Fann ég á fjalli... Pétur Óskarsson skrifar 31. ágúst 2021 18:31 Við stöndum mörg í þeirri meiningu að náttúruperlur Íslands séu ómetanlegur sameiginlegur fjársjóður okkar allra. En það er að breytast og sá veruleiki sem við erum flest alin upp við er að hverfa án allrar umræðu og án þess að þeir sem með völdin fara skýri afstöðu sína eða taki ábyrgð á málinu. Ég sakna þess sárlega að stjórnmálaflokkarnir séu ekki með skýra stefnu um það hvernig þeir vilja að leysa aðgengismál og umgengni að náttúruperlum landsins til framtíðar. Þetta auðlindamál er eitt stærsta mál okkar tíma og við fljótum nú sofandi að feigðarósi. Fossar og eldgos til sölu Ferðaþjónustan hefur gjörbreytt þeim veruleika sem eignarréttur á landi var byggður á. Í dag eru sem betur fer margir landeigendur að nýta sér úrræði og stuðning ríkisins (Framkvæmdasjóður ferðamannastaða, Landsáætlun um uppbyggingu innviða) til þess að bæta aðgengi og tryggja almenningi gjaldfrjálsan aðgang að perlum á jörðum sínum. Því miður erum vð hins vegar líka með landeigendur, og sá hópur fer stækkandi, sem hafa engan áhuga á því að þiggja þau ráð og lausnir sem ríkissjóður býður upp á. Sumir þeirra halda því jafnvel kinnroðalaust fram í fjölmiðlum að þeir fái enga styrki og stuðning og séu þess vegna tilneyddir til þess að hefja kröftuga gjaldtöku á sínu landi eins fljótt og mögulegt sé. Þeir sem lengst eru komnir á þessari leið eru farnir eru að innheimta gjald af gestum sem stoppa á landareign þeirra og tekjustreymið er farið að draga að fjárfesta og sérhæfð fyrirtæki sem hyggja á uppkaup á mörgum náttúruperlum til þess að auka hagkvæmni og ásættanlega arðsemi. Takk fyrir að horfa - hér kvittun þín Það er raunverulega ekki fjarlæg framtíðarsýn að margar náttúruperlur landsins færist á fáar hendur og að innan fárra ára munum við víða ekki beygja út af þjóðveginn öðruvísi en að greiða landeiganda fyrir heimsóknina. Rafrænn búnaður mun halda utan um heimsóknir okkar og greiðslur. Kvittanir hrynja inn í appið í hvert sinn sem við hægjum á okkur eða stoppum þar sem eitthvað merkilegt er að sjá. Það kann að vera gott fyrirkomulag en þurfum við ekki aðeins að ræða það hvort að þetta sé sú leið sem þjóðin og kjósendur vilja? Eignarétturinn er ekki náttúrulögmál Eignarrétturinn er mikilvæg grunnstoð í okkar samfélagi. Hann er hins vegar ekki náttúrulögmál, hann er ekki heilagur og hann er ekki án takmarka. Hann er mannanna verk. Í löndum eins og Þýskalandi er hann marglaga. Þar eru landbúnaðarréttur og veiðiréttur ekki á sömu hendi og finnist auðlind í jörðu þá er hún eign ríkisins. Það eru mörg dæmi um það hvernig almannahagsmunir trompa einkarétt á landi í íslenskum lögum. Dæmi um það eru almannarétturinn, helgunarsvæði þjóðvega, skipulagsvald sveitarfélaga og ýmis leyfismál. Helgunarsvæði náttúruperla Er hugsanlegt að það séu ríkir almannahagsmunir að fá að njóta náttúru Íslands án endurgjalds og að þeir almannahagsmunir trompi eignarréttinn? Friðlýsing er ein lausn en einnig gæti helgunarsvæði náttúruperla sem tryggði almenningi alltaf aðgengi að verðmætustu náttúruperlum þjóðarinnar án endurgjalds fyrir það eitt að horfa. Annað mál er svo hófleg gjaldtaka fyrir þjónustu á þessum svæðum, svo sem fyrir afnot af salernum. Við þurfum að ræða þetta núna. Stjórnmálin verða að setja þetta á dagskrá og kynna sína framtíðarsýn í þessu máli. Ég lýsi hér með eftir góðum lausnum í þessum nýja veruleika sem almenningur, landeigendur, ferðaþjónustan og aðrir hagsmunaaðilar geta sætt sig við. Höfundur starfar við ferðaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Við stöndum mörg í þeirri meiningu að náttúruperlur Íslands séu ómetanlegur sameiginlegur fjársjóður okkar allra. En það er að breytast og sá veruleiki sem við erum flest alin upp við er að hverfa án allrar umræðu og án þess að þeir sem með völdin fara skýri afstöðu sína eða taki ábyrgð á málinu. Ég sakna þess sárlega að stjórnmálaflokkarnir séu ekki með skýra stefnu um það hvernig þeir vilja að leysa aðgengismál og umgengni að náttúruperlum landsins til framtíðar. Þetta auðlindamál er eitt stærsta mál okkar tíma og við fljótum nú sofandi að feigðarósi. Fossar og eldgos til sölu Ferðaþjónustan hefur gjörbreytt þeim veruleika sem eignarréttur á landi var byggður á. Í dag eru sem betur fer margir landeigendur að nýta sér úrræði og stuðning ríkisins (Framkvæmdasjóður ferðamannastaða, Landsáætlun um uppbyggingu innviða) til þess að bæta aðgengi og tryggja almenningi gjaldfrjálsan aðgang að perlum á jörðum sínum. Því miður erum vð hins vegar líka með landeigendur, og sá hópur fer stækkandi, sem hafa engan áhuga á því að þiggja þau ráð og lausnir sem ríkissjóður býður upp á. Sumir þeirra halda því jafnvel kinnroðalaust fram í fjölmiðlum að þeir fái enga styrki og stuðning og séu þess vegna tilneyddir til þess að hefja kröftuga gjaldtöku á sínu landi eins fljótt og mögulegt sé. Þeir sem lengst eru komnir á þessari leið eru farnir eru að innheimta gjald af gestum sem stoppa á landareign þeirra og tekjustreymið er farið að draga að fjárfesta og sérhæfð fyrirtæki sem hyggja á uppkaup á mörgum náttúruperlum til þess að auka hagkvæmni og ásættanlega arðsemi. Takk fyrir að horfa - hér kvittun þín Það er raunverulega ekki fjarlæg framtíðarsýn að margar náttúruperlur landsins færist á fáar hendur og að innan fárra ára munum við víða ekki beygja út af þjóðveginn öðruvísi en að greiða landeiganda fyrir heimsóknina. Rafrænn búnaður mun halda utan um heimsóknir okkar og greiðslur. Kvittanir hrynja inn í appið í hvert sinn sem við hægjum á okkur eða stoppum þar sem eitthvað merkilegt er að sjá. Það kann að vera gott fyrirkomulag en þurfum við ekki aðeins að ræða það hvort að þetta sé sú leið sem þjóðin og kjósendur vilja? Eignarétturinn er ekki náttúrulögmál Eignarrétturinn er mikilvæg grunnstoð í okkar samfélagi. Hann er hins vegar ekki náttúrulögmál, hann er ekki heilagur og hann er ekki án takmarka. Hann er mannanna verk. Í löndum eins og Þýskalandi er hann marglaga. Þar eru landbúnaðarréttur og veiðiréttur ekki á sömu hendi og finnist auðlind í jörðu þá er hún eign ríkisins. Það eru mörg dæmi um það hvernig almannahagsmunir trompa einkarétt á landi í íslenskum lögum. Dæmi um það eru almannarétturinn, helgunarsvæði þjóðvega, skipulagsvald sveitarfélaga og ýmis leyfismál. Helgunarsvæði náttúruperla Er hugsanlegt að það séu ríkir almannahagsmunir að fá að njóta náttúru Íslands án endurgjalds og að þeir almannahagsmunir trompi eignarréttinn? Friðlýsing er ein lausn en einnig gæti helgunarsvæði náttúruperla sem tryggði almenningi alltaf aðgengi að verðmætustu náttúruperlum þjóðarinnar án endurgjalds fyrir það eitt að horfa. Annað mál er svo hófleg gjaldtaka fyrir þjónustu á þessum svæðum, svo sem fyrir afnot af salernum. Við þurfum að ræða þetta núna. Stjórnmálin verða að setja þetta á dagskrá og kynna sína framtíðarsýn í þessu máli. Ég lýsi hér með eftir góðum lausnum í þessum nýja veruleika sem almenningur, landeigendur, ferðaþjónustan og aðrir hagsmunaaðilar geta sætt sig við. Höfundur starfar við ferðaþjónustu.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun