Svívirðileg spilling og arðrán Árni Múli Jónasson skrifar 7. september 2021 10:01 Ein svívirðilegasta tegund spillingar og arðráns í heiminum snýst um milljónir og milljarða og aftur milljarða sem fyrirtæki í ríkum löndum og alþjóðleg fyrirtæki greiða spilltum stjórnmála- og embættismönnum fyrir aðgang að auðlindum af ýmsu tagi. Aðgangur að olíu, málmum og gimsteinum er líklega sá hluti spillingarhagkerfisins þar sem fjárhæðirnar eru hæstar. Spillt fyrirtæki múta til að fá leyfi til að nýta auðlindir þjóða en borga lítið fyrir það og enn minna í skatta. Fyrirtæki múta til að fá aðgang að skógum lands og höggva þá niður þar til eftir stendur eyðimörk. Fyrirtæki múta valdhöfum til að fá að nýta fiskimið, jafnvel langt umfram afkastagetu fiskistofna og borga ríkissjóði lítið. Fyrirtæki og einstaklingar borga meira en eitt þúsund milljarða bandaríkjadala í mútur á hverju ári, að mati Alþjóðabankans. En skaðinn sem spillingin veldur er miklu meiri. Áætlað er að á bilinu tuttugu til fjörutíu milljarðar bandaríkjadala af þróunaraðstoð hverfi í hít spillingarinnar á hverju ári. Spilling bitnar ávallt mest á þeim sem minnst fá og lítið eiga og eru valdlausastir. Það er því ekki að ástæðulausu að í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, framkvæmdaáætlunar í þágu mannkynsins, jarðarinnar, hagsældar, réttlætis og útrýmingar fátæktar, er lögð sérstök áhersla á að „dregið verði verulega úr hvers kyns spillingu og mútum.“ Spillingin virðir engin landamæri. Þess vegna hafa verið gerðir fjölþjóðlegir samningar um skyldur ríkja til að vinna gegn spillingu og hafa virkt eftirlit með því að fólk og fyrirtæki beiti ekki spilltum aðferðum og ekki bara í eigin landi, heldur líka í öðrum löndum. Ísland hefur undirgengist þannig samninga og skyldur meðal annars á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins og með aðild að samningi Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum. Það er mikið áhyggjuefni að OECD og Evrópuráðið skuli nýlega hafa fundið sig knúin til að gagnrýna íslensk stjórnvöld harðlega fyrir áhuga- og framtaksleysi við að gera nauðsynlegar ráðstafnir til að vinna gegn spillingu. Sósíalistarflokkurinn leggur mjög mikla áherslu á að Íslendingar geri allt sem í þeirrra valdi stendur til að vinna gegn spillingu og uppræta hana hér á landi og hvarvetna í heiminum. Flokkurinn hefur sett sér sérstaka stefnu í þeim mikilvæga málaflokki, „Ráðumst að rótum spillingar“. Í stefnu flokksins segir m.a. að hann ætli að „stuðla að því að sett verði ströng alþjóðleg viðurlög við því að einstaklingar eða fyrirtæki misnoti auðlindir annarra þjóða“. Þar segir einnig: „Íslensk stjórnvöld í samvinnu við önnur ríki þurfa að taka umhverfis- og loftslagsmálin mun fastari tökum á alþjóðavettvangi, en einnig misnotkun kapítalismans á fátækari samfélögum og fólki. Það er óboðlegt að stórfyrirtæki, einnig íslensk, arðræni aðrar þjóðir af auðlindum sínum, sigli undir hentifánum og skilji eftir sig sviðna jörð. Til þess að sporna við slíku alþjóðlegu ofbeldi er þörf á því að víkka út svið Alþjóðaglæpadómstólsins eða stofna nýjan dómstól sem tekur á mútum, auðlindaráni og umhverfisglæpum.“ Ef þér finnst mikilvægt að Ísland taki mjög alvarlega skuldbindingar sínar til að verja bláfátækt fólk í bláfátækum löndum gegn svívirðilegri spillingu og arðráni getur þú með mjög einföldum en áhrifaríkum hætti lagt þitt að mörkum til að svo verði: Greiddu Sósíalistaflokknum atkvæði þitt í alþingiskosningunum 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Múli Jónasson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Ein svívirðilegasta tegund spillingar og arðráns í heiminum snýst um milljónir og milljarða og aftur milljarða sem fyrirtæki í ríkum löndum og alþjóðleg fyrirtæki greiða spilltum stjórnmála- og embættismönnum fyrir aðgang að auðlindum af ýmsu tagi. Aðgangur að olíu, málmum og gimsteinum er líklega sá hluti spillingarhagkerfisins þar sem fjárhæðirnar eru hæstar. Spillt fyrirtæki múta til að fá leyfi til að nýta auðlindir þjóða en borga lítið fyrir það og enn minna í skatta. Fyrirtæki múta til að fá aðgang að skógum lands og höggva þá niður þar til eftir stendur eyðimörk. Fyrirtæki múta valdhöfum til að fá að nýta fiskimið, jafnvel langt umfram afkastagetu fiskistofna og borga ríkissjóði lítið. Fyrirtæki og einstaklingar borga meira en eitt þúsund milljarða bandaríkjadala í mútur á hverju ári, að mati Alþjóðabankans. En skaðinn sem spillingin veldur er miklu meiri. Áætlað er að á bilinu tuttugu til fjörutíu milljarðar bandaríkjadala af þróunaraðstoð hverfi í hít spillingarinnar á hverju ári. Spilling bitnar ávallt mest á þeim sem minnst fá og lítið eiga og eru valdlausastir. Það er því ekki að ástæðulausu að í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, framkvæmdaáætlunar í þágu mannkynsins, jarðarinnar, hagsældar, réttlætis og útrýmingar fátæktar, er lögð sérstök áhersla á að „dregið verði verulega úr hvers kyns spillingu og mútum.“ Spillingin virðir engin landamæri. Þess vegna hafa verið gerðir fjölþjóðlegir samningar um skyldur ríkja til að vinna gegn spillingu og hafa virkt eftirlit með því að fólk og fyrirtæki beiti ekki spilltum aðferðum og ekki bara í eigin landi, heldur líka í öðrum löndum. Ísland hefur undirgengist þannig samninga og skyldur meðal annars á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins og með aðild að samningi Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum. Það er mikið áhyggjuefni að OECD og Evrópuráðið skuli nýlega hafa fundið sig knúin til að gagnrýna íslensk stjórnvöld harðlega fyrir áhuga- og framtaksleysi við að gera nauðsynlegar ráðstafnir til að vinna gegn spillingu. Sósíalistarflokkurinn leggur mjög mikla áherslu á að Íslendingar geri allt sem í þeirrra valdi stendur til að vinna gegn spillingu og uppræta hana hér á landi og hvarvetna í heiminum. Flokkurinn hefur sett sér sérstaka stefnu í þeim mikilvæga málaflokki, „Ráðumst að rótum spillingar“. Í stefnu flokksins segir m.a. að hann ætli að „stuðla að því að sett verði ströng alþjóðleg viðurlög við því að einstaklingar eða fyrirtæki misnoti auðlindir annarra þjóða“. Þar segir einnig: „Íslensk stjórnvöld í samvinnu við önnur ríki þurfa að taka umhverfis- og loftslagsmálin mun fastari tökum á alþjóðavettvangi, en einnig misnotkun kapítalismans á fátækari samfélögum og fólki. Það er óboðlegt að stórfyrirtæki, einnig íslensk, arðræni aðrar þjóðir af auðlindum sínum, sigli undir hentifánum og skilji eftir sig sviðna jörð. Til þess að sporna við slíku alþjóðlegu ofbeldi er þörf á því að víkka út svið Alþjóðaglæpadómstólsins eða stofna nýjan dómstól sem tekur á mútum, auðlindaráni og umhverfisglæpum.“ Ef þér finnst mikilvægt að Ísland taki mjög alvarlega skuldbindingar sínar til að verja bláfátækt fólk í bláfátækum löndum gegn svívirðilegri spillingu og arðráni getur þú með mjög einföldum en áhrifaríkum hætti lagt þitt að mörkum til að svo verði: Greiddu Sósíalistaflokknum atkvæði þitt í alþingiskosningunum 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar