Vestfirsk atkvæðagreiðsla um fiskeldi 2. september 2021 11:31 Innan hreyfingar Pírata er fólki heimilt að hafa ólíkar skoðanir. Þannig eru sumir hlynntir sjókvíaeldi og aðrir ekki. Það er einkenni á heilbrigðum stjórnmálaflokki að þar rúmast ólík sjónarmið og skoðanir. Stjórnmálaflokkar sem stunda skoðanakúgun og hlýðni innan sinna raða eru í eðli sínu and-lýðræðislegir. Þó svo að sumir Píratar hafi efasemdir um gildi sjókvíaeldis er hins vegar alveg á hreinu og hefur ítrekað komið fram að hreyfing Pírata vill virða vilja íbúa þeirra svæða þar sem fiskeldi er stundað. Píratar aðhyllast nefnilega valddreifingu, aukinn sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og beint lýðræði. Íbúar nærsamfélags eiga alltaf að hafa úrslitaorðið varðandi ákvarðanir sem hafa bein áhrif á líf þeirra. Íbúar á þeim svæðum, þar sem laxeldi hefur rutt sér til rúms, líta flestir jákvæðum augum á laxeldið og virðast hlynntir frekari uppbyggingu. Pírötum, sem og öðrum stjórnmálamönnum, ber að virða þennan vilja íbúa á umræddum svæðum. Rétt væri að halda sérstaka landshluta atkvæðagreiðslu um þetta málefni þar sem niðurstöður slíkrar atkvæðagreiðslu væru bindandi. Stjórnmálamenn eiga ávallt að virða lýðræðið og vilja íbúanna en ekki bara þegar það hentar þeim. Slíka atkvæðagreiðslu ætti að halda innan Vestfjarða strax í upphafi næsta kjörtímabils. Það er vægast sagt óþolandi þegar stjórnmálaflokkar snupra vilja almennings eins og gert var í stjórnarskrármálinu. Bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir munu aldrei leiða stjórnarskrármálið til lykta vegna þess að flokkarnir vilja ekki breytingar á núverandi stjórnarskrá andstætt meirihluta þjóðarinnar. En það er einmitt kjarni lýðræðisins að stjórnmálamenn þurfa að treysta og virða vilja almennings í hvívetna, ekki síst þegar þeir sjálfir hafa aðrar skoðanir. Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar 2021 er “Lýðræði ekkert kjaftæði”. Við treystum Íslendingum til að ákvarða framtíð sína sjálfir og ekki síst íbúum nærsamfélags um allt land. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús D. Norðdahl Skoðun: Kosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Fiskeldi Píratar Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Innan hreyfingar Pírata er fólki heimilt að hafa ólíkar skoðanir. Þannig eru sumir hlynntir sjókvíaeldi og aðrir ekki. Það er einkenni á heilbrigðum stjórnmálaflokki að þar rúmast ólík sjónarmið og skoðanir. Stjórnmálaflokkar sem stunda skoðanakúgun og hlýðni innan sinna raða eru í eðli sínu and-lýðræðislegir. Þó svo að sumir Píratar hafi efasemdir um gildi sjókvíaeldis er hins vegar alveg á hreinu og hefur ítrekað komið fram að hreyfing Pírata vill virða vilja íbúa þeirra svæða þar sem fiskeldi er stundað. Píratar aðhyllast nefnilega valddreifingu, aukinn sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og beint lýðræði. Íbúar nærsamfélags eiga alltaf að hafa úrslitaorðið varðandi ákvarðanir sem hafa bein áhrif á líf þeirra. Íbúar á þeim svæðum, þar sem laxeldi hefur rutt sér til rúms, líta flestir jákvæðum augum á laxeldið og virðast hlynntir frekari uppbyggingu. Pírötum, sem og öðrum stjórnmálamönnum, ber að virða þennan vilja íbúa á umræddum svæðum. Rétt væri að halda sérstaka landshluta atkvæðagreiðslu um þetta málefni þar sem niðurstöður slíkrar atkvæðagreiðslu væru bindandi. Stjórnmálamenn eiga ávallt að virða lýðræðið og vilja íbúanna en ekki bara þegar það hentar þeim. Slíka atkvæðagreiðslu ætti að halda innan Vestfjarða strax í upphafi næsta kjörtímabils. Það er vægast sagt óþolandi þegar stjórnmálaflokkar snupra vilja almennings eins og gert var í stjórnarskrármálinu. Bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir munu aldrei leiða stjórnarskrármálið til lykta vegna þess að flokkarnir vilja ekki breytingar á núverandi stjórnarskrá andstætt meirihluta þjóðarinnar. En það er einmitt kjarni lýðræðisins að stjórnmálamenn þurfa að treysta og virða vilja almennings í hvívetna, ekki síst þegar þeir sjálfir hafa aðrar skoðanir. Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar 2021 er “Lýðræði ekkert kjaftæði”. Við treystum Íslendingum til að ákvarða framtíð sína sjálfir og ekki síst íbúum nærsamfélags um allt land. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun