Ólympíuleikarnir og aðstaða frjálsíþróttafólks í Reykjavík Valgerður Sigurðardóttir skrifar 2. september 2021 12:02 Mikið er frábært að lífið sé smám saman að færast í eðlilegra horf eftir að heimsfaraldurinn skall á. Við erum að byrja að lifa með þessum vágesti og feta okkur í átt að lífinu líkt og það var fyrir heimsfaraldur. Það er því einstaklega gleðilegt að Ólympíuleikarnir sem áttu að fara fram síðasta sumar gátu farið fram núna í sumar og þvílík veisla sem hefur verið að fylgjast með því frábæra íþróttafólki sem þar keppti. Áfram heldur veislan þar sem Paralympics fara fram í Tókýó núna. Alls taka sex íslenskir keppendur þátt í leikunum og eru fimm þeirra að taka þátt í sínum fyrstu leikum á ferlinum. Það er gríðarlega gaman að fylgjast með okkar fólki þar. Gerum betur fyrir afreksfólk Ég dáist oft að okkur Íslendingum, við skörum framúr í svo mörgu. Hvort sem það er íþróttafólkið okkar, listamenn eða vísindamenn. Við einfaldlega skörum fram úr á flestum sviðum, hvaða önnur smáþjóð getur státað af því. Það er þó ekki sjálfgefið og þessum frjóa jarðvegi þarf að hlúa að. Það má gera svo miklu betur fyrir afreksfólkið okkar sem gjarnan fjármagnar sig með mikilli vinnu og sölu á ýmsum varningi til þess að standa undir kostnaði við æfingar og keppnisferðir. Mikil og réttmæt umræða hefur skapast í kringum ólympíuleikanna vegna keppnisfólksins okkar og hvernig þau fjármagna sig, þar verður að gera betur. Stóra málið er þó annað og mun alvarlegra, það er aðstöðuleysi. Verðum að bæta aðstöðuna í Reykjavík Því miður er það þannig að ekki hefur allt íþróttafólk í Reykjavík aðstöðu sem hentar til æfinga. Þar verður að gera betur strax, ljóst er að við höldum ekki áfram að eignast afreksfólk nema við höfum aðstöðu sem hentar til æfinga. Nefna má að frjálsíþróttafólk hefur ekki haft hlaupabraut utandyra til að keppa á í Reykjavík í þrjú ár, vegna skemmda á Laugardalsvelli. Vellinum deilir frjálsíþróttafólk síðan með fótboltahreyfingunni og verður að víkja þegar KSÍ þarf að nýta völlinn. Bent er á að frjálsíþróttafólk eigi keppnishöll og geti því æft innandyra allan ársins hring. Ef það væri nú bara svo gott. Keppnishöllin er líka sýningarhöll og er mjög vinsæl sem slík. Þannig verður frjálsíþróttafólk að víkja úr höllinni þegar hún er bókuð. Ef skoðaðar eru bókanir fram á næsta ár þá má sjá að mikið er bókað og því getur frjálsíþróttafólk takmarkað æft þar. Það er mikilvægt að frjálsíþróttafólk fái góða aðstöðu þar sem hægt er að treysta því að hægt sé að æfa alla daga vikunnar án þess að þurfa að víkja. Aðstöðu sem hægt er að nýta til mótahalda jafnt Íslenskra sem og erlendra móta. Við verðum að gera betur fyrir frjálsíþróttafólk í Reykjavík setja metnað í uppbyggingu og tryggja það að frjálsar íþróttir muni lifa. Ef ekkert verður gert og frjálsíþróttafólk verður ekki sett í fyrsta sætið þegar kemur að æfingaaðstöðu þá munum við ekki eiga frjálsíþróttafólk mikið lengur hér í Reykjavík. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Reykjavík Frjálsar íþróttir Laugardalsvöllur Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið er frábært að lífið sé smám saman að færast í eðlilegra horf eftir að heimsfaraldurinn skall á. Við erum að byrja að lifa með þessum vágesti og feta okkur í átt að lífinu líkt og það var fyrir heimsfaraldur. Það er því einstaklega gleðilegt að Ólympíuleikarnir sem áttu að fara fram síðasta sumar gátu farið fram núna í sumar og þvílík veisla sem hefur verið að fylgjast með því frábæra íþróttafólki sem þar keppti. Áfram heldur veislan þar sem Paralympics fara fram í Tókýó núna. Alls taka sex íslenskir keppendur þátt í leikunum og eru fimm þeirra að taka þátt í sínum fyrstu leikum á ferlinum. Það er gríðarlega gaman að fylgjast með okkar fólki þar. Gerum betur fyrir afreksfólk Ég dáist oft að okkur Íslendingum, við skörum framúr í svo mörgu. Hvort sem það er íþróttafólkið okkar, listamenn eða vísindamenn. Við einfaldlega skörum fram úr á flestum sviðum, hvaða önnur smáþjóð getur státað af því. Það er þó ekki sjálfgefið og þessum frjóa jarðvegi þarf að hlúa að. Það má gera svo miklu betur fyrir afreksfólkið okkar sem gjarnan fjármagnar sig með mikilli vinnu og sölu á ýmsum varningi til þess að standa undir kostnaði við æfingar og keppnisferðir. Mikil og réttmæt umræða hefur skapast í kringum ólympíuleikanna vegna keppnisfólksins okkar og hvernig þau fjármagna sig, þar verður að gera betur. Stóra málið er þó annað og mun alvarlegra, það er aðstöðuleysi. Verðum að bæta aðstöðuna í Reykjavík Því miður er það þannig að ekki hefur allt íþróttafólk í Reykjavík aðstöðu sem hentar til æfinga. Þar verður að gera betur strax, ljóst er að við höldum ekki áfram að eignast afreksfólk nema við höfum aðstöðu sem hentar til æfinga. Nefna má að frjálsíþróttafólk hefur ekki haft hlaupabraut utandyra til að keppa á í Reykjavík í þrjú ár, vegna skemmda á Laugardalsvelli. Vellinum deilir frjálsíþróttafólk síðan með fótboltahreyfingunni og verður að víkja þegar KSÍ þarf að nýta völlinn. Bent er á að frjálsíþróttafólk eigi keppnishöll og geti því æft innandyra allan ársins hring. Ef það væri nú bara svo gott. Keppnishöllin er líka sýningarhöll og er mjög vinsæl sem slík. Þannig verður frjálsíþróttafólk að víkja úr höllinni þegar hún er bókuð. Ef skoðaðar eru bókanir fram á næsta ár þá má sjá að mikið er bókað og því getur frjálsíþróttafólk takmarkað æft þar. Það er mikilvægt að frjálsíþróttafólk fái góða aðstöðu þar sem hægt er að treysta því að hægt sé að æfa alla daga vikunnar án þess að þurfa að víkja. Aðstöðu sem hægt er að nýta til mótahalda jafnt Íslenskra sem og erlendra móta. Við verðum að gera betur fyrir frjálsíþróttafólk í Reykjavík setja metnað í uppbyggingu og tryggja það að frjálsar íþróttir muni lifa. Ef ekkert verður gert og frjálsíþróttafólk verður ekki sett í fyrsta sætið þegar kemur að æfingaaðstöðu þá munum við ekki eiga frjálsíþróttafólk mikið lengur hér í Reykjavík. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar