Þak yfir höfuðið Valdís Ösp Árnadóttir skrifar 30. ágúst 2021 15:30 Öryrkjabandalag Íslands stendur nú fyrir herferðinni 24 góðar leiðir að betra samfélagi. Eitt af þessum 24 atriðum er að krefjast þess að fjölbreyttari húsnæðisúrræði séu í boði fyrir alla. Eins og staðan er í dag eru fjölmargir á biðlista eftir félagslegu húsnæði um land allt, margir þurfa að bíða í mörg ár. Á meðan fólk bíður þá reynir það að láta hlutina ganga upp á almennum leigumarkaði sem er ótraustur og leiguverð hátt. Það er nauðsynlegt fyrir alla einstaklinga og fjölskyldur að geta búið í öruggu húsnæði. Það að búa við stöðugt óöryggi er varðar húsnæðismál getur haft gríðarlega langvarandi afleiðingar fyrir fólk og þá sérstaklega börn. Í 28. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir að aðildarríkin „…viðurkenna rétt fatlaðs fólks og fjölskyldna þeirra til viðunandi fæðis og klæða og fullnægjandi húsnæðis og til sífellt batnandi lífsskilyrða og skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja og stuðla að því að þessi réttur verði að veruleika án mismununar vegna fötlunar“. Ríki og sveitafélög verða að taka höndum saman og auka þátt félagslega húsnæðiskerfisins á húsnæðismarkaðnum. Í Svíþjóð eru 28% allra fjölbýlishúsa í eigu sveitafélaga en hér á landi er hlutfallið sláandi lágt. Árið 2019 átti Reykjavíkurborg innan við 5% alls húsnæðis í Reykjavík og Garðabær einungis 0,5%. Þetta þarf að breytast og verða öll sveitarfélög að fjölga félagslegu húsnæði. Bygginga verkamannabústaða í Reykjavík hefur löngum verið talið eitt best heppnaða átak í húsnæðismálum verkafólks. Þar var gengið út frá því að almenningur hefði aðgang að vönduðu og heilsusamlegu húsnæði. Þarna bjó allskonar fólk, námsmenn, verkafólk, öryrkjar og aldraðir. Verkamannabústaðirnir fóstraði marga þá sem síðar hafa látið að sér kveða í samfélaginu. Það skammaðist sín enginn fyrir að búa í Verkó. Undanfarin ár hefur viðhorf Íslendinga gagnvart félagslegu húsnæði litast af fordómum. Þar sem húsnæðið er af svo skornum skammti þá hefur einungis fólk í mjög veikri félagslegri stöðu fengið úthlutuðu húsnæði hjá sveitafélögunum. Hægt væri að spyrja sig – hvers vegna félagslega rekið húsnæði? Það er bráðnauðsynlegt að ná niður húsnæðiskostnaði einstaklinga. Markaðurinn eins og hann er orðin í dag er orðin óviðráðanlegur fyrir þann hóp sem lægstar hefur tekjurnar. Málefnahópur ÖBÍ um húsnæðismál leggur til að minnsta kosti 20% allra íbúða í landinu verði reknar félagslega af sveitafélögunum, án hagnaðarsjónarmiða. Það yrði kjörinn viðsnúningur á núverandi húsnæðismarkaði þar sem Ísland er í þriðja sæti yfir þau ríki sem talin eru bera hvað hæstan húsnæðiskostnað árið 2021 samkvæmt efnahagspá OECD. Það er nauðsynlegt að hugafarsbreyting eigi sér stað bæði innan stjórnsýslunar og meðal almennings að allir eigi rétt á viðunandi húsnæði og húsnæðisöryggi. Ótal fyrirmyndir eru úti í heimi um félagslega rekin húsnæðiskerfi. Við þurfum ekki að finna upp hjólið – við þurfum einfaldlega að pumpa í dekkið! Höfundur er starfsmaður málefnahóps um húsnæðismál ÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands stendur nú fyrir herferðinni 24 góðar leiðir að betra samfélagi. Eitt af þessum 24 atriðum er að krefjast þess að fjölbreyttari húsnæðisúrræði séu í boði fyrir alla. Eins og staðan er í dag eru fjölmargir á biðlista eftir félagslegu húsnæði um land allt, margir þurfa að bíða í mörg ár. Á meðan fólk bíður þá reynir það að láta hlutina ganga upp á almennum leigumarkaði sem er ótraustur og leiguverð hátt. Það er nauðsynlegt fyrir alla einstaklinga og fjölskyldur að geta búið í öruggu húsnæði. Það að búa við stöðugt óöryggi er varðar húsnæðismál getur haft gríðarlega langvarandi afleiðingar fyrir fólk og þá sérstaklega börn. Í 28. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir að aðildarríkin „…viðurkenna rétt fatlaðs fólks og fjölskyldna þeirra til viðunandi fæðis og klæða og fullnægjandi húsnæðis og til sífellt batnandi lífsskilyrða og skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja og stuðla að því að þessi réttur verði að veruleika án mismununar vegna fötlunar“. Ríki og sveitafélög verða að taka höndum saman og auka þátt félagslega húsnæðiskerfisins á húsnæðismarkaðnum. Í Svíþjóð eru 28% allra fjölbýlishúsa í eigu sveitafélaga en hér á landi er hlutfallið sláandi lágt. Árið 2019 átti Reykjavíkurborg innan við 5% alls húsnæðis í Reykjavík og Garðabær einungis 0,5%. Þetta þarf að breytast og verða öll sveitarfélög að fjölga félagslegu húsnæði. Bygginga verkamannabústaða í Reykjavík hefur löngum verið talið eitt best heppnaða átak í húsnæðismálum verkafólks. Þar var gengið út frá því að almenningur hefði aðgang að vönduðu og heilsusamlegu húsnæði. Þarna bjó allskonar fólk, námsmenn, verkafólk, öryrkjar og aldraðir. Verkamannabústaðirnir fóstraði marga þá sem síðar hafa látið að sér kveða í samfélaginu. Það skammaðist sín enginn fyrir að búa í Verkó. Undanfarin ár hefur viðhorf Íslendinga gagnvart félagslegu húsnæði litast af fordómum. Þar sem húsnæðið er af svo skornum skammti þá hefur einungis fólk í mjög veikri félagslegri stöðu fengið úthlutuðu húsnæði hjá sveitafélögunum. Hægt væri að spyrja sig – hvers vegna félagslega rekið húsnæði? Það er bráðnauðsynlegt að ná niður húsnæðiskostnaði einstaklinga. Markaðurinn eins og hann er orðin í dag er orðin óviðráðanlegur fyrir þann hóp sem lægstar hefur tekjurnar. Málefnahópur ÖBÍ um húsnæðismál leggur til að minnsta kosti 20% allra íbúða í landinu verði reknar félagslega af sveitafélögunum, án hagnaðarsjónarmiða. Það yrði kjörinn viðsnúningur á núverandi húsnæðismarkaði þar sem Ísland er í þriðja sæti yfir þau ríki sem talin eru bera hvað hæstan húsnæðiskostnað árið 2021 samkvæmt efnahagspá OECD. Það er nauðsynlegt að hugafarsbreyting eigi sér stað bæði innan stjórnsýslunar og meðal almennings að allir eigi rétt á viðunandi húsnæði og húsnæðisöryggi. Ótal fyrirmyndir eru úti í heimi um félagslega rekin húsnæðiskerfi. Við þurfum ekki að finna upp hjólið – við þurfum einfaldlega að pumpa í dekkið! Höfundur er starfsmaður málefnahóps um húsnæðismál ÖBÍ.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun