Hermann og Martin gagnrýna aumingjana sem fela sig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2021 10:00 Martin í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Bára Dröfn Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, tekur undir orð föður síns, Hermanns Haukssonar, að hetjur í málefnum líðandi stundar séu bæði þolendur og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir sem hefur farið mikinn í umræðu um kynferðisofbeldi undanfarna daga. Einnig gagnrýna þeir feðgar þá aumingja sem fela sig og láta aðra um að þrífa upp skítinn eftir sig. Aðeins eru nokkrir dagar síðan Martin Hermannsson, sem leikur með Valencia á Spáni, setti spurningamerki við starfshætti Knattspyrnusambands Íslands í sambandi við þá umræðu sem hefur átt sér stað í kringum ofbeldi sem leikmenn liðsins hafa reynst sekir um í gegnum tíðina. Martin vildi ekki tjá sig frekar um málið þá er Vísir hafði samband við hann en hefur tekið undir orð föður síns á Twitter í dag. „Hetjurnar mínar eru þolendurnir og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir sem hafa stigið upp síðustu daga. Á meðan fela aumingjarnir sig og láta aðra svara fyrir sinn skít. Þið vitið hverjir þið eruð,“ sagði Hermann á Twitter-síðu sinni. Hetjurnar mínar eru þolendurnir og @HannaBVilhj sem hafa stigið upp síðustu daga , á meðan fela aumingjarnir sig og láta aðra svara fyrir sinn skít. Þið vitið hverjir ÞIÐ eruð — Hermann Hauksson (@HemmiHauks) August 29, 2021 Martin tók undir þessi orð með því að birta færsluna á sínu Twitter með textanum „Ég get ekki orðað þetta betur!“ Er það sama yfirskrift og hann notaði um helgina þegar hann endurbirti færslu Tönju Tómasdóttur, lögræðings og umboðsmanns. Sú var svo hljóðandi: „Hvenær er ábending eða tilkynning með formlegum hætti? Þarf að skrifa bréf, undirrita það með tveimur vottum, stimpla og senda það með pósti? Er ekki nóg að starfsmenn og aðrir sem meðal annars hafa tengsl við þolanda hafi upplýst stjórnendur meðal annars um kynferðisbrot? Nei ég bara spyr.“ Síðan sú færsla birtist hefur Guðni Bergsson sagt af sér sem formaður KSÍ en Klara Bjartmarz situr enn sem framkvæmdastjóri. Ræddi Borghildur Sigurðardóttir, annar af varaformönnum KSÍ, það í Bítinu á Bylgjunni í dag. „Ég ætla ekki að tjá mig um það. Við erum ekki komin lengra í þessu ferli en að taka þau skref sem við ákváðum að taka. Okkur fannst þau mikilvægast til að byrja með,“ sagði Borghildur í viðtalinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Engin formleg tillaga um aukaþing borin upp á fundi stjórnar Stjórn KSÍ ætlar að sitja fram að næsta ársþingi sem fram fer í febrúar. Þó var rætt á fundi stjórnarinnar um helgina að boða til aukaþings þar sem kosin yrði ný stjórn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 08:59 Var ekki möguleiki að allir myndu stíga frá borði og skilja allt eftir óstarfhæft Borghildur Sigurðardóttir, annar af varaformönnum KSÍ, ræddi við Bítið á Bylgjunni í morgun um þá stöðu sem nú er uppi hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Hún segir stjórn sambandsins ekki hafa gengið frá borði í heild sinni þar sem þá yrði sambandið óstarfhæft. 30. ágúst 2021 08:31 Stjórn KSÍ lofar bót og betrun en situr áfram Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í framhaldi af því að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ákvað að stíga til hliðar. 29. ágúst 2021 18:06 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Sjá meira
Einnig gagnrýna þeir feðgar þá aumingja sem fela sig og láta aðra um að þrífa upp skítinn eftir sig. Aðeins eru nokkrir dagar síðan Martin Hermannsson, sem leikur með Valencia á Spáni, setti spurningamerki við starfshætti Knattspyrnusambands Íslands í sambandi við þá umræðu sem hefur átt sér stað í kringum ofbeldi sem leikmenn liðsins hafa reynst sekir um í gegnum tíðina. Martin vildi ekki tjá sig frekar um málið þá er Vísir hafði samband við hann en hefur tekið undir orð föður síns á Twitter í dag. „Hetjurnar mínar eru þolendurnir og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir sem hafa stigið upp síðustu daga. Á meðan fela aumingjarnir sig og láta aðra svara fyrir sinn skít. Þið vitið hverjir þið eruð,“ sagði Hermann á Twitter-síðu sinni. Hetjurnar mínar eru þolendurnir og @HannaBVilhj sem hafa stigið upp síðustu daga , á meðan fela aumingjarnir sig og láta aðra svara fyrir sinn skít. Þið vitið hverjir ÞIÐ eruð — Hermann Hauksson (@HemmiHauks) August 29, 2021 Martin tók undir þessi orð með því að birta færsluna á sínu Twitter með textanum „Ég get ekki orðað þetta betur!“ Er það sama yfirskrift og hann notaði um helgina þegar hann endurbirti færslu Tönju Tómasdóttur, lögræðings og umboðsmanns. Sú var svo hljóðandi: „Hvenær er ábending eða tilkynning með formlegum hætti? Þarf að skrifa bréf, undirrita það með tveimur vottum, stimpla og senda það með pósti? Er ekki nóg að starfsmenn og aðrir sem meðal annars hafa tengsl við þolanda hafi upplýst stjórnendur meðal annars um kynferðisbrot? Nei ég bara spyr.“ Síðan sú færsla birtist hefur Guðni Bergsson sagt af sér sem formaður KSÍ en Klara Bjartmarz situr enn sem framkvæmdastjóri. Ræddi Borghildur Sigurðardóttir, annar af varaformönnum KSÍ, það í Bítinu á Bylgjunni í dag. „Ég ætla ekki að tjá mig um það. Við erum ekki komin lengra í þessu ferli en að taka þau skref sem við ákváðum að taka. Okkur fannst þau mikilvægast til að byrja með,“ sagði Borghildur í viðtalinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Engin formleg tillaga um aukaþing borin upp á fundi stjórnar Stjórn KSÍ ætlar að sitja fram að næsta ársþingi sem fram fer í febrúar. Þó var rætt á fundi stjórnarinnar um helgina að boða til aukaþings þar sem kosin yrði ný stjórn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 08:59 Var ekki möguleiki að allir myndu stíga frá borði og skilja allt eftir óstarfhæft Borghildur Sigurðardóttir, annar af varaformönnum KSÍ, ræddi við Bítið á Bylgjunni í morgun um þá stöðu sem nú er uppi hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Hún segir stjórn sambandsins ekki hafa gengið frá borði í heild sinni þar sem þá yrði sambandið óstarfhæft. 30. ágúst 2021 08:31 Stjórn KSÍ lofar bót og betrun en situr áfram Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í framhaldi af því að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ákvað að stíga til hliðar. 29. ágúst 2021 18:06 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Sjá meira
Engin formleg tillaga um aukaþing borin upp á fundi stjórnar Stjórn KSÍ ætlar að sitja fram að næsta ársþingi sem fram fer í febrúar. Þó var rætt á fundi stjórnarinnar um helgina að boða til aukaþings þar sem kosin yrði ný stjórn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 08:59
Var ekki möguleiki að allir myndu stíga frá borði og skilja allt eftir óstarfhæft Borghildur Sigurðardóttir, annar af varaformönnum KSÍ, ræddi við Bítið á Bylgjunni í morgun um þá stöðu sem nú er uppi hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Hún segir stjórn sambandsins ekki hafa gengið frá borði í heild sinni þar sem þá yrði sambandið óstarfhæft. 30. ágúst 2021 08:31
Stjórn KSÍ lofar bót og betrun en situr áfram Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í framhaldi af því að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ákvað að stíga til hliðar. 29. ágúst 2021 18:06