Lögreglunni barst svo hjálparbeiðni frá honum þar sem hann var kominn inn á þröngan og stórgrýttan vegarslóða á Vogarstapa.
Í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum segir að maðurinn hafi verið á bílaleigubíl af gerðinni Toyotu Yaris og þegar lögregluþjóna bar að garði hafi bílinn verið „búinn á því“, auk þess sem eitt dekk hafi verið sprungið.
Lögregluþjónar aðstoðuðu manninn og gerðu bílaleigunni sem á bílinn viðvart.
Þá segir lögreglan frá því að koma hafi þurft konu til aðstoðar sem hafði snúið sig á fæti við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Hún hafi ekki verið göngufær og hafi verið hjálpað aftur niður á bílastæði.
Einnig segir lögreglan að töluvert hafi verið um umferðaróhöpp í umdæminu á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Meðal annars hafi orðið bílvelta á Reykjanesbraut þar sem ökumaður var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Þá hafi bíl verið ekið gegn rauðu ljósi í Keflavík svo hann lenti í hlið annars bíls. Engan sakaði í því slysi.