Kristján Guðmundsson: Það er ekkert gefið að lið sem er einum fleiri vinni leiki Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. september 2021 14:40 Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hefði viljað taka stigin þrjú í dag. VÍSIR/DANÍEL Stjörnustúlkur fengu Breiðablik í heimsókn á Samsungvöllinn í hádegisleik í Pepsi-Max deild kvenna í dag. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli en Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hefði viljað vinna leikinn í dag og þar með báða leiki tímabilsins gegn Breiðablik. „Það hefði verið óskastaðan að vinna þennan leik og hafa unnið tvöfalt á móti þeim. Þá hefðu sagnfræðingar þurft að fara í sögubækurnar og leita hvenær það gerðist síðast. Það tókst ekki. Við upplifðum leikinn þannig að við erum með hann og eigum að vinna hann en ýtum því einhvernvegin frá okkur. Of aum mörk sem við fáum á okkur og gefum svo aðeins eftir í föstum leikatriðum sóknar að við erum alltaf að láta varnarmanninn vera á undan,“ sagði Kristján. Selma Sól, leikmaður Breiðabliks, fékk að líta beint rautt spjald rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og Stjörnuliðið því einni fleiri allan síðari hálfleik. Þrátt fyrir það skapaði liðið sér ekki nægilega mörg færi að mati Kristjáns. „Bæði þegar það voru jafn margir inná vellinum og eftir að við urðum einni fleiri þá finnst mér við vera ofan á. Það var svo einfalt hvernig við fáum á okkur mörkin en svo gætu þeir verið að þeir segi það líka hinum megin. Það er ekkert gefið að lið sem er einum fleiri vinni leiki, það er alls ekki þannig. Við sköpuðum alls ekki nógu mörg færi í seinni hálfleik en nóg til þess að jafna leikinn eftir að hafa verið steinsofandi þarna í byrjun,“ sagði Kristján. Stjarnan fékk víti á 61.mínútu þegar skot frá Hildigunni Ýr endaði í hönd Karítasar sem stoppaði þar með mark. Karítas fékk gult spjald fyrir en umdeilt er hvort að fyrir slíkt brot eigi að gefa gult eða rautt spjald. „Ég þarf að fá það alveg á hreinu hvort þetta eigi að vera gult eða rautt en dómaranefndin bara lætur dómarann vita hvort hann gerði rétt eða rangt. Er ekki alltaf verið að breyta þessu?“ sagði Kristján en undirritaður skaut þá inn að Reece James leikmaður Chelsea er ný búinn að fá rautt fyrir svipað atvik. „Þá er þetta rautt,“ bætti Kristján við og glotti. Stjörnunni hefur gengið betur í ár en undanfarin ár. Margar ungar stelpur hafa fengið stærra hlutverk og framhaldið er bjart að mati Kristjáns sem vill þó styrkja núverandi kjarna á næsta ári. „Ég sé framhaldið bara svipað og það er núna. Það er uppsveifla frá seinustu tveimur tímabilum og við erum að safna fleiri stigum en í fyrra og hitteðfyrra, jafnari spilamennska og fleiri leikmenn að spila stöðugt í liðinu. Þjálfarinn er ekki alltaf að gera breytingar og hefur spilað meira á sama liðinu. En samt, leikmenn hafa fengið tækifæri og það sem ég sé í framhaldinu er að halda sama kjarna en styrkja okkur til þess að enda hærra á næsta ári,“ sagði Kristján að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Breiðablik 3-3 | Sex mörk og eitt rautt spjald í fjörugum leik Stjarnan tóká móti Breiðabliki í Pepsi Max deild kvenna í dag. Lokatölur 3-3 í fjörugum leik sem bauð upp á sex mörk, rautt spjald og víti. 5. september 2021 13:52 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Sjá meira
„Það hefði verið óskastaðan að vinna þennan leik og hafa unnið tvöfalt á móti þeim. Þá hefðu sagnfræðingar þurft að fara í sögubækurnar og leita hvenær það gerðist síðast. Það tókst ekki. Við upplifðum leikinn þannig að við erum með hann og eigum að vinna hann en ýtum því einhvernvegin frá okkur. Of aum mörk sem við fáum á okkur og gefum svo aðeins eftir í föstum leikatriðum sóknar að við erum alltaf að láta varnarmanninn vera á undan,“ sagði Kristján. Selma Sól, leikmaður Breiðabliks, fékk að líta beint rautt spjald rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og Stjörnuliðið því einni fleiri allan síðari hálfleik. Þrátt fyrir það skapaði liðið sér ekki nægilega mörg færi að mati Kristjáns. „Bæði þegar það voru jafn margir inná vellinum og eftir að við urðum einni fleiri þá finnst mér við vera ofan á. Það var svo einfalt hvernig við fáum á okkur mörkin en svo gætu þeir verið að þeir segi það líka hinum megin. Það er ekkert gefið að lið sem er einum fleiri vinni leiki, það er alls ekki þannig. Við sköpuðum alls ekki nógu mörg færi í seinni hálfleik en nóg til þess að jafna leikinn eftir að hafa verið steinsofandi þarna í byrjun,“ sagði Kristján. Stjarnan fékk víti á 61.mínútu þegar skot frá Hildigunni Ýr endaði í hönd Karítasar sem stoppaði þar með mark. Karítas fékk gult spjald fyrir en umdeilt er hvort að fyrir slíkt brot eigi að gefa gult eða rautt spjald. „Ég þarf að fá það alveg á hreinu hvort þetta eigi að vera gult eða rautt en dómaranefndin bara lætur dómarann vita hvort hann gerði rétt eða rangt. Er ekki alltaf verið að breyta þessu?“ sagði Kristján en undirritaður skaut þá inn að Reece James leikmaður Chelsea er ný búinn að fá rautt fyrir svipað atvik. „Þá er þetta rautt,“ bætti Kristján við og glotti. Stjörnunni hefur gengið betur í ár en undanfarin ár. Margar ungar stelpur hafa fengið stærra hlutverk og framhaldið er bjart að mati Kristjáns sem vill þó styrkja núverandi kjarna á næsta ári. „Ég sé framhaldið bara svipað og það er núna. Það er uppsveifla frá seinustu tveimur tímabilum og við erum að safna fleiri stigum en í fyrra og hitteðfyrra, jafnari spilamennska og fleiri leikmenn að spila stöðugt í liðinu. Þjálfarinn er ekki alltaf að gera breytingar og hefur spilað meira á sama liðinu. En samt, leikmenn hafa fengið tækifæri og það sem ég sé í framhaldinu er að halda sama kjarna en styrkja okkur til þess að enda hærra á næsta ári,“ sagði Kristján að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Breiðablik 3-3 | Sex mörk og eitt rautt spjald í fjörugum leik Stjarnan tóká móti Breiðabliki í Pepsi Max deild kvenna í dag. Lokatölur 3-3 í fjörugum leik sem bauð upp á sex mörk, rautt spjald og víti. 5. september 2021 13:52 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Breiðablik 3-3 | Sex mörk og eitt rautt spjald í fjörugum leik Stjarnan tóká móti Breiðabliki í Pepsi Max deild kvenna í dag. Lokatölur 3-3 í fjörugum leik sem bauð upp á sex mörk, rautt spjald og víti. 5. september 2021 13:52