„Ó“fyrirmyndir Geir Gunnar Markússon skrifar 1. september 2021 12:31 Ég var með einstakling hjá mér í næringar- og heilsuráðgjöf um daginn og við vorum að ræða fyrirmyndir hans í lífinu, tengt betri heilsu. Hann sagði mér að hann hefði nú fáar fyrirmyndir en hann ætti sér því miður eina ófyrirmynd sem væri faðir hans, sem væri alvarlega veikur og með mjög skert lífsgæði vegna óheilbrigðs lífernis. Þessi einstaklingur sagðist láta áfengi alveg vera eftir að hafa séð hvernig faðir hans hefði farið með heilsu sína og líf af mikilli áfengisneyslu. Einnig passaði hann oftast ágætlega að matarskammtarnir yrðu ekki of stórir, því faðir hans borðaði mjög stóra skammta og virtist ekkert þekkja sitt magamál. Þetta er ákveðin uppgötvun fyrir mig sem er að leiðbeina fólki í átt að hollari lífsháttum og reyni að finna kraftinn í fólki til að fara að sinna sinni heilsu að alvöru. Í því samhengi er ég oft að tala um góðar fyrirmyndir en auðvitað eru líka allar hinar slæmu „ófyrirmyndirnar“ sem eru sannarlega frábær dæmi um óheilsusamlegt líf. Það er reyndar mjög sorglegt að þurfa að horfa upp á það einhver eigi sér „ófyrirmynd“ í sínu nánasta umhverfi. Í kaldhæðni má segja að þeir sem lifa mjög óheilbrigðu lífi geti „kætt“ sig við það þeir séu „ófyrirmyndir“ einhvers, svokallað, lán í óláni. Við sjáum þessar ófyrirmyndir út um allt. Má þar nefna dæmi: Þú þekkir einhvern sem drekkur ótæpilega af kaffi eða koffíndrykkjum og sefur illa, er morgunfúll, er stressaður og kvartar um orkuleysi seinnipartinn (vegna ofneyslu koffíns) – Þarna er komið góð ástæða til þess að minnka eða sleppa á koffíni til að efla svefninn, auka náttúrulega orku og andlega heilsu. Þú sérð að þegar þú ert að horfa á leikina í enska boltanum með vinunum, að mjög margir miðaldra vinir þínir eru með mikla bumbu en um leið tekur þú eftir því að flestir af þessum bumbuvinum eru mjög miklir bjórsvelgir – Ef þú vilt sleppa við bjórvömbina, vertu andstæðan við bjórsvelgina og drekktu bjór í miklu hófi. Einhver nátengdur þér er alltaf í símanum en það er eins og því meira sem þessi einstaklingur er í símanum þeim mun meiri virðist óhamingja og eirðarleysi hans/hennar vera – Takmarkaðu símanotkun, taktu t.d. upp símalausa sunnudaga til að auka hamingju þína. Nákominn frændi þinn er alltaf í megrun og í átökum með heilsuna en samt er hann alltof þungur og frekar óheilbrigður – Slepptu kúrum og átökum tengt heilsunni og tileinkaðu þér heilbrigðan lífsstíl án átaka. Einstaklingur í vinnunni þinni á alltaf einhver sætindi og maular það mikið yfir daginn en mætir aldrei í hádegismatinn, segist ekki mega við því. En hann er samt of þungur og segist líka vera með háþrýsting – Þarna er komin ástæða til að borða reglulega og sleppa sem mest gotteríinu í vinnunni. Það er vissulega mikið alhæft hér að ofan um ástæður heilsuleysis, því heilsuleysi fólks getur verið mjög flókið og verið samspil margra þátta. En lífsstíll okkar segir svo mikið um okkar heilsu og við erum það sem við „gerum og borðum“ í langflestum tilvikum, a.m.k. tengt lífsstílssjúkdómum sem eru þeir sjúkdómar sem eru að skerða lífsgæði okkar hvað mest. Þó að „ófyrirmyndirnar“ séu ansi margar þá hvet ég alla sem lesa þennan pistil að vera frekar fyrirmynd í heilsueflingu en „ófyrirmynd“, því fórnarkostnaðurinn er ansi mikill! Höfundur er næringarfræðingur og fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Gunnar Markússon Heilsa Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ég var með einstakling hjá mér í næringar- og heilsuráðgjöf um daginn og við vorum að ræða fyrirmyndir hans í lífinu, tengt betri heilsu. Hann sagði mér að hann hefði nú fáar fyrirmyndir en hann ætti sér því miður eina ófyrirmynd sem væri faðir hans, sem væri alvarlega veikur og með mjög skert lífsgæði vegna óheilbrigðs lífernis. Þessi einstaklingur sagðist láta áfengi alveg vera eftir að hafa séð hvernig faðir hans hefði farið með heilsu sína og líf af mikilli áfengisneyslu. Einnig passaði hann oftast ágætlega að matarskammtarnir yrðu ekki of stórir, því faðir hans borðaði mjög stóra skammta og virtist ekkert þekkja sitt magamál. Þetta er ákveðin uppgötvun fyrir mig sem er að leiðbeina fólki í átt að hollari lífsháttum og reyni að finna kraftinn í fólki til að fara að sinna sinni heilsu að alvöru. Í því samhengi er ég oft að tala um góðar fyrirmyndir en auðvitað eru líka allar hinar slæmu „ófyrirmyndirnar“ sem eru sannarlega frábær dæmi um óheilsusamlegt líf. Það er reyndar mjög sorglegt að þurfa að horfa upp á það einhver eigi sér „ófyrirmynd“ í sínu nánasta umhverfi. Í kaldhæðni má segja að þeir sem lifa mjög óheilbrigðu lífi geti „kætt“ sig við það þeir séu „ófyrirmyndir“ einhvers, svokallað, lán í óláni. Við sjáum þessar ófyrirmyndir út um allt. Má þar nefna dæmi: Þú þekkir einhvern sem drekkur ótæpilega af kaffi eða koffíndrykkjum og sefur illa, er morgunfúll, er stressaður og kvartar um orkuleysi seinnipartinn (vegna ofneyslu koffíns) – Þarna er komið góð ástæða til þess að minnka eða sleppa á koffíni til að efla svefninn, auka náttúrulega orku og andlega heilsu. Þú sérð að þegar þú ert að horfa á leikina í enska boltanum með vinunum, að mjög margir miðaldra vinir þínir eru með mikla bumbu en um leið tekur þú eftir því að flestir af þessum bumbuvinum eru mjög miklir bjórsvelgir – Ef þú vilt sleppa við bjórvömbina, vertu andstæðan við bjórsvelgina og drekktu bjór í miklu hófi. Einhver nátengdur þér er alltaf í símanum en það er eins og því meira sem þessi einstaklingur er í símanum þeim mun meiri virðist óhamingja og eirðarleysi hans/hennar vera – Takmarkaðu símanotkun, taktu t.d. upp símalausa sunnudaga til að auka hamingju þína. Nákominn frændi þinn er alltaf í megrun og í átökum með heilsuna en samt er hann alltof þungur og frekar óheilbrigður – Slepptu kúrum og átökum tengt heilsunni og tileinkaðu þér heilbrigðan lífsstíl án átaka. Einstaklingur í vinnunni þinni á alltaf einhver sætindi og maular það mikið yfir daginn en mætir aldrei í hádegismatinn, segist ekki mega við því. En hann er samt of þungur og segist líka vera með háþrýsting – Þarna er komin ástæða til að borða reglulega og sleppa sem mest gotteríinu í vinnunni. Það er vissulega mikið alhæft hér að ofan um ástæður heilsuleysis, því heilsuleysi fólks getur verið mjög flókið og verið samspil margra þátta. En lífsstíll okkar segir svo mikið um okkar heilsu og við erum það sem við „gerum og borðum“ í langflestum tilvikum, a.m.k. tengt lífsstílssjúkdómum sem eru þeir sjúkdómar sem eru að skerða lífsgæði okkar hvað mest. Þó að „ófyrirmyndirnar“ séu ansi margar þá hvet ég alla sem lesa þennan pistil að vera frekar fyrirmynd í heilsueflingu en „ófyrirmynd“, því fórnarkostnaðurinn er ansi mikill! Höfundur er næringarfræðingur og fyrirlesari.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar