Sackler fjölskyldan gæti misst Purdue Pharma í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. september 2021 14:51 Niðurstöðu dómara er að vænta í dag. Getty/ Erik McGregor Alríkisdómari mun í dag dæma hvort sáttasamningar milli lyfjaframleiðandans Purdue Pharma, nokkurra fylkja Bandaríkjanna og fjölda sveitarfélaga verði samþykktir af ríkinu. Fylkja- og sveitarstjórnirnar stefndu lyfjarisanum vegna ópíóðafaraldursins, sem hefur dregið hálfa milljón Bandaríkjamanna til dauða undanfarna tvo áratugi. Purdue viðurkenndi ábyrgð sína á ópíóðafaraldrinum árið 2019. Lyfjarisinn framleiðir deyfilyfið OxyContin og borgaði læknum lengi sérstaklega fyrir að skrifa upp á OxyContin lyfseðla auk þess að fyrirtæki sem heldur utan um rafrænar læknaskrár var borgað til að senda læknum upplýsingar um sjúklinga sem gerði þá líklegri til að skrifa út OxyContin til þeirra. Purdue viðurkenndi einnig á sínum tíma að hafa beint lyfjaspjótum sínum sérstaklega að fátækari samfélögum Bandaríkjanna. Fréttastofa AP greinir frá. Samþykki dómarinn Robert Drain áætlanir Purdue og fylkja- og sveitarstjórnanna gæti það bundið enda á baráttu fyrir dómstólum sem gæti tekið fjölda ára til viðbótar. Samningurinn er metinn upp á tíu milljarða Bandaríkjadala, eða um 1,3 billjónir króna (1.268.800.000.000 kr.). Sackler fjölskyldan, sem stofnaði fyrirtækið, þyrfti að gefa upp eignarhlut sinn í fyrirtækinu og borga 4,5 milljarð Bandaríkjadala. Eftir eignarskiptin yrði ágóða fyrirtækisins varið í að berjast gegn ópíóðafaraldrinum. Andstæðingar samkomulagsins gætu þó áfrýjað dóminum. Ákveði dómarinn að samþykkja ekki samkomulagið, eins og nokkur fylkjanna og aðgerðasinnar krefjast, gæti málið orðið mun flóknara. Framhaldið yrði mjög óljóst. Stríðandi fylkingar gætu sest aftur niður að samningaborðinu og málsóknir gegn Purdue og Sackler fjölskyldunni myndu líklega hefjast að nýju. Gangi það hins vegar í gegn að dómarinn samþykki samkomulagið, sem er í raun gjaldþrotayfirlýsing, verður það til þess að fyrirtækið og Sackler fjölskyldan þurfi að greiða brota brot af því sem þau þyrftu að greiða ef þau yrðu sakfelld fyrir dómstólum. Í samkomulaginu er það jafnframt tryggt að ekki sé hægt að höfða málsókn gegn neinum meðlimi Sackler fjölskyldunnar í tengslum við ópíóða. Það þýðir ekki að saksóknarar geti ekki ákært fjölskyldumeðlimi, þar sem dómskerfið í Bandaríkjunum er tvískipt: annars vegar glæpadómstólar og hins vegar almennir dómstólar, sem taka fyrir einkarekin mál. Bandaríkin Lyf Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Purdue Pharma gengst við ábyrgð á ópíóíða faraldrinum Lyfjarisinn Purdue Pharma hefur gengist við sekt í dómsmáli í New Jersey og hefur þannig í fyrsta sinn formlega tekið ábyrgð á hlut sínum í ópíóíða-faraldrinum sem gengið hefur yfir Bandaríkin síðustu ár. 25. nóvember 2020 08:09 Framleiðandi Oxycontins játar sekt og greiðir milljarða Purdue Pharma, bandaríska lyfjafyrirtækið sem framleiðir sterka verkalyfið Oxycontin, ætlar að játa sig sekt um mútugreiðslur og samsæri og greiða meira en átta milljarða dollara til að ná sátt í máli bandarísku alríkisstjórnarinnar gegn því. 21. október 2020 17:58 Sackler fjölskyldan flutti 125 milljarða á erlenda bankareikninga Sackler fjölskyldan er sögð hafa millifært minnst einn milljarð Bandaríkjadala, sem nemur um 125 milljörðum íslenskra króna, yfir á mismunandi bankareikninga, þar á meðal í banka í Sviss. 15. september 2019 12:20 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Purdue viðurkenndi ábyrgð sína á ópíóðafaraldrinum árið 2019. Lyfjarisinn framleiðir deyfilyfið OxyContin og borgaði læknum lengi sérstaklega fyrir að skrifa upp á OxyContin lyfseðla auk þess að fyrirtæki sem heldur utan um rafrænar læknaskrár var borgað til að senda læknum upplýsingar um sjúklinga sem gerði þá líklegri til að skrifa út OxyContin til þeirra. Purdue viðurkenndi einnig á sínum tíma að hafa beint lyfjaspjótum sínum sérstaklega að fátækari samfélögum Bandaríkjanna. Fréttastofa AP greinir frá. Samþykki dómarinn Robert Drain áætlanir Purdue og fylkja- og sveitarstjórnanna gæti það bundið enda á baráttu fyrir dómstólum sem gæti tekið fjölda ára til viðbótar. Samningurinn er metinn upp á tíu milljarða Bandaríkjadala, eða um 1,3 billjónir króna (1.268.800.000.000 kr.). Sackler fjölskyldan, sem stofnaði fyrirtækið, þyrfti að gefa upp eignarhlut sinn í fyrirtækinu og borga 4,5 milljarð Bandaríkjadala. Eftir eignarskiptin yrði ágóða fyrirtækisins varið í að berjast gegn ópíóðafaraldrinum. Andstæðingar samkomulagsins gætu þó áfrýjað dóminum. Ákveði dómarinn að samþykkja ekki samkomulagið, eins og nokkur fylkjanna og aðgerðasinnar krefjast, gæti málið orðið mun flóknara. Framhaldið yrði mjög óljóst. Stríðandi fylkingar gætu sest aftur niður að samningaborðinu og málsóknir gegn Purdue og Sackler fjölskyldunni myndu líklega hefjast að nýju. Gangi það hins vegar í gegn að dómarinn samþykki samkomulagið, sem er í raun gjaldþrotayfirlýsing, verður það til þess að fyrirtækið og Sackler fjölskyldan þurfi að greiða brota brot af því sem þau þyrftu að greiða ef þau yrðu sakfelld fyrir dómstólum. Í samkomulaginu er það jafnframt tryggt að ekki sé hægt að höfða málsókn gegn neinum meðlimi Sackler fjölskyldunnar í tengslum við ópíóða. Það þýðir ekki að saksóknarar geti ekki ákært fjölskyldumeðlimi, þar sem dómskerfið í Bandaríkjunum er tvískipt: annars vegar glæpadómstólar og hins vegar almennir dómstólar, sem taka fyrir einkarekin mál.
Bandaríkin Lyf Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Purdue Pharma gengst við ábyrgð á ópíóíða faraldrinum Lyfjarisinn Purdue Pharma hefur gengist við sekt í dómsmáli í New Jersey og hefur þannig í fyrsta sinn formlega tekið ábyrgð á hlut sínum í ópíóíða-faraldrinum sem gengið hefur yfir Bandaríkin síðustu ár. 25. nóvember 2020 08:09 Framleiðandi Oxycontins játar sekt og greiðir milljarða Purdue Pharma, bandaríska lyfjafyrirtækið sem framleiðir sterka verkalyfið Oxycontin, ætlar að játa sig sekt um mútugreiðslur og samsæri og greiða meira en átta milljarða dollara til að ná sátt í máli bandarísku alríkisstjórnarinnar gegn því. 21. október 2020 17:58 Sackler fjölskyldan flutti 125 milljarða á erlenda bankareikninga Sackler fjölskyldan er sögð hafa millifært minnst einn milljarð Bandaríkjadala, sem nemur um 125 milljörðum íslenskra króna, yfir á mismunandi bankareikninga, þar á meðal í banka í Sviss. 15. september 2019 12:20 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Purdue Pharma gengst við ábyrgð á ópíóíða faraldrinum Lyfjarisinn Purdue Pharma hefur gengist við sekt í dómsmáli í New Jersey og hefur þannig í fyrsta sinn formlega tekið ábyrgð á hlut sínum í ópíóíða-faraldrinum sem gengið hefur yfir Bandaríkin síðustu ár. 25. nóvember 2020 08:09
Framleiðandi Oxycontins játar sekt og greiðir milljarða Purdue Pharma, bandaríska lyfjafyrirtækið sem framleiðir sterka verkalyfið Oxycontin, ætlar að játa sig sekt um mútugreiðslur og samsæri og greiða meira en átta milljarða dollara til að ná sátt í máli bandarísku alríkisstjórnarinnar gegn því. 21. október 2020 17:58
Sackler fjölskyldan flutti 125 milljarða á erlenda bankareikninga Sackler fjölskyldan er sögð hafa millifært minnst einn milljarð Bandaríkjadala, sem nemur um 125 milljörðum íslenskra króna, yfir á mismunandi bankareikninga, þar á meðal í banka í Sviss. 15. september 2019 12:20