Sárt að yfirgefa Seltjarnarnes en spennandi tímar fram undan Valur Páll Eiríksson skrifar 30. ágúst 2021 23:31 Pétur Theódór er á leið til Breiðabliks. Stöð 2 Sport Pétur Theódór Árnason, framherji Gróttu og markahæsti leikmaður Lengjudeildar karla í fótbolta, er spenntur fyrir fyrirhuguðum vistaskiptum til Breiðabliks. Erfitt verði að yfirgefa heimahagana á Seltjarnarnesi en gott verði að endurnýja kynni við gamlan þjálfara hans. Breiðablik sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem greint var frá því að Pétur Theódór myndi ganga til liðs við félagið að tímabilinu loknu. Pétur er að renna út á samningi á Nesinu og kemur því frítt til Blika. Pétur Theódór hefur nánast látlaust verið orðaður við Kópavogsliðið í sumar en hann segir að umræður milli hans og félagsins hafi byrjað nokkuð nýlega og gengið hratt fyrir sig. „Þetta er búið að vera svona í gangi í sumar en þegar viðræður loks hófust þá gekk þetta hratt fyrir sig. segir Pétur. Bara fyrir nokkrum vikum síðan og eins og ég segi þá gekk þetta mjög hratt fyrir sig og fínt að þetta sé komið út.“ segir Pétur. Spenntur að endurnýja kynnin við Óskar Hrafn Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, hefur áður unnið með Pétri en hann stýrði Gróttu tímabilin 2018 og 2019. Sumarið 2018 komst Grótta upp úr 2. deild undir stjórn Óskars og vann svo B-deildina árið eftir til að komast í efstu deild í fyrsta sinn. Pétur vann áður með þeim Óskari Hrafni (t.h.) og Halldóri (t.v.) hjá Gróttu.VÍSIR/VILHELM „Þegar ég frétti af þessu var þetta bara mjög spennandi. Ég er náttúrulega búinn að vinna með Óskari áður og ég er mjög spenntur að vinna með honum aftur, bæði Óskari og Dóra [Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari]. Þetta er náttúrulega bara frábært lið og þetta er bara mjög spennandi og krefjandi verkefni.“ „Hann er mjög metnaðarfullur þjálfari, með sína hugmyndafræði sem er mjög góð. Með mikinn metnað og bara frábær þjálfari.“ segir Pétur. Erfitt að fara frá uppeldisfélaginu Pétur Theódór hefur leikið allan sinn feril á Seltjarnarnesi. Hann lék sína fyrstu leiki með Gróttu aðeins 16 ára gamall sumarið 2011 en hefur gengið misvel að fóta sig með félaginu sem hefur farið á milli B- og C-deildar á hans tíma með liðinu. Hann spilaði með Kríu, B-liði Gróttu á Nesinu, í 4. deildinni árin 2017 og 2018 en kom svo af fullum krafti inn í lið Gróttu um mitt sumar 2018, þegar Óskar Hrafn var tekinn þar við stjórnartaumunum. Hann var markahæstur þegar Grótta fór upp úr B-deildinni 2019 með 15 mörk í 22 leikjum og hefur skorað 18 mörk í 19 leikjum fyrir félagið í sumar. Hann segir það muni vera erfitt að yfirgefa Seltjarnarnesið en tímabært sé að taka næsta skref. „Það verður það. Ég er náttúrulega búinn að vera á Seltjarnarnesi allan minn fótboltaferil, margir af mínum bestu vinum eru í liðinu og það verður mjög sárt. En ég er auðvitað bara spenntur fyrir nýju félagi, nýjum leikmönnum og að kynnast nýju fólki. Þetta verður mjög skemmtilegt.“ segir Pétur Theódór. Viðtal Ríkharðs Óskars Guðnasonar við Pétur Theódór má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Pétur Theódór Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Grótta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sjá meira
Breiðablik sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem greint var frá því að Pétur Theódór myndi ganga til liðs við félagið að tímabilinu loknu. Pétur er að renna út á samningi á Nesinu og kemur því frítt til Blika. Pétur Theódór hefur nánast látlaust verið orðaður við Kópavogsliðið í sumar en hann segir að umræður milli hans og félagsins hafi byrjað nokkuð nýlega og gengið hratt fyrir sig. „Þetta er búið að vera svona í gangi í sumar en þegar viðræður loks hófust þá gekk þetta hratt fyrir sig. segir Pétur. Bara fyrir nokkrum vikum síðan og eins og ég segi þá gekk þetta mjög hratt fyrir sig og fínt að þetta sé komið út.“ segir Pétur. Spenntur að endurnýja kynnin við Óskar Hrafn Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, hefur áður unnið með Pétri en hann stýrði Gróttu tímabilin 2018 og 2019. Sumarið 2018 komst Grótta upp úr 2. deild undir stjórn Óskars og vann svo B-deildina árið eftir til að komast í efstu deild í fyrsta sinn. Pétur vann áður með þeim Óskari Hrafni (t.h.) og Halldóri (t.v.) hjá Gróttu.VÍSIR/VILHELM „Þegar ég frétti af þessu var þetta bara mjög spennandi. Ég er náttúrulega búinn að vinna með Óskari áður og ég er mjög spenntur að vinna með honum aftur, bæði Óskari og Dóra [Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari]. Þetta er náttúrulega bara frábært lið og þetta er bara mjög spennandi og krefjandi verkefni.“ „Hann er mjög metnaðarfullur þjálfari, með sína hugmyndafræði sem er mjög góð. Með mikinn metnað og bara frábær þjálfari.“ segir Pétur. Erfitt að fara frá uppeldisfélaginu Pétur Theódór hefur leikið allan sinn feril á Seltjarnarnesi. Hann lék sína fyrstu leiki með Gróttu aðeins 16 ára gamall sumarið 2011 en hefur gengið misvel að fóta sig með félaginu sem hefur farið á milli B- og C-deildar á hans tíma með liðinu. Hann spilaði með Kríu, B-liði Gróttu á Nesinu, í 4. deildinni árin 2017 og 2018 en kom svo af fullum krafti inn í lið Gróttu um mitt sumar 2018, þegar Óskar Hrafn var tekinn þar við stjórnartaumunum. Hann var markahæstur þegar Grótta fór upp úr B-deildinni 2019 með 15 mörk í 22 leikjum og hefur skorað 18 mörk í 19 leikjum fyrir félagið í sumar. Hann segir það muni vera erfitt að yfirgefa Seltjarnarnesið en tímabært sé að taka næsta skref. „Það verður það. Ég er náttúrulega búinn að vera á Seltjarnarnesi allan minn fótboltaferil, margir af mínum bestu vinum eru í liðinu og það verður mjög sárt. En ég er auðvitað bara spenntur fyrir nýju félagi, nýjum leikmönnum og að kynnast nýju fólki. Þetta verður mjög skemmtilegt.“ segir Pétur Theódór. Viðtal Ríkharðs Óskars Guðnasonar við Pétur Theódór má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Pétur Theódór Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Grótta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sjá meira