Tap Sýnar tvöfaldaðist á öðrum ársfjórðungi Eiður Þór Árnason skrifar 1. september 2021 17:52 Árshlutareikningur Sýnar var samþykkur á stjórnarfundi í dag. Sýn Sýn tapaði 117 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi samanborið við 60 milljónir á sama tímabili í fyrra. Ef horft er til fyrri helmings 2021 dregst tap saman milli ára og fer úr 410 milljónum í 348 milljónir. Tekjur á fyrstu sex mánuðum ársins voru 10.289 milljónir króna sem er 1,2% lægra en á sama tímabili árið 2020. Upplýsingatæknifyrirtækið Endor er sagt lita neikvæðan tekjuvöxt en tekjur þess drógust saman um tæplega 650 milljónir króna á milli árshelminga. Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrstu sex mánuði ársins var samþykkur á stjórnarfundi í dag. Inni í tapi fyrri árshelmings árið 2021 er sölutap að fjárhæð 179 milljónum króna vegna sölu á færeyska hlutdeildarfélaginu Hey. EBITDA nam 1.488 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi 2021 í samanburði við 1.364 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. EBITDA hlutfallið er 28,1% á ársfjórðungnum 2021 samanborið við 25,3% á sama tímabili í fyrra. EBITDA á fyrstu sex mánuðum ársins var 2.876 milljónir króna sem er 5,8% hækkun frá síðasta ári. Handbært fé frá rekstri á fyrri árshelmingi nam 1.975 milljónum krónum samanborið við 2.799 milljónum á sama tímabili árið áður, sem er lækkun um 29%. Eiginfjárhlutfall félagsins var 28,5% í lok fyrri árshelmings ársins 2021. „Grunnreksturinn heldur áfram að batna líkt og frjálst fjárflæði ber með sér (1.611 m.kr.), sem er að mínum dómi besti mælikvarðinn á rekstur. Frjálst fjárflæði hefur tekið algerum stakkaskiptum frá árunum 2018 og 2019 (-143 m.kr. og 720 m.kr.),“ segir Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, í tilkynningu. Velta Endor hafi dregist saman að hluta til útaf heimsfaraldrinum en framtíðarhorfur þar séu góðar. Vöxtur í fjarskiptatekjum „Í fyrsta skipti síðan árið 2018 er vöxtur í fjarskiptatekjum. Það er ekki vegna aukinna fjárfestinga, heldur betri nýtingu á þeim kerfum sem við eigum fyrir líkt og ég lýsti fyrir ári síðan. Í fjölmiðlarekstrinum sjáum við fjölgun áskrifenda og aukningu í sölu auglýsinga. Breyting Stöðvar 2 í hreina áskriftarstöð, með lokun fréttaglugga, hefur sannarlega borgað sig með þúsundum nýrra viðskiptavina án þess að auglýsingatekjur hafi minnkað að ráði. Stöð 2 Sport og Stöð 2+ eru svo í miklum vexti og hafa aldrei verið sterkari. Það sama má segja um Vísi sem eykur forskot sitt á aðra miðla í hverri viku. Á Vísi er verið að þróa framboð nýs efnis á bakvið greiðslugátt, með Blökastinu, sem fer frábærlega af stað, og með nýjum viðskiptamiðli sem Hörður Ægisson og Ólöf Skaftadóttir ritstýra. Vísir hefur mikla möguleika til framtíðar sem almennur upphafspunktur fyrir íslenskt efni og þjónustu,“ segir Heiðar í tilkynningu. Í lok mars var skrifað undir samninga um sölu á óvirkum farsímainnviðum Sýnar og vonast stjórnendur til að samþykki Samkeppniseftirlitsins fáist fyrir sölunni á næstu dögum. Söluverði muni verða ráðstafað til lækkunar á lánum, endurkaupa á hlutabréfum og í nýfjárfestingar. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu var staðhæft í millifyrirsögn að handbært fé hafi lækkað um 29%. Þar var átt við handbært fé frá rekstri. Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjarskipti Kauphöllin Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Tekjur á fyrstu sex mánuðum ársins voru 10.289 milljónir króna sem er 1,2% lægra en á sama tímabili árið 2020. Upplýsingatæknifyrirtækið Endor er sagt lita neikvæðan tekjuvöxt en tekjur þess drógust saman um tæplega 650 milljónir króna á milli árshelminga. Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrstu sex mánuði ársins var samþykkur á stjórnarfundi í dag. Inni í tapi fyrri árshelmings árið 2021 er sölutap að fjárhæð 179 milljónum króna vegna sölu á færeyska hlutdeildarfélaginu Hey. EBITDA nam 1.488 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi 2021 í samanburði við 1.364 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. EBITDA hlutfallið er 28,1% á ársfjórðungnum 2021 samanborið við 25,3% á sama tímabili í fyrra. EBITDA á fyrstu sex mánuðum ársins var 2.876 milljónir króna sem er 5,8% hækkun frá síðasta ári. Handbært fé frá rekstri á fyrri árshelmingi nam 1.975 milljónum krónum samanborið við 2.799 milljónum á sama tímabili árið áður, sem er lækkun um 29%. Eiginfjárhlutfall félagsins var 28,5% í lok fyrri árshelmings ársins 2021. „Grunnreksturinn heldur áfram að batna líkt og frjálst fjárflæði ber með sér (1.611 m.kr.), sem er að mínum dómi besti mælikvarðinn á rekstur. Frjálst fjárflæði hefur tekið algerum stakkaskiptum frá árunum 2018 og 2019 (-143 m.kr. og 720 m.kr.),“ segir Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, í tilkynningu. Velta Endor hafi dregist saman að hluta til útaf heimsfaraldrinum en framtíðarhorfur þar séu góðar. Vöxtur í fjarskiptatekjum „Í fyrsta skipti síðan árið 2018 er vöxtur í fjarskiptatekjum. Það er ekki vegna aukinna fjárfestinga, heldur betri nýtingu á þeim kerfum sem við eigum fyrir líkt og ég lýsti fyrir ári síðan. Í fjölmiðlarekstrinum sjáum við fjölgun áskrifenda og aukningu í sölu auglýsinga. Breyting Stöðvar 2 í hreina áskriftarstöð, með lokun fréttaglugga, hefur sannarlega borgað sig með þúsundum nýrra viðskiptavina án þess að auglýsingatekjur hafi minnkað að ráði. Stöð 2 Sport og Stöð 2+ eru svo í miklum vexti og hafa aldrei verið sterkari. Það sama má segja um Vísi sem eykur forskot sitt á aðra miðla í hverri viku. Á Vísi er verið að þróa framboð nýs efnis á bakvið greiðslugátt, með Blökastinu, sem fer frábærlega af stað, og með nýjum viðskiptamiðli sem Hörður Ægisson og Ólöf Skaftadóttir ritstýra. Vísir hefur mikla möguleika til framtíðar sem almennur upphafspunktur fyrir íslenskt efni og þjónustu,“ segir Heiðar í tilkynningu. Í lok mars var skrifað undir samninga um sölu á óvirkum farsímainnviðum Sýnar og vonast stjórnendur til að samþykki Samkeppniseftirlitsins fáist fyrir sölunni á næstu dögum. Söluverði muni verða ráðstafað til lækkunar á lánum, endurkaupa á hlutabréfum og í nýfjárfestingar. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu var staðhæft í millifyrirsögn að handbært fé hafi lækkað um 29%. Þar var átt við handbært fé frá rekstri. Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjarskipti Kauphöllin Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira