Boðar áframhald aðgerða á landamærunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. september 2021 08:36 Bág staða Landspítalans og staða kórónuveirufaraldursins erlendis gerir það að verkum að aðgerðir á landamærunum verða áfram mikilvægar til að vernda landsmenn fyrir alvarlegum veikindum. Vísir/Vilhelm Takmarkanir á landamærunum eru forsenda þess að hægt sé að slaka á innanlands. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um stöðu kórónuveirufaraldursins. Hann segir yfirstandandi bylgju á hægri niðurleið. Rætt var við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist meðal annars þakka góðan árangur útbreiddum bólusetningum og iðni landsmanna við að viðhafa persónulegar sóttvarnir. Hann sagði aðgerðir á landamærunum einnig skipta sköpum en þar hefðu verið að greinast um 60 tilvik á viku, þar af væru um 20 bólusettir og hefðu tengsl innanlands. Sóttvarnalæknir sagði reynsluna hafa sýnt að tilskakanir á landamærunum væru ekki vænlegar til árangurs og benti á hvernig sprenging hefði orðið í smitum mánaðamótin júní/júlí, þegar meðal annars var hætt að skima þá sem gátu framvísað vottorði. „Þá fór þetta á fljúgandi ferð,“ segir Þórólfur. Mikilvægt sé að læra af þeirri reynslu. Spurður að því hvort við værum þá að horfa fram á áframhaldandi aðgerðir á landamærunum benti Þórólfur á að hann hefði alltaf sagt að á meðan faraldurinn væri á siglingu erlendis, yrði að horfa til þess. Þrátt fyrir að bólusetning veitti ákveðna vernd væru bólusettir enn að smitast og smita. Hann vék aftur að því sem gerðist mánaðamótin júní/júlí og benti á að Landspítalinn hefði nánast farið á neyðarstig. Pólitískur þrýstingur og ný afbrigði Þórólfur sagði getu heilbrigðiskerfisins til að takast á við veikindi ráða nokkru um aðgerðir og það hefði margoft komið fram að spítalakerfið væri ekki nógu vel í stakk búið, ekki síst hvað varðaði gjörgæsluna. Þá væri ekki eingöngu hægt að einblína á veikindi fremur en smit, þar sem alvarleg veikindi og sjúkrahúsinnlagnir kæmu ekki fram fyrr en tveimur vikum eftir smit. Horfa þyrfti á heildarmyndina. Í þættinum var nokkuð rætt um stöðu mála annars staðar, til að mynda í Danmörku og Noregi, þar sem menn hafa ákveðið að ráðast í verulegar eða algjörar afléttingar. Þórólfur sagði þetta athyglisvert, ekki síst hvað varðaði Noreg, þar sem innlögnum hefði fjölgað. Líklegast væri um pólitískan þrýsting að ræða. Sóttvarnalæknir sagði ljóst að þrátt fyrir gott gengi í bólusetningum værum við ekki búin að ná hjarðónæmi. Bólusettir væru að smitast. Spurður um áhyggjur af nýjum afbrigðum sagðist hann fylgjast með. Ýmis afbrigði hefðu náð í umræðuna sem hefðu ekki náð sér á strik en það myndi ekki koma honum á óvart ef að nýtt afbrigði næði útbreiðslu. Því væri þeim mun mikilvægara að hafa góð tök á landamærunum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Sjá meira
Rætt var við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist meðal annars þakka góðan árangur útbreiddum bólusetningum og iðni landsmanna við að viðhafa persónulegar sóttvarnir. Hann sagði aðgerðir á landamærunum einnig skipta sköpum en þar hefðu verið að greinast um 60 tilvik á viku, þar af væru um 20 bólusettir og hefðu tengsl innanlands. Sóttvarnalæknir sagði reynsluna hafa sýnt að tilskakanir á landamærunum væru ekki vænlegar til árangurs og benti á hvernig sprenging hefði orðið í smitum mánaðamótin júní/júlí, þegar meðal annars var hætt að skima þá sem gátu framvísað vottorði. „Þá fór þetta á fljúgandi ferð,“ segir Þórólfur. Mikilvægt sé að læra af þeirri reynslu. Spurður að því hvort við værum þá að horfa fram á áframhaldandi aðgerðir á landamærunum benti Þórólfur á að hann hefði alltaf sagt að á meðan faraldurinn væri á siglingu erlendis, yrði að horfa til þess. Þrátt fyrir að bólusetning veitti ákveðna vernd væru bólusettir enn að smitast og smita. Hann vék aftur að því sem gerðist mánaðamótin júní/júlí og benti á að Landspítalinn hefði nánast farið á neyðarstig. Pólitískur þrýstingur og ný afbrigði Þórólfur sagði getu heilbrigðiskerfisins til að takast á við veikindi ráða nokkru um aðgerðir og það hefði margoft komið fram að spítalakerfið væri ekki nógu vel í stakk búið, ekki síst hvað varðaði gjörgæsluna. Þá væri ekki eingöngu hægt að einblína á veikindi fremur en smit, þar sem alvarleg veikindi og sjúkrahúsinnlagnir kæmu ekki fram fyrr en tveimur vikum eftir smit. Horfa þyrfti á heildarmyndina. Í þættinum var nokkuð rætt um stöðu mála annars staðar, til að mynda í Danmörku og Noregi, þar sem menn hafa ákveðið að ráðast í verulegar eða algjörar afléttingar. Þórólfur sagði þetta athyglisvert, ekki síst hvað varðaði Noreg, þar sem innlögnum hefði fjölgað. Líklegast væri um pólitískan þrýsting að ræða. Sóttvarnalæknir sagði ljóst að þrátt fyrir gott gengi í bólusetningum værum við ekki búin að ná hjarðónæmi. Bólusettir væru að smitast. Spurður um áhyggjur af nýjum afbrigðum sagðist hann fylgjast með. Ýmis afbrigði hefðu náð í umræðuna sem hefðu ekki náð sér á strik en það myndi ekki koma honum á óvart ef að nýtt afbrigði næði útbreiðslu. Því væri þeim mun mikilvægara að hafa góð tök á landamærunum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Sjá meira