Hetjurnar okkar Brynhildur Björnsdóttir og Elva Hrönn Hjartardóttir skrifa 30. ágúst 2021 15:00 Hugmyndir um staðalmyndir kynjanna eru áþreifanlegar í samfélaginu og ýta undir og viðhalda misrétti. Á þeim byggir líka hetjudýrkun á þekktum einstaklingum af karlkyni eins og tónlistarmönnum, útrásarvíkingum og afreksmönnum í íþróttum, einkum þó fótbolta sem oftar en ekki eru kallaðir „fótboltagoðsagnir“, „knattspyrnuhetjur“ og þó oftast ,,strákarnir okkar.“ . Virðing og samþykki Síðustu daga höfum við séð að hetjudýrkun, gerendameðvirkni og þöggun virðast ekki eiga sér nein mörk þegar kemur að þekktum karlmönnum í samfélaginu og þá sérstaklega afreksmönnum í fótbolta. Sú eitraða karlmennska sem við höfum séð að fær að þrífast innan stórra félagasamtaka smitar út frá sér í samfélagið allt. Hvaðan kemur þetta viðhorf og hvers vegna bregst svo stór hluti samfélagsins við ásökunum í garð þekktra karlmanna, nú síðast í tilfelli íþróttamanna, með afneitun og reynir að gera málflutning þolenda tortryggilegan með öllum ráðum? Getur verið að rótin liggi í búningsklefamenningu eins og ítrekað hefur verið bent á? Er þetta kannski stærra mál en sem nemur afsögn eins formanns eða tiltekt innan einna samtaka? Kynferðisofbeldi er samfélagslegt mein og sömu sögu er að segja um þöggun og gerendameðvirkni. Við sem samfélag þurfum að leggjast á eitt og ýta undir- og viðhalda menningu sem byggir á virðingu og samþykki en ekki drottnun og ofbeldi. Það er til marks um breyttan veruleika hversu mörg hafa stigið fram undanfarna mánuði, ekki bara í þessu tilfelli heldur fleirum, lýst stuðningi við þolendur og í þessu tilfelli skorað á forsvarsfólk KSÍ að gera betur. En hér er ekki nóg að einn formaður segi af sér eða ein samtök biðjist afsökunar. Á meðan svona mál koma upp aftur og aftur og viðbrögðin við þeim eru þau sömu í hvert skipti er ljóst að vandinn liggur miklu dýpra. Og hann þarf að uppræta. Upprætum kynjamisrétti og kynferðis- og kynbundið ofbeldi Vinstrihreyfingin – grænt framboð einsetur sér að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu og brjóta þannig upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku allra. Þannig sköpum við betra samfélag fyrir okkur öll óháð kyni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur lagt margar mikilvægar vörður í átt að þeim markmiðum. Þannig hefur til dæmis Istanbúl samningurinn, samningur um forvarnir og baráttu gegn heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum, verið fullgildur á kjörtímabilinu, forvarnaáætlun gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni hefur verið hrint af stað og stafrænt kynferðislegt ofbeldi og umsáturseinelti hafa verið gerð refsiverð. Á þessari braut viljum við í VG halda áfram; með skýra stefnu að leiðarljósi og alvöru aðgerðir sem skila árangri. Það er kominn tími til að endurskilgreina hetjur og goðsögur. Hetjur nútímans eru þolendur kynferðisofbeldis sem stíga fram og segja frá til að ná fram réttlæti og til að setja fordæmi. Goðsagnakennd frammistaða er þegar fólk tekur slaginn, skorar dreka kvenfyrirlitningar og kynferðisofbeldis á hólm í fjölmiðlum, í umræðunni og á öllum leikvöngum þar sem hægt er að berjast. Fólk sem berst gegn hvers kyns misrétti og óréttlátri valdbeitingu, það eru hetjur og goðsögur okkar tíma. Höfundar eru í 4. og 5. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Brynhildur Björnsdóttir Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Hugmyndir um staðalmyndir kynjanna eru áþreifanlegar í samfélaginu og ýta undir og viðhalda misrétti. Á þeim byggir líka hetjudýrkun á þekktum einstaklingum af karlkyni eins og tónlistarmönnum, útrásarvíkingum og afreksmönnum í íþróttum, einkum þó fótbolta sem oftar en ekki eru kallaðir „fótboltagoðsagnir“, „knattspyrnuhetjur“ og þó oftast ,,strákarnir okkar.“ . Virðing og samþykki Síðustu daga höfum við séð að hetjudýrkun, gerendameðvirkni og þöggun virðast ekki eiga sér nein mörk þegar kemur að þekktum karlmönnum í samfélaginu og þá sérstaklega afreksmönnum í fótbolta. Sú eitraða karlmennska sem við höfum séð að fær að þrífast innan stórra félagasamtaka smitar út frá sér í samfélagið allt. Hvaðan kemur þetta viðhorf og hvers vegna bregst svo stór hluti samfélagsins við ásökunum í garð þekktra karlmanna, nú síðast í tilfelli íþróttamanna, með afneitun og reynir að gera málflutning þolenda tortryggilegan með öllum ráðum? Getur verið að rótin liggi í búningsklefamenningu eins og ítrekað hefur verið bent á? Er þetta kannski stærra mál en sem nemur afsögn eins formanns eða tiltekt innan einna samtaka? Kynferðisofbeldi er samfélagslegt mein og sömu sögu er að segja um þöggun og gerendameðvirkni. Við sem samfélag þurfum að leggjast á eitt og ýta undir- og viðhalda menningu sem byggir á virðingu og samþykki en ekki drottnun og ofbeldi. Það er til marks um breyttan veruleika hversu mörg hafa stigið fram undanfarna mánuði, ekki bara í þessu tilfelli heldur fleirum, lýst stuðningi við þolendur og í þessu tilfelli skorað á forsvarsfólk KSÍ að gera betur. En hér er ekki nóg að einn formaður segi af sér eða ein samtök biðjist afsökunar. Á meðan svona mál koma upp aftur og aftur og viðbrögðin við þeim eru þau sömu í hvert skipti er ljóst að vandinn liggur miklu dýpra. Og hann þarf að uppræta. Upprætum kynjamisrétti og kynferðis- og kynbundið ofbeldi Vinstrihreyfingin – grænt framboð einsetur sér að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu og brjóta þannig upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku allra. Þannig sköpum við betra samfélag fyrir okkur öll óháð kyni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur lagt margar mikilvægar vörður í átt að þeim markmiðum. Þannig hefur til dæmis Istanbúl samningurinn, samningur um forvarnir og baráttu gegn heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum, verið fullgildur á kjörtímabilinu, forvarnaáætlun gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni hefur verið hrint af stað og stafrænt kynferðislegt ofbeldi og umsáturseinelti hafa verið gerð refsiverð. Á þessari braut viljum við í VG halda áfram; með skýra stefnu að leiðarljósi og alvöru aðgerðir sem skila árangri. Það er kominn tími til að endurskilgreina hetjur og goðsögur. Hetjur nútímans eru þolendur kynferðisofbeldis sem stíga fram og segja frá til að ná fram réttlæti og til að setja fordæmi. Goðsagnakennd frammistaða er þegar fólk tekur slaginn, skorar dreka kvenfyrirlitningar og kynferðisofbeldis á hólm í fjölmiðlum, í umræðunni og á öllum leikvöngum þar sem hægt er að berjast. Fólk sem berst gegn hvers kyns misrétti og óréttlátri valdbeitingu, það eru hetjur og goðsögur okkar tíma. Höfundar eru í 4. og 5. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar