Við styðjum aukna samkeppni á raforkumarkaði Tinna Traustadóttir og Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifa 1. september 2021 10:01 Ný fyrirtæki hafa haslað sér völl á raforkumarkaði hér á landi á undanförnum árum og samkeppnin þar með aukist hröðum skrefum. Heimili og fyrirtæki hafa notið góðs af lækkandi raforkuverði, sem fylgt hefur þessari jákvæðu þróun. Íslenska raforkumarkaðnum má í grófum dráttum skipta upp í alþjóðlegan og innlendan markað. Alþjóðlegi markaðurinn er stórnotendamarkaður, þar sem íslensku orkufyrirtækin keppa við önnur orkufyrirtæki í heiminum um viðskipti stórnotenda, eins og til dæmis gagnavera og álvera. Ekki er nokkur vafi um að samkeppni á þessum markaði er hörð og hefur harðnað undanfarin ár, samfara lækkandi kostnaði við raforkuvinnslu með endurnýjanlegum orkugjöfum. Íslenskir aðilar eiga svo viðskipti sín á milli á innlendum markaði, sem má skipta upp í mismunandi undirmarkaði. Stærstur hluti viðskipta á innlendum samkeppnismarkaði er á svokölluðum almennum markaði, þar sem viðskipti eiga sér stað með raforku fyrir heimili, þjónustustarfsemi, framleiðslu o.fl. Dæmi um annan innlendan markað er markaður með kerfisþjónustu, en þar afla flutnings- og dreififyrirtæki sér þeirrar orku og þjónustu sem þau þurfa til að geta staðið við skuldbindingar sínar. Átta selja á almennan markað Í dag bjóða átta sölufyrirtæki raforku til almennra notenda, en þetta eru Orkusalan, Orka náttúrunnar, HS Orka, Fallorka, Orkubú Vestfjarða, Íslensk orkumiðlun, Orka heimilanna og Straumlind. Helmingur þessara fyrirtækja er í einkaeigu og voru þrjú þeirra stofnuð á síðustu fjórum árum. Líklegt er að þessi þróun haldi áfram og fleiri sjái tækifæri í því að hefja viðskipti með raforku. Mikið hefur breyst á örfáum árum frá því að einungis voru sex sölufyrirtæki starfandi hérlendis, öll í eigu opinberra aðila. Fjölgun sölufyrirtækja hefur aukið samkeppni á markaðnum. Algengt er að stærri kaupendur á almennum markaði bjóði út raforkukaup sín til að fá sem hagstæðast verð. Með fjölgun raforkusala og möguleikanum á hagstæðari innkaupum hjá notendum hefur slíkum útboðum farið fjölgandi. Sem dæmi má nefna að í reglulegum útboðum Landsnets vegna flutningstapa hefur bjóðendum fjölgað og boðið magn aukist. Algengt er að boðið sé í tvö- til þrefalt það magn sem Landsnet óskar eftir. Áður en fyrirtækjum fjölgaði bárust tilboð í minna magn og komu tilvik þar sem ekki bárust tilboð í allt magnið sem boðið var út. Lækkun verðs Fjölgun fyrirtækja á markaði og hagræði við útboð hafa stuðlað að aukinni samkeppni á raforkumarkaði, sem aftur hefur skilað sér í lægra verði til notenda. Lægsta raforkuverð sem staðið hefur heimilum til boða hefur lækkað um nærri 20% á föstu verðlagi frá árslokum 2018 til 2021. Dæmi eru um að niðurstaða útboða á undanförnum misserum hjá fyrirtækjum og sveitarfélögum hafi skilað lækkun áþekkri þeirri sem heimilum hefur staðið til boða. Verð á flutningstöpum til Landsnets hefur einnig lækkað umtalsvert á tímabilinu, en verð hefur að jafnaði verið lægra á þeim markaði en almennum markaði til fyrirtækja og heimila. Lægri flutningskostnaður skilar sér svo í lægri kostnaði fyrir notendur raforku í landinu. Samkeppnin hefur því harðnað til muna á síðustu árum með tilkomu nýrra fyrirtækja og raforkuverð lækkað óháð því til hvaða innlenda raforkumarkaðar er litið. Þó ber að nefna að um þriðjungur heildarreiknings heimila fyrir raforku er raforkuverðið sjálft og tveir þriðju opinber gjöld eða greiðsla til sérleyfishafa vegna flutnings og dreifingar. Verð á þeim hluta reikningsins þar sem samkeppni ríkir ekki hefur staðið í stað eða hækkað undanfarin ár. Höldum áfram á sömu braut Undanfarin ár hefur Landsvirkjun gert breytingar á vöruframboði og fyrirkomulagi viðskipta til að auðvelda aðgengi nýrra aðila að markaðnum. Rafrænn þáttur viðskiptanna hefur verið aukinn, sem og sveigjanleiki í tímasetningu viðskipta. Breytingarnar eru í samræmi við orkustefnu stjórnvalda um að orkumarkaðir skuli vera opnir, með aukinni virkni og samkeppni. Með þessu höfum við lagt okkar af mörkum til að bæta viðskiptaumhverfi, viðskiptavinum okkar og almenningi í landinu til góða. Við munum halda áfram á þeirri braut. Tinna er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun og Jónas Hlynur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Samkeppnismál Tinna Traustadóttir Jónas Hlynur Hallgrímsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Sjá meira
Ný fyrirtæki hafa haslað sér völl á raforkumarkaði hér á landi á undanförnum árum og samkeppnin þar með aukist hröðum skrefum. Heimili og fyrirtæki hafa notið góðs af lækkandi raforkuverði, sem fylgt hefur þessari jákvæðu þróun. Íslenska raforkumarkaðnum má í grófum dráttum skipta upp í alþjóðlegan og innlendan markað. Alþjóðlegi markaðurinn er stórnotendamarkaður, þar sem íslensku orkufyrirtækin keppa við önnur orkufyrirtæki í heiminum um viðskipti stórnotenda, eins og til dæmis gagnavera og álvera. Ekki er nokkur vafi um að samkeppni á þessum markaði er hörð og hefur harðnað undanfarin ár, samfara lækkandi kostnaði við raforkuvinnslu með endurnýjanlegum orkugjöfum. Íslenskir aðilar eiga svo viðskipti sín á milli á innlendum markaði, sem má skipta upp í mismunandi undirmarkaði. Stærstur hluti viðskipta á innlendum samkeppnismarkaði er á svokölluðum almennum markaði, þar sem viðskipti eiga sér stað með raforku fyrir heimili, þjónustustarfsemi, framleiðslu o.fl. Dæmi um annan innlendan markað er markaður með kerfisþjónustu, en þar afla flutnings- og dreififyrirtæki sér þeirrar orku og þjónustu sem þau þurfa til að geta staðið við skuldbindingar sínar. Átta selja á almennan markað Í dag bjóða átta sölufyrirtæki raforku til almennra notenda, en þetta eru Orkusalan, Orka náttúrunnar, HS Orka, Fallorka, Orkubú Vestfjarða, Íslensk orkumiðlun, Orka heimilanna og Straumlind. Helmingur þessara fyrirtækja er í einkaeigu og voru þrjú þeirra stofnuð á síðustu fjórum árum. Líklegt er að þessi þróun haldi áfram og fleiri sjái tækifæri í því að hefja viðskipti með raforku. Mikið hefur breyst á örfáum árum frá því að einungis voru sex sölufyrirtæki starfandi hérlendis, öll í eigu opinberra aðila. Fjölgun sölufyrirtækja hefur aukið samkeppni á markaðnum. Algengt er að stærri kaupendur á almennum markaði bjóði út raforkukaup sín til að fá sem hagstæðast verð. Með fjölgun raforkusala og möguleikanum á hagstæðari innkaupum hjá notendum hefur slíkum útboðum farið fjölgandi. Sem dæmi má nefna að í reglulegum útboðum Landsnets vegna flutningstapa hefur bjóðendum fjölgað og boðið magn aukist. Algengt er að boðið sé í tvö- til þrefalt það magn sem Landsnet óskar eftir. Áður en fyrirtækjum fjölgaði bárust tilboð í minna magn og komu tilvik þar sem ekki bárust tilboð í allt magnið sem boðið var út. Lækkun verðs Fjölgun fyrirtækja á markaði og hagræði við útboð hafa stuðlað að aukinni samkeppni á raforkumarkaði, sem aftur hefur skilað sér í lægra verði til notenda. Lægsta raforkuverð sem staðið hefur heimilum til boða hefur lækkað um nærri 20% á föstu verðlagi frá árslokum 2018 til 2021. Dæmi eru um að niðurstaða útboða á undanförnum misserum hjá fyrirtækjum og sveitarfélögum hafi skilað lækkun áþekkri þeirri sem heimilum hefur staðið til boða. Verð á flutningstöpum til Landsnets hefur einnig lækkað umtalsvert á tímabilinu, en verð hefur að jafnaði verið lægra á þeim markaði en almennum markaði til fyrirtækja og heimila. Lægri flutningskostnaður skilar sér svo í lægri kostnaði fyrir notendur raforku í landinu. Samkeppnin hefur því harðnað til muna á síðustu árum með tilkomu nýrra fyrirtækja og raforkuverð lækkað óháð því til hvaða innlenda raforkumarkaðar er litið. Þó ber að nefna að um þriðjungur heildarreiknings heimila fyrir raforku er raforkuverðið sjálft og tveir þriðju opinber gjöld eða greiðsla til sérleyfishafa vegna flutnings og dreifingar. Verð á þeim hluta reikningsins þar sem samkeppni ríkir ekki hefur staðið í stað eða hækkað undanfarin ár. Höldum áfram á sömu braut Undanfarin ár hefur Landsvirkjun gert breytingar á vöruframboði og fyrirkomulagi viðskipta til að auðvelda aðgengi nýrra aðila að markaðnum. Rafrænn þáttur viðskiptanna hefur verið aukinn, sem og sveigjanleiki í tímasetningu viðskipta. Breytingarnar eru í samræmi við orkustefnu stjórnvalda um að orkumarkaðir skuli vera opnir, með aukinni virkni og samkeppni. Með þessu höfum við lagt okkar af mörkum til að bæta viðskiptaumhverfi, viðskiptavinum okkar og almenningi í landinu til góða. Við munum halda áfram á þeirri braut. Tinna er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun og Jónas Hlynur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar