Staðan í barnavernd enn þung á öðru ári Covid Katrín Helga Hallgrímsdóttir skrifar 30. ágúst 2021 11:31 Frá árinu 2015 hefur verið stöðug aukning í tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur. Fjölgun tilkynninga tók svo stökk á árinu 2020 þegar tilkynningar fóru í fyrsta skipti yfir 5000. Árið 2020 voru tilkynningarnar 5316 talsins, sem er 14% fjölgun frá því árið 2019, þegar þær voru 4677. Erfiðar efnahagslegar aðstæður, samkomutakmarkanir og tilheyrandi félagslegur vandi skýra væntanlega að langmestu leyti þá miklu fjölgun í tilkynningum sem varð á árinu 2020. Aukin umræða og vitundarvakning kann þar líka að spila inn í. Þó um hafi hægst og landinn hafi að einhverju leyti lært að lifa með hverri Covid-bylgjunni á fætur annarri þá sjást því miður ekki enn merki þess að aðstæður barna séu að batna, sé horft til fjölda tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur. Á fyrstu sex mánuðum ársins 2021 fækkaði tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur um 3% en á sama tíma fjölgaði í hópi þeirra barna sem tilkynnt var um, um 4%. Það er því ekki hægt að segja að það mikla stökk sem varð í fjölgun tilkynninga á árinu 2020 hafi að neinu leyti gengið til baka. Þegar rætt er um fjölda tilkynninga er átt við allar tilkynningar sem berast Barnavernd, þannig geta borist ein eða fleiri tilkynningar í máli hvers barns. Fjöldi barna sem tilkynnt er um sýnir aftur á móti þann fjölda barna sem tilkynningar varða, óháð því hvort ein eða fleiri tilkynning berst um barn. Tilkynningar um vanrækslu standa í stað á fyrstu sex mánuðum ársins og eru nokkurn veginn jafn margar og í fyrra eftir að hafa fjölgað um 15% milli áranna 2018 og 2019 og svo 16,5% milli áranna 2019 og 2020. Tilkynningum sem lúta að foreldrum í áfengis- og vímuefnaneyslu fækkar þó nokkuð, eða um 12% á fyrstu sex mánuðum ársins. Það er skref í rétt átt eftir mikla fjölgun árin á undan, en þeim fjölgaði um 28% á árinu 2019 og 17% á árinu 2020. Fjölgunin sem varð í þessum flokki tilkynninga á árinu 2019 skýrist auðvitað engan vegin af Covid, sem gerði þó vont ástand enn verra. Miklar sveiflur eru milli ára í flokki tilkynninga um ofbeldi. Tilkynningum um kynferðislegt ofbeldi fjölgaði um 60% fyrstu sex mánuði ársins, úr 66 tilkynningum í 106. Þar af eru 12 tilkynningar um stafrænt kynferðislegt ofbeldi en tölur um það liggja ekki fyrir vegna ársins 2020. Þá fjölgaði tilkynningum um líkamlegt ofbeldi um 44% á fyrri hluta ársins 2021 en tilkynningum í þessum flokki fjölgaði um 49% milli áranna 2019 og 2020. Tilkynningum um tilfinningalegt og sálrænt ofbeldi fækkaði um 34% eftir að hafa fjölgað um 39% á fyrri hluta ársins 2019. Þar undir falla tilkynningar um heimilisofbeldi, en tilkynningar um heimilisofbeldi tóku stökk á fyrri hluta ársins 2020 eins og þekkt er orðið. Þeim fjölgaði um 26% á fyrri hluta árs 2020 en hefur svo fækkað aftur um 27% á fyrri hluta þessa árs. Þá er rétt að halda því til haga að á árinu 2019 fjölgaði tilkynningum um heimilisofbeldi um 28% frá því sem var árið 2018. Eins og áður er nefnt skýrist sú fjölgun engan veginn af Covid. Það er erfitt að draga miklar og víðtækar ályktanir af þessum tölum. Til þess þarf formleg rannsóknarvinna að liggja að baki. Fjöldi tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur gefa þó einhverja mynd af stöðunni sem verið er að fást við í málefnum barna á hverjum tíma. Það er sannarlega von okkar að eftir því sem líf landsmanna færist í eðlilegra horf gangi tilkynningar til Barnaverndar Reykjavíkur að einhverju leyti til baka. Því miður er sá tími ekki enn kominn. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Frá árinu 2015 hefur verið stöðug aukning í tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur. Fjölgun tilkynninga tók svo stökk á árinu 2020 þegar tilkynningar fóru í fyrsta skipti yfir 5000. Árið 2020 voru tilkynningarnar 5316 talsins, sem er 14% fjölgun frá því árið 2019, þegar þær voru 4677. Erfiðar efnahagslegar aðstæður, samkomutakmarkanir og tilheyrandi félagslegur vandi skýra væntanlega að langmestu leyti þá miklu fjölgun í tilkynningum sem varð á árinu 2020. Aukin umræða og vitundarvakning kann þar líka að spila inn í. Þó um hafi hægst og landinn hafi að einhverju leyti lært að lifa með hverri Covid-bylgjunni á fætur annarri þá sjást því miður ekki enn merki þess að aðstæður barna séu að batna, sé horft til fjölda tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur. Á fyrstu sex mánuðum ársins 2021 fækkaði tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur um 3% en á sama tíma fjölgaði í hópi þeirra barna sem tilkynnt var um, um 4%. Það er því ekki hægt að segja að það mikla stökk sem varð í fjölgun tilkynninga á árinu 2020 hafi að neinu leyti gengið til baka. Þegar rætt er um fjölda tilkynninga er átt við allar tilkynningar sem berast Barnavernd, þannig geta borist ein eða fleiri tilkynningar í máli hvers barns. Fjöldi barna sem tilkynnt er um sýnir aftur á móti þann fjölda barna sem tilkynningar varða, óháð því hvort ein eða fleiri tilkynning berst um barn. Tilkynningar um vanrækslu standa í stað á fyrstu sex mánuðum ársins og eru nokkurn veginn jafn margar og í fyrra eftir að hafa fjölgað um 15% milli áranna 2018 og 2019 og svo 16,5% milli áranna 2019 og 2020. Tilkynningum sem lúta að foreldrum í áfengis- og vímuefnaneyslu fækkar þó nokkuð, eða um 12% á fyrstu sex mánuðum ársins. Það er skref í rétt átt eftir mikla fjölgun árin á undan, en þeim fjölgaði um 28% á árinu 2019 og 17% á árinu 2020. Fjölgunin sem varð í þessum flokki tilkynninga á árinu 2019 skýrist auðvitað engan vegin af Covid, sem gerði þó vont ástand enn verra. Miklar sveiflur eru milli ára í flokki tilkynninga um ofbeldi. Tilkynningum um kynferðislegt ofbeldi fjölgaði um 60% fyrstu sex mánuði ársins, úr 66 tilkynningum í 106. Þar af eru 12 tilkynningar um stafrænt kynferðislegt ofbeldi en tölur um það liggja ekki fyrir vegna ársins 2020. Þá fjölgaði tilkynningum um líkamlegt ofbeldi um 44% á fyrri hluta ársins 2021 en tilkynningum í þessum flokki fjölgaði um 49% milli áranna 2019 og 2020. Tilkynningum um tilfinningalegt og sálrænt ofbeldi fækkaði um 34% eftir að hafa fjölgað um 39% á fyrri hluta ársins 2019. Þar undir falla tilkynningar um heimilisofbeldi, en tilkynningar um heimilisofbeldi tóku stökk á fyrri hluta ársins 2020 eins og þekkt er orðið. Þeim fjölgaði um 26% á fyrri hluta árs 2020 en hefur svo fækkað aftur um 27% á fyrri hluta þessa árs. Þá er rétt að halda því til haga að á árinu 2019 fjölgaði tilkynningum um heimilisofbeldi um 28% frá því sem var árið 2018. Eins og áður er nefnt skýrist sú fjölgun engan veginn af Covid. Það er erfitt að draga miklar og víðtækar ályktanir af þessum tölum. Til þess þarf formleg rannsóknarvinna að liggja að baki. Fjöldi tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur gefa þó einhverja mynd af stöðunni sem verið er að fást við í málefnum barna á hverjum tíma. Það er sannarlega von okkar að eftir því sem líf landsmanna færist í eðlilegra horf gangi tilkynningar til Barnaverndar Reykjavíkur að einhverju leyti til baka. Því miður er sá tími ekki enn kominn. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun