Flugfélögin ekki skyldug til að synja íslenskum ríkisborgurum um heimför skorti þá gögn Birgir Olgeirsson skrifar 31. ágúst 2021 18:38 Farþegi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Vísir/Vilhelm Íslendingar geta frá og með morgundeginum ferðast til útlanda án þess að eiga hættu á að festast þar skorti þá vottorð við heimför til Íslands. Nýjar leiðbeiningar Samgöngustofu skylda ekki flugfélög til að synja Íslendingum um heimför séu þeir ekki með öll gögn. Flugfélögin þurfa eins og áður að athuga forskráningu farþega á leið til Íslands. Þau þurfa einnig að athuga hvort farþegarnir hafi annað hvort vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu. Ef þeir hafa þau vottorð, þarf flugfélagið ekki að athuga hvort þeir séu með vottorð um neikvætt PCR-próf sem er ekki eldra en 72 klukkustunda gamalt. Ef þeir hafa hins vegar ekki vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu, þá þarf flugfélagið að ganga úr skugga um að farþegarnir hafi neikvætt PCR-próf. Geti erlendir ferðamenn ekki sýnt fram á fyrrgreind vottorð um bólusetningu, fyrri sýkingu eða neikvætt PCR, þá ber flufélaginu að synja honum um för til Íslands. Stærsta breytingin í þessum leiðbeningum Samgöngustofu er sú að flugfélögin eru ekki skyldug til að synja íslenskum ríkisborgurum um för til Íslands, geti þeir ekki sýnt fram á vottorð um bólusetningu, fyrri sýkingu eða neikvætt PCR-próf. Leiðbeiningarnar eru byggðar á reglugerðarbreytingu samgönguráðherra sem er afrakstur yfirferðar lögfræðinga samgöngu- og heilbrigðisráðuneytanna á þeirri lagastoð sem Alþingi hefur veitt til að leggja skyldur á flugrekendur sem stunda millilandaflug í þessum heimsfaraldri. Forstjóri flugfélagsins Play fagnar þessum breytingum. „Samkvæmt þessari reglugerð megum við hleypa öllum Íslendingum með íslenskt ríkisfang um borð. Þannig að það er ekki þessi hætta sem var áður að ef þú værir með jákvætt Covid-próf þá myndir þú festast í útlöndum. Þannig að Íslendingar geta byrjað að ferðast á ný,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Í raun er verið að létta á skyldum flugfélaganna. Aðrar reglur bíða á landamærunum þar sem íslenskir farþegar þurfa til dæmis að fara í skimun við komuna til landsins. Staðgengill sóttvarnalæknis segir að hægt sé að vinna með reglurnar þó þær geti verið flóknar. „Ég held að við getum alveg unnið með þetta. Auðvitað myndum við vilja að flugrekendur væru að skoða neikvæð próf hjá öllum farþegum sem koma með slíkt. En ef þetta er svona þá verðum við bara að vinna með það og skýra út hvort þeir geti farið eftir okkar tilmælum um hvað okkur finnst mikilvægt að skoða,“ segir Guðrún Aspelund, staðgengill sóttvarnalæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Flugfélögin þurfa eins og áður að athuga forskráningu farþega á leið til Íslands. Þau þurfa einnig að athuga hvort farþegarnir hafi annað hvort vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu. Ef þeir hafa þau vottorð, þarf flugfélagið ekki að athuga hvort þeir séu með vottorð um neikvætt PCR-próf sem er ekki eldra en 72 klukkustunda gamalt. Ef þeir hafa hins vegar ekki vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu, þá þarf flugfélagið að ganga úr skugga um að farþegarnir hafi neikvætt PCR-próf. Geti erlendir ferðamenn ekki sýnt fram á fyrrgreind vottorð um bólusetningu, fyrri sýkingu eða neikvætt PCR, þá ber flufélaginu að synja honum um för til Íslands. Stærsta breytingin í þessum leiðbeningum Samgöngustofu er sú að flugfélögin eru ekki skyldug til að synja íslenskum ríkisborgurum um för til Íslands, geti þeir ekki sýnt fram á vottorð um bólusetningu, fyrri sýkingu eða neikvætt PCR-próf. Leiðbeiningarnar eru byggðar á reglugerðarbreytingu samgönguráðherra sem er afrakstur yfirferðar lögfræðinga samgöngu- og heilbrigðisráðuneytanna á þeirri lagastoð sem Alþingi hefur veitt til að leggja skyldur á flugrekendur sem stunda millilandaflug í þessum heimsfaraldri. Forstjóri flugfélagsins Play fagnar þessum breytingum. „Samkvæmt þessari reglugerð megum við hleypa öllum Íslendingum með íslenskt ríkisfang um borð. Þannig að það er ekki þessi hætta sem var áður að ef þú værir með jákvætt Covid-próf þá myndir þú festast í útlöndum. Þannig að Íslendingar geta byrjað að ferðast á ný,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Í raun er verið að létta á skyldum flugfélaganna. Aðrar reglur bíða á landamærunum þar sem íslenskir farþegar þurfa til dæmis að fara í skimun við komuna til landsins. Staðgengill sóttvarnalæknis segir að hægt sé að vinna með reglurnar þó þær geti verið flóknar. „Ég held að við getum alveg unnið með þetta. Auðvitað myndum við vilja að flugrekendur væru að skoða neikvæð próf hjá öllum farþegum sem koma með slíkt. En ef þetta er svona þá verðum við bara að vinna með það og skýra út hvort þeir geti farið eftir okkar tilmælum um hvað okkur finnst mikilvægt að skoða,“ segir Guðrún Aspelund, staðgengill sóttvarnalæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira