Við styðjum aukna samkeppni á raforkumarkaði Tinna Traustadóttir og Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifa 1. september 2021 10:01 Ný fyrirtæki hafa haslað sér völl á raforkumarkaði hér á landi á undanförnum árum og samkeppnin þar með aukist hröðum skrefum. Heimili og fyrirtæki hafa notið góðs af lækkandi raforkuverði, sem fylgt hefur þessari jákvæðu þróun. Íslenska raforkumarkaðnum má í grófum dráttum skipta upp í alþjóðlegan og innlendan markað. Alþjóðlegi markaðurinn er stórnotendamarkaður, þar sem íslensku orkufyrirtækin keppa við önnur orkufyrirtæki í heiminum um viðskipti stórnotenda, eins og til dæmis gagnavera og álvera. Ekki er nokkur vafi um að samkeppni á þessum markaði er hörð og hefur harðnað undanfarin ár, samfara lækkandi kostnaði við raforkuvinnslu með endurnýjanlegum orkugjöfum. Íslenskir aðilar eiga svo viðskipti sín á milli á innlendum markaði, sem má skipta upp í mismunandi undirmarkaði. Stærstur hluti viðskipta á innlendum samkeppnismarkaði er á svokölluðum almennum markaði, þar sem viðskipti eiga sér stað með raforku fyrir heimili, þjónustustarfsemi, framleiðslu o.fl. Dæmi um annan innlendan markað er markaður með kerfisþjónustu, en þar afla flutnings- og dreififyrirtæki sér þeirrar orku og þjónustu sem þau þurfa til að geta staðið við skuldbindingar sínar. Átta selja á almennan markað Í dag bjóða átta sölufyrirtæki raforku til almennra notenda, en þetta eru Orkusalan, Orka náttúrunnar, HS Orka, Fallorka, Orkubú Vestfjarða, Íslensk orkumiðlun, Orka heimilanna og Straumlind. Helmingur þessara fyrirtækja er í einkaeigu og voru þrjú þeirra stofnuð á síðustu fjórum árum. Líklegt er að þessi þróun haldi áfram og fleiri sjái tækifæri í því að hefja viðskipti með raforku. Mikið hefur breyst á örfáum árum frá því að einungis voru sex sölufyrirtæki starfandi hérlendis, öll í eigu opinberra aðila. Fjölgun sölufyrirtækja hefur aukið samkeppni á markaðnum. Algengt er að stærri kaupendur á almennum markaði bjóði út raforkukaup sín til að fá sem hagstæðast verð. Með fjölgun raforkusala og möguleikanum á hagstæðari innkaupum hjá notendum hefur slíkum útboðum farið fjölgandi. Sem dæmi má nefna að í reglulegum útboðum Landsnets vegna flutningstapa hefur bjóðendum fjölgað og boðið magn aukist. Algengt er að boðið sé í tvö- til þrefalt það magn sem Landsnet óskar eftir. Áður en fyrirtækjum fjölgaði bárust tilboð í minna magn og komu tilvik þar sem ekki bárust tilboð í allt magnið sem boðið var út. Lækkun verðs Fjölgun fyrirtækja á markaði og hagræði við útboð hafa stuðlað að aukinni samkeppni á raforkumarkaði, sem aftur hefur skilað sér í lægra verði til notenda. Lægsta raforkuverð sem staðið hefur heimilum til boða hefur lækkað um nærri 20% á föstu verðlagi frá árslokum 2018 til 2021. Dæmi eru um að niðurstaða útboða á undanförnum misserum hjá fyrirtækjum og sveitarfélögum hafi skilað lækkun áþekkri þeirri sem heimilum hefur staðið til boða. Verð á flutningstöpum til Landsnets hefur einnig lækkað umtalsvert á tímabilinu, en verð hefur að jafnaði verið lægra á þeim markaði en almennum markaði til fyrirtækja og heimila. Lægri flutningskostnaður skilar sér svo í lægri kostnaði fyrir notendur raforku í landinu. Samkeppnin hefur því harðnað til muna á síðustu árum með tilkomu nýrra fyrirtækja og raforkuverð lækkað óháð því til hvaða innlenda raforkumarkaðar er litið. Þó ber að nefna að um þriðjungur heildarreiknings heimila fyrir raforku er raforkuverðið sjálft og tveir þriðju opinber gjöld eða greiðsla til sérleyfishafa vegna flutnings og dreifingar. Verð á þeim hluta reikningsins þar sem samkeppni ríkir ekki hefur staðið í stað eða hækkað undanfarin ár. Höldum áfram á sömu braut Undanfarin ár hefur Landsvirkjun gert breytingar á vöruframboði og fyrirkomulagi viðskipta til að auðvelda aðgengi nýrra aðila að markaðnum. Rafrænn þáttur viðskiptanna hefur verið aukinn, sem og sveigjanleiki í tímasetningu viðskipta. Breytingarnar eru í samræmi við orkustefnu stjórnvalda um að orkumarkaðir skuli vera opnir, með aukinni virkni og samkeppni. Með þessu höfum við lagt okkar af mörkum til að bæta viðskiptaumhverfi, viðskiptavinum okkar og almenningi í landinu til góða. Við munum halda áfram á þeirri braut. Tinna er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun og Jónas Hlynur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Samkeppnismál Tinna Traustadóttir Jónas Hlynur Hallgrímsson Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ný fyrirtæki hafa haslað sér völl á raforkumarkaði hér á landi á undanförnum árum og samkeppnin þar með aukist hröðum skrefum. Heimili og fyrirtæki hafa notið góðs af lækkandi raforkuverði, sem fylgt hefur þessari jákvæðu þróun. Íslenska raforkumarkaðnum má í grófum dráttum skipta upp í alþjóðlegan og innlendan markað. Alþjóðlegi markaðurinn er stórnotendamarkaður, þar sem íslensku orkufyrirtækin keppa við önnur orkufyrirtæki í heiminum um viðskipti stórnotenda, eins og til dæmis gagnavera og álvera. Ekki er nokkur vafi um að samkeppni á þessum markaði er hörð og hefur harðnað undanfarin ár, samfara lækkandi kostnaði við raforkuvinnslu með endurnýjanlegum orkugjöfum. Íslenskir aðilar eiga svo viðskipti sín á milli á innlendum markaði, sem má skipta upp í mismunandi undirmarkaði. Stærstur hluti viðskipta á innlendum samkeppnismarkaði er á svokölluðum almennum markaði, þar sem viðskipti eiga sér stað með raforku fyrir heimili, þjónustustarfsemi, framleiðslu o.fl. Dæmi um annan innlendan markað er markaður með kerfisþjónustu, en þar afla flutnings- og dreififyrirtæki sér þeirrar orku og þjónustu sem þau þurfa til að geta staðið við skuldbindingar sínar. Átta selja á almennan markað Í dag bjóða átta sölufyrirtæki raforku til almennra notenda, en þetta eru Orkusalan, Orka náttúrunnar, HS Orka, Fallorka, Orkubú Vestfjarða, Íslensk orkumiðlun, Orka heimilanna og Straumlind. Helmingur þessara fyrirtækja er í einkaeigu og voru þrjú þeirra stofnuð á síðustu fjórum árum. Líklegt er að þessi þróun haldi áfram og fleiri sjái tækifæri í því að hefja viðskipti með raforku. Mikið hefur breyst á örfáum árum frá því að einungis voru sex sölufyrirtæki starfandi hérlendis, öll í eigu opinberra aðila. Fjölgun sölufyrirtækja hefur aukið samkeppni á markaðnum. Algengt er að stærri kaupendur á almennum markaði bjóði út raforkukaup sín til að fá sem hagstæðast verð. Með fjölgun raforkusala og möguleikanum á hagstæðari innkaupum hjá notendum hefur slíkum útboðum farið fjölgandi. Sem dæmi má nefna að í reglulegum útboðum Landsnets vegna flutningstapa hefur bjóðendum fjölgað og boðið magn aukist. Algengt er að boðið sé í tvö- til þrefalt það magn sem Landsnet óskar eftir. Áður en fyrirtækjum fjölgaði bárust tilboð í minna magn og komu tilvik þar sem ekki bárust tilboð í allt magnið sem boðið var út. Lækkun verðs Fjölgun fyrirtækja á markaði og hagræði við útboð hafa stuðlað að aukinni samkeppni á raforkumarkaði, sem aftur hefur skilað sér í lægra verði til notenda. Lægsta raforkuverð sem staðið hefur heimilum til boða hefur lækkað um nærri 20% á föstu verðlagi frá árslokum 2018 til 2021. Dæmi eru um að niðurstaða útboða á undanförnum misserum hjá fyrirtækjum og sveitarfélögum hafi skilað lækkun áþekkri þeirri sem heimilum hefur staðið til boða. Verð á flutningstöpum til Landsnets hefur einnig lækkað umtalsvert á tímabilinu, en verð hefur að jafnaði verið lægra á þeim markaði en almennum markaði til fyrirtækja og heimila. Lægri flutningskostnaður skilar sér svo í lægri kostnaði fyrir notendur raforku í landinu. Samkeppnin hefur því harðnað til muna á síðustu árum með tilkomu nýrra fyrirtækja og raforkuverð lækkað óháð því til hvaða innlenda raforkumarkaðar er litið. Þó ber að nefna að um þriðjungur heildarreiknings heimila fyrir raforku er raforkuverðið sjálft og tveir þriðju opinber gjöld eða greiðsla til sérleyfishafa vegna flutnings og dreifingar. Verð á þeim hluta reikningsins þar sem samkeppni ríkir ekki hefur staðið í stað eða hækkað undanfarin ár. Höldum áfram á sömu braut Undanfarin ár hefur Landsvirkjun gert breytingar á vöruframboði og fyrirkomulagi viðskipta til að auðvelda aðgengi nýrra aðila að markaðnum. Rafrænn þáttur viðskiptanna hefur verið aukinn, sem og sveigjanleiki í tímasetningu viðskipta. Breytingarnar eru í samræmi við orkustefnu stjórnvalda um að orkumarkaðir skuli vera opnir, með aukinni virkni og samkeppni. Með þessu höfum við lagt okkar af mörkum til að bæta viðskiptaumhverfi, viðskiptavinum okkar og almenningi í landinu til góða. Við munum halda áfram á þeirri braut. Tinna er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun og Jónas Hlynur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar