við að Mendy yrði í leikmannahópi Manchester City fyrir leik liðsins gegn Arsenal í dag en samkvæmt niðurstöðu dómara í Cheshire í gær verður hann í varðhaldi til 10. september þegar málið verður tekið fyrir. Það kann þó að vera að lögfræðingar hans áfrýji neitun dómstólsins um lausn gegn tryggingagjaldi. Ástæða þess að Mendy var neitað um lausnargjald er sú að honum hafði verið bannað að halda teiti á heimili sínu samkvæmt skilmálum fyrra skilorðs. Debbie Byrne, saksóknari í málinu, benti á fyrir rétti að Mendy hefði verið handtekinn vegna ásökunar um nauðgun í nóvember á síðasta ári og var handtekinn á ný í janúar vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi. Honum var þá sleppt gegn tryggingagjaldi en skilyrði skilorðs hans sögðu til um að hann skildi ekki halda teiti á heimili sínu, samkvæmt Byrne. Hún sagði að lögregla hefði verið kölluð til heimilis hans í vikunni þar sem 21 gestur í gleðskap. Hann var þá handtekinn vegna ásökunar um nauðgun í því teiti, auk brots á skilorðinu með því að halda teitið. Jack McGarva, dómari í málinu, treysti Mendy ekki til þess að vera sleppt gegn tryggingargjaldi en lögmaður Mendys, Christopher Stables, sagði hann reiðubúinn að greiða 50 þúsund pund á staðnum til að vera sleppt gegn tryggingu. McGarva var ekki sannfærður vegna fyrra brots Mendys á skilorði og neitaði honum um tryggingagjald. Hann situr því í fangelsi en vera má að ákvörðuninni verði áfrýjað. Samkvæmt frétt Guardian mun málið líklega vera fyrir dómstólum í marga mánuði og ef ákvörðuninni verður ekki breytt eftir áfrýjun mun Mendy dúsa í fangelsi á meðan því stendur. Þrátt fyrir fyrri ásakanir í nóvember og í janúar hefur Mendy verið áfram í leikmannahópi Manchester City og líkt og greint er frá að ofan, væri hann líkast til í leikmannahópi liðsins gegn Arsenal í dag ef hann sæti ekki í fangelsi. Hann lék í leik liðsins gegn Leicester City um Samfélagsskjöldinn fyrir þremur vikum og var í byrjunarliði gegn Tottenham í fyrsta leik tímabilsins. Hann sat þá allan tímann á varamannabekk liðsins í 5-0 sigri á Norwich City síðustu helgi. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sjá meira
Mendy kom fyrir rétt í gær en brotin sem hann er sakaður um eru gegn þremur konum, þar á meðal einni sem er undir 18 ára aldri. Ein nauðgunanna sem hann er sakaður um er sögð hafa átt sér stað í teiti á heimili hans í þessari viku. Búist var við að Mendy yrði í leikmannahópi Manchester City fyrir leik liðsins gegn Arsenal í dag en samkvæmt niðurstöðu dómara í Cheshire í gær verður hann í varðhaldi til 10. september þegar málið verður tekið fyrir. Það kann þó að vera að lögfræðingar hans áfrýji neitun dómstólsins um lausn gegn tryggingagjaldi. Ástæða þess að Mendy var neitað um lausnargjald er sú að honum hafði verið bannað að halda teiti á heimili sínu samkvæmt skilmálum fyrra skilorðs. Debbie Byrne, saksóknari í málinu, benti á fyrir rétti að Mendy hefði verið handtekinn vegna ásökunar um nauðgun í nóvember á síðasta ári og var handtekinn á ný í janúar vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi. Honum var þá sleppt gegn tryggingagjaldi en skilyrði skilorðs hans sögðu til um að hann skildi ekki halda teiti á heimili sínu, samkvæmt Byrne. Hún sagði að lögregla hefði verið kölluð til heimilis hans í vikunni þar sem 21 gestur í gleðskap. Hann var þá handtekinn vegna ásökunar um nauðgun í því teiti, auk brots á skilorðinu með því að halda teitið. Jack McGarva, dómari í málinu, treysti Mendy ekki til þess að vera sleppt gegn tryggingargjaldi en lögmaður Mendys, Christopher Stables, sagði hann reiðubúinn að greiða 50 þúsund pund á staðnum til að vera sleppt gegn tryggingu. McGarva var ekki sannfærður vegna fyrra brots Mendys á skilorði og neitaði honum um tryggingagjald. Hann situr því í fangelsi en vera má að ákvörðuninni verði áfrýjað. Samkvæmt frétt Guardian mun málið líklega vera fyrir dómstólum í marga mánuði og ef ákvörðuninni verður ekki breytt eftir áfrýjun mun Mendy dúsa í fangelsi á meðan því stendur. Þrátt fyrir fyrri ásakanir í nóvember og í janúar hefur Mendy verið áfram í leikmannahópi Manchester City og líkt og greint er frá að ofan, væri hann líkast til í leikmannahópi liðsins gegn Arsenal í dag ef hann sæti ekki í fangelsi. Hann lék í leik liðsins gegn Leicester City um Samfélagsskjöldinn fyrir þremur vikum og var í byrjunarliði gegn Tottenham í fyrsta leik tímabilsins. Hann sat þá allan tímann á varamannabekk liðsins í 5-0 sigri á Norwich City síðustu helgi.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sjá meira