Endurheimtum réttindin! Haraldur Ingi Haraldsson skrifar 1. september 2021 09:30 Þessi ríkistjórn hefur sett staðfest heimsmet í skerðingum á ellilífeyrisþega og öryrkja. Þetta hefur komið fram í rannsóknum prófessors Stefáns Ólafssonar fyrir stéttarfélagið Eflingu. Hvergi í heiminum er jafn grimmilegum skerðingum beitt eins og á Íslandi. Þessu fylgir eitthvað harðasta og smásmugulegasta eftirlitskerfi sem um getur. Því mætti líkja við smáriðna loðnunót á meðan eftirlitskerfi hinna ríku mætti líkja við botnvörpu með tuttugu metra möskvastærð. Fyrir 1991 voru lægstu laun skattfrjáls og eftirlaun voru skerðingarfrjáls. Við sósíalistar viljum endurheimta þau réttindi sem láglaunafólk, aldraðir og öryrkjar höfðu fyrir 1991 þegar nýfrjálshyggjunni var sleppt lausri í samfélaginu okkar. Auðmannadekur ríkistjórnarinnar Þetta athæfi endurspeglast í uppstyttulausu auðmannadekri. Núverandi ríkistjórn hefur lækkað veiðigjöld úr tæpum tólf þúsund miljónum í tæplega fimm þúsund. Ríkistjórnin, í okkar, nafni greiðir fyrir margvíslega þjónustu við greifanna þannig að nettó er þjóðin að fá innan við 100 miljónir í veiðigjald af auðlindinni. Ríkistjórnin fær svipað út úr því að leggja skatta á fólk sem reykir eins og veiðigjald á sægreifanna aflar. Það eru ekki lengur til lýsingarorð til að lýsa þessari stjórnarstefnu. Þessi spegilmynd er dæmi um viðhorf og hún er dæmi um þá frumstæðu hugmyndafræði að samfélagið hagnist á því að sem mestur auður safnist á fár hendur og hinar stóru stéttir almennra launamanna, bótaþega og öryrkja þurfi að standa undir sífellt hrörnandi velferðarkerfi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið við völd í 26 ár af síðustu 30 árum – Framsókn hefur setið með honum í tæp 25 ár. Þetta bákn er þeirra verk. Forystufólk VG hefur svo bæst í hópinn af miklum dugnaði og þessir þrír flokkar ætla sér að halda hópinn og eru ákveðnir í að keyra áfram þessa stefnu. Ykkar vopn gegn þessari eyðandi stjórnarstefnu er Sósíalistaflokkurinn, Við viljum að: Allar skerðingar á ellilífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins verði afnumdar. Þau fáu tilfelli auðmanna sem þurfa í raun ekki á ellilífeyri að halda munu endurgreiða hann í gegnum hátekjuskatt. Upphæð ellilífeyris muni ávallt fylgja meðal lágmarkslaunum í landinu, Greiðslur úr lífeyrissjóðum verði sveigjanlegar. Húsnæðismál eldri borgara verði stokkuð upp. Þetta verði tryggt með öflugri uppbyggingu félagslegs húsnæðis fyrir eldri borgara í byggðakjörnum sem eru með alhliða þjónustu fyrir alla sem þar búa. Eins verði gert stór átak í byggingu hjúkrunarheimila fyrir þá sem þurfa á slíkri þjónustu að halda. Sósíalistar vilja samfélag sem er byggt upp á samvinnu fólks, vinskap og trausti, en ekki á samkeppni og braski þar sem ótti við framtíðina bíður við hvert horn og áhyggjur af ævikvöldinu eru allsráðandi. Samhyggja í stað sérhyggju. XJ á kjördag. Höfundur skipar 1. sæti á framboðslista Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Haraldur Ingi Haraldsson Mest lesið Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Þessi ríkistjórn hefur sett staðfest heimsmet í skerðingum á ellilífeyrisþega og öryrkja. Þetta hefur komið fram í rannsóknum prófessors Stefáns Ólafssonar fyrir stéttarfélagið Eflingu. Hvergi í heiminum er jafn grimmilegum skerðingum beitt eins og á Íslandi. Þessu fylgir eitthvað harðasta og smásmugulegasta eftirlitskerfi sem um getur. Því mætti líkja við smáriðna loðnunót á meðan eftirlitskerfi hinna ríku mætti líkja við botnvörpu með tuttugu metra möskvastærð. Fyrir 1991 voru lægstu laun skattfrjáls og eftirlaun voru skerðingarfrjáls. Við sósíalistar viljum endurheimta þau réttindi sem láglaunafólk, aldraðir og öryrkjar höfðu fyrir 1991 þegar nýfrjálshyggjunni var sleppt lausri í samfélaginu okkar. Auðmannadekur ríkistjórnarinnar Þetta athæfi endurspeglast í uppstyttulausu auðmannadekri. Núverandi ríkistjórn hefur lækkað veiðigjöld úr tæpum tólf þúsund miljónum í tæplega fimm þúsund. Ríkistjórnin, í okkar, nafni greiðir fyrir margvíslega þjónustu við greifanna þannig að nettó er þjóðin að fá innan við 100 miljónir í veiðigjald af auðlindinni. Ríkistjórnin fær svipað út úr því að leggja skatta á fólk sem reykir eins og veiðigjald á sægreifanna aflar. Það eru ekki lengur til lýsingarorð til að lýsa þessari stjórnarstefnu. Þessi spegilmynd er dæmi um viðhorf og hún er dæmi um þá frumstæðu hugmyndafræði að samfélagið hagnist á því að sem mestur auður safnist á fár hendur og hinar stóru stéttir almennra launamanna, bótaþega og öryrkja þurfi að standa undir sífellt hrörnandi velferðarkerfi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið við völd í 26 ár af síðustu 30 árum – Framsókn hefur setið með honum í tæp 25 ár. Þetta bákn er þeirra verk. Forystufólk VG hefur svo bæst í hópinn af miklum dugnaði og þessir þrír flokkar ætla sér að halda hópinn og eru ákveðnir í að keyra áfram þessa stefnu. Ykkar vopn gegn þessari eyðandi stjórnarstefnu er Sósíalistaflokkurinn, Við viljum að: Allar skerðingar á ellilífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins verði afnumdar. Þau fáu tilfelli auðmanna sem þurfa í raun ekki á ellilífeyri að halda munu endurgreiða hann í gegnum hátekjuskatt. Upphæð ellilífeyris muni ávallt fylgja meðal lágmarkslaunum í landinu, Greiðslur úr lífeyrissjóðum verði sveigjanlegar. Húsnæðismál eldri borgara verði stokkuð upp. Þetta verði tryggt með öflugri uppbyggingu félagslegs húsnæðis fyrir eldri borgara í byggðakjörnum sem eru með alhliða þjónustu fyrir alla sem þar búa. Eins verði gert stór átak í byggingu hjúkrunarheimila fyrir þá sem þurfa á slíkri þjónustu að halda. Sósíalistar vilja samfélag sem er byggt upp á samvinnu fólks, vinskap og trausti, en ekki á samkeppni og braski þar sem ótti við framtíðina bíður við hvert horn og áhyggjur af ævikvöldinu eru allsráðandi. Samhyggja í stað sérhyggju. XJ á kjördag. Höfundur skipar 1. sæti á framboðslista Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun