Ísland hefur getu, kunnáttu og tækifæri til að dafna með þátttöku geimhagkerfinu Jan Wörner skrifar 3. september 2021 14:00 Alþjóða geimstöðin er á sporbaug rúmlega 400 km frá yfirborði jarðar og þýtur áfram á næstum 30 þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Stöðin ber ekki aðeins vitni um hugvit mannkyns heldur sýnir hún okkur hvernig samstarf getur leitt af sér næstum ómælanleg verðmæti. Fimm stórar geimvísindastofnanir vinna saman að Alþjóða geimstöðinni auk þess sem fjöldi annarra þjóða hefur lagt hönd á plóg. Þannig eiga Bandaríkin, Kanada, Rússland, Japan og að sjálfsögðu Evrópa mikilvæga og nána samvinnu, á sporbraut um jörðu. Þegar maður horfir til jarðarinnar frá geimnum áttar maður sig á hve mörg lönd hafa lagst á árarnar og stutt framgöngu geimvísindanna. Ísland er auðvitað engin undantekning og gegndi meðal annars lykilhlutverki í þjálfun 32 geimfara úr Apollo tunglferðaáætluninni. Raunar er það svo að enginn hefur farið til tunglsins án þess að koma við á Íslandi. Geimfaraminnismerkið í Húsavík sem ég heimsótti í síðustu Íslandsferð minni ber vitni um ómetanlegt framlag landsins til geimrannsókna. Framlag Íslands er enn nokkuð og raunar má segja að þátttaka landsins í geimvísindum og tækni sé rétt að hefjast. Smærri ríki búa við stórkostleg tækifæri í geimvísindum þar sem kostnaður við framleiðslu og skot gervitungla á sporbaug hefur lækkað umtalsvert á undanförnum árum. Virði geimiðnaðarins á heimsvísu gæti innan fárra ára farið yfir einnar Trilljón dollara markið, en geimtækniteymi fjárfestingabankans Morgan Stanley metur virði geimiðnaðarins á 350 milljarða Bandaríkjadala nú. Geimvísindin hafa að auki haft í för með sér stórkostlegar framfarir á öllu okkar daglega lífi. Alls konar vísindi hafa tekið stökkbreytingum í tenglum við geimrannsóknir og notkun gervitungla. Það má nefna veðurspá, fjármálaviðskipti, fjölmiðlum og fjarskipti svo við gleymum ekki GPS. Gervitungl gera okkur nú þegar kleift að spá fyrir um veðrið, knýja heimili okkar og fyrirtæki, gervihnettir aðstoða við örygg bankaviðskipti, leyfa okkur horfa á sjónvarp og ferðast um heiminn á landi, sjó og lofti. Geimvísindin eru ekki síður í mikilvægu hlutverki gagnvart þeirri stórkostlegu umhverfisvá sem við glímum við, loftslagsbreytingum og fækkun dýrategunda. Gervihnettir eru notaðir til að fylgjast með losun gróðurhúsalofttegunda í rauntíma og brátt munum við geta gert svo miklu meira. Geimvísindin eru nú þegar orðin hluti af nauðsynlegum innviðum í daglegu lífi alls mannkyns. Bylting varð í síðasta mánuði, þegar Kínverjar greindu frá tímamótaáfanga í verkefni sem gengur út á að virkja sólarorku á sporbraut og geisla henni síðan til jarðar. Breska geimferðarstofnunin hefur áætlað að þessi aðferð geti tryggt Bretum nægt framboð af grænni orku, svo snemma sem árið 2039. Ísland hefur getu, kunnáttu og tækifæri til að dafna með virkri þátttöku í hinu alþjóðlega geimhagkerfi og að taka þátt í að leiða heiminn áfram í sjálfbærri og ábyrgri nýtingu geimsins og sjálfbærni jarðar með traustum geiminnviðum. Í fyrsta lagi er landfræðileg lega Íslands er mjög heppileg til geimskota. Nefna má nálægð við norðurskautið sem skiptir máli um sporbrautir gervitungla, auk þess sem löng strandlengja og strjálbýli fela í sér mikilvæg tækifæri sem ekki er að finna víða annars staðar. Í öðru lagi felur efnahagsþróun á Íslandi í sér mjög mikilvæga kosti sem geta skipt verulegu máli í hinu alþjóðlega geimhagkerfi. Nefna má hátt hlutfall endurnýjanlegrar orku hér á landi sem og leiðandi verkefni eins og að vinna koldíoxíð úr andrúmslofti og breyta því í fast efni. Þetta eru dæmi um nálganir og nýjugar sem geta leitt til framfara í geimrannsóknum. Enn fremur hefur vaxandi geta Íslands til að nýta gervigreind, gögn og forritun í för með sér óþrjótandi möguleika. Loks má nefna að Ísland er í fremstu röð í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Ísland er dæmi um ríki sem er bæði sýnilegra og hefur umtalsvert meiri vigt í alþjóðamálum en ætla mætti af stærð og mannfjölda einum saman. Það blasir við að Ísland getur tekið að sér mikilvægt hlutverk og tekið þátt í að draga vagninn í þessum efnum á alþjóðavettvangi. Það kemur þess vegna ekkert á óvart að Evrópuríki hafi komið auga á þau tækifæri sem blasa við Íslandi þegar kemur að geimferðum. Í þessu sambandi má nefna mikilvæga samstarfsyfirlýsingu Bresku geimferðastofnunarinnar og íslenskra stjórnvalda frá því fyrr í sumar. Sú mikilvæga yfirlýsing, sem snýr samvinnu í menntun, rannsóknum og nýsköpun í geimvísindum, mun hafa mjög jákvæð áhrif á öll viðfangsefni sem tengjast geimrannsóknum og geimferðum beggja vegna Atlantshafsins. Tækifærið fyrir Ísland í geimnum er verulegt og mun hafa í för með sér drifkraft sem felur í sér ný og spennandi sérfræðistörf, mikilvæga erlenda fjárfestingu og jafnvel spennandi viðbót við íslenskan ferðamannaiðnað. Meðan ég stýrði Geimvísindastofnun Evrópu kom ég auga á tækifæri Íslands í þessum efnum og vona raunar enn að geimvísindardaumar Íslands muni rætast og að Íslendingar verði þátttakendur í nýju tímabili geimrannsóknar. Ísland verði þátttakendur í sjálfbærri og ábyrgri nýtingu geimsins almenningi öllum til gagns. Höfundur er fyrrverandi forstjóri Geimvísindastofnunar Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geimurinn Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóða geimstöðin er á sporbaug rúmlega 400 km frá yfirborði jarðar og þýtur áfram á næstum 30 þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Stöðin ber ekki aðeins vitni um hugvit mannkyns heldur sýnir hún okkur hvernig samstarf getur leitt af sér næstum ómælanleg verðmæti. Fimm stórar geimvísindastofnanir vinna saman að Alþjóða geimstöðinni auk þess sem fjöldi annarra þjóða hefur lagt hönd á plóg. Þannig eiga Bandaríkin, Kanada, Rússland, Japan og að sjálfsögðu Evrópa mikilvæga og nána samvinnu, á sporbraut um jörðu. Þegar maður horfir til jarðarinnar frá geimnum áttar maður sig á hve mörg lönd hafa lagst á árarnar og stutt framgöngu geimvísindanna. Ísland er auðvitað engin undantekning og gegndi meðal annars lykilhlutverki í þjálfun 32 geimfara úr Apollo tunglferðaáætluninni. Raunar er það svo að enginn hefur farið til tunglsins án þess að koma við á Íslandi. Geimfaraminnismerkið í Húsavík sem ég heimsótti í síðustu Íslandsferð minni ber vitni um ómetanlegt framlag landsins til geimrannsókna. Framlag Íslands er enn nokkuð og raunar má segja að þátttaka landsins í geimvísindum og tækni sé rétt að hefjast. Smærri ríki búa við stórkostleg tækifæri í geimvísindum þar sem kostnaður við framleiðslu og skot gervitungla á sporbaug hefur lækkað umtalsvert á undanförnum árum. Virði geimiðnaðarins á heimsvísu gæti innan fárra ára farið yfir einnar Trilljón dollara markið, en geimtækniteymi fjárfestingabankans Morgan Stanley metur virði geimiðnaðarins á 350 milljarða Bandaríkjadala nú. Geimvísindin hafa að auki haft í för með sér stórkostlegar framfarir á öllu okkar daglega lífi. Alls konar vísindi hafa tekið stökkbreytingum í tenglum við geimrannsóknir og notkun gervitungla. Það má nefna veðurspá, fjármálaviðskipti, fjölmiðlum og fjarskipti svo við gleymum ekki GPS. Gervitungl gera okkur nú þegar kleift að spá fyrir um veðrið, knýja heimili okkar og fyrirtæki, gervihnettir aðstoða við örygg bankaviðskipti, leyfa okkur horfa á sjónvarp og ferðast um heiminn á landi, sjó og lofti. Geimvísindin eru ekki síður í mikilvægu hlutverki gagnvart þeirri stórkostlegu umhverfisvá sem við glímum við, loftslagsbreytingum og fækkun dýrategunda. Gervihnettir eru notaðir til að fylgjast með losun gróðurhúsalofttegunda í rauntíma og brátt munum við geta gert svo miklu meira. Geimvísindin eru nú þegar orðin hluti af nauðsynlegum innviðum í daglegu lífi alls mannkyns. Bylting varð í síðasta mánuði, þegar Kínverjar greindu frá tímamótaáfanga í verkefni sem gengur út á að virkja sólarorku á sporbraut og geisla henni síðan til jarðar. Breska geimferðarstofnunin hefur áætlað að þessi aðferð geti tryggt Bretum nægt framboð af grænni orku, svo snemma sem árið 2039. Ísland hefur getu, kunnáttu og tækifæri til að dafna með virkri þátttöku í hinu alþjóðlega geimhagkerfi og að taka þátt í að leiða heiminn áfram í sjálfbærri og ábyrgri nýtingu geimsins og sjálfbærni jarðar með traustum geiminnviðum. Í fyrsta lagi er landfræðileg lega Íslands er mjög heppileg til geimskota. Nefna má nálægð við norðurskautið sem skiptir máli um sporbrautir gervitungla, auk þess sem löng strandlengja og strjálbýli fela í sér mikilvæg tækifæri sem ekki er að finna víða annars staðar. Í öðru lagi felur efnahagsþróun á Íslandi í sér mjög mikilvæga kosti sem geta skipt verulegu máli í hinu alþjóðlega geimhagkerfi. Nefna má hátt hlutfall endurnýjanlegrar orku hér á landi sem og leiðandi verkefni eins og að vinna koldíoxíð úr andrúmslofti og breyta því í fast efni. Þetta eru dæmi um nálganir og nýjugar sem geta leitt til framfara í geimrannsóknum. Enn fremur hefur vaxandi geta Íslands til að nýta gervigreind, gögn og forritun í för með sér óþrjótandi möguleika. Loks má nefna að Ísland er í fremstu röð í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Ísland er dæmi um ríki sem er bæði sýnilegra og hefur umtalsvert meiri vigt í alþjóðamálum en ætla mætti af stærð og mannfjölda einum saman. Það blasir við að Ísland getur tekið að sér mikilvægt hlutverk og tekið þátt í að draga vagninn í þessum efnum á alþjóðavettvangi. Það kemur þess vegna ekkert á óvart að Evrópuríki hafi komið auga á þau tækifæri sem blasa við Íslandi þegar kemur að geimferðum. Í þessu sambandi má nefna mikilvæga samstarfsyfirlýsingu Bresku geimferðastofnunarinnar og íslenskra stjórnvalda frá því fyrr í sumar. Sú mikilvæga yfirlýsing, sem snýr samvinnu í menntun, rannsóknum og nýsköpun í geimvísindum, mun hafa mjög jákvæð áhrif á öll viðfangsefni sem tengjast geimrannsóknum og geimferðum beggja vegna Atlantshafsins. Tækifærið fyrir Ísland í geimnum er verulegt og mun hafa í för með sér drifkraft sem felur í sér ný og spennandi sérfræðistörf, mikilvæga erlenda fjárfestingu og jafnvel spennandi viðbót við íslenskan ferðamannaiðnað. Meðan ég stýrði Geimvísindastofnun Evrópu kom ég auga á tækifæri Íslands í þessum efnum og vona raunar enn að geimvísindardaumar Íslands muni rætast og að Íslendingar verði þátttakendur í nýju tímabili geimrannsóknar. Ísland verði þátttakendur í sjálfbærri og ábyrgri nýtingu geimsins almenningi öllum til gagns. Höfundur er fyrrverandi forstjóri Geimvísindastofnunar Evrópu.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun