Sögulegar kosningar í Þýskalandi Ívar Már Arthúrsson skrifar 7. september 2021 20:00 Eins og margir vita þá styttist i þingkosningar í Þýskalandi, en þær fara fram 26. september næstkomandi, daginn eftir alþingiskosningarnar hér á landi. Það hefur verið afskaplega spennandi fyrir alla sem hafa haft tök á því að fylgjast með kosningabaráttunni undanfarin misseri. Kosningarnar í ár marka ákveðin tímamót i þýskri sögu, þar sem þetta eru fyrsta kosningarnar í nánast 20 ár, þar sem Angela Merkel, kanslari landsins, er ekki í framboði. Hún tók við því embætti árið 2005 og hefur þurft að glíma við margs konar áskoranir í valdatíð sinni. En það er ekki bara þess vegna sem þessar kosningar eru taldar sögulegar. Þetta eru einnig fyrstu kosningarnar í sögu landsins, þar sem Græningjaflokkurinn, sem leggur megináherslu á umhverfismál, gæti unnið og fengið kanslaraembættið. Annalena Baerbock heitir konan sem er annar formaður Græningjana og jafnframt kanslaraefni þeirra. Hún byrjaði sem eins konar vonarstjarna og upphaflega töldu menn líklegt að hún myndi vinna kosningarnar, en síðan hefur margt gerst. Til að mynda var hún harðlega gagrýnd fyrir að hafa reynt ad fegra ferilskrá sína. Mótframbjóðendur hennar um kanslaraembættið eru Olaf Scholz frá Jafnaðarmannaflokknum og Armin Laschet frá flokki Kristilegra demókrata. Olaf Scholz þótti upphaflega ekki sigurstranglegur en það hefur heldur betur breyst og eins og er þykir hann líklegastur til að vinna og taka við af Angelu Merkel. Armin Laschet gekk ágætlega til ad byrja með, en flokkur hans mælist nú með minna fylgi en Jafnaðarmenn samkvæmt flestum könnunum. Þó að Olaf Scholz sé líklegastur til að verða næsti kanslari landsins þá er enn allt opið og því stefnir í afar spennandi kosningar. Samkvæmt nýjustu könnunum væri meirihluti í þýska þinginu (Bundestag), fyrir því að mynda vinstri stjórn. Í henni sætu Jafnaðarmenn, Græningjar og Róttæki vinstri flokkurinn, Die Linke. Kristilegir demókratar hafa ítrekað varað við þeim möguleika og telja að það gæti haft afar neikvæð áhrif á þýskt samfélag. Á móti hafa þeir verið sakaðir af þessum flokkum um að reka hræðsluáróður til að auka líkurnar á að þeir vinni kosningarnar. Einnig gætu samkvæmt tölunum Jafnaðarmenn og Græningjar myndað stjórn með flokki Frjálsra demókrata. Svo gætu flokkur Armin Laschets og Græningjar líka myndað stjórn með Frjálsum demókrötum. Það sem er þó ljóst er að enginn þessara flokka er tibúinn til að mynda stjórn með Róttæka hægri flokknum, Alternative für Deutschland. Sá flokkur fékk 12 prósent í síðustu kosningum og er því spáð að fylgi flokksins verði mjög svipað, þegar búið verður að telja upp úr kjörkössunum. Stærstu málin í þessari kosningabaráttu hafa verið umhverfismál, glíman við heimsfaraldurinn og staðan sem upp er komin í Afganistan. Þannig að þegar á allt er litið má sem sagt búast við afar spennandi kosningum í Þýskalandi í lok mánaðarins. Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og margir vita þá styttist i þingkosningar í Þýskalandi, en þær fara fram 26. september næstkomandi, daginn eftir alþingiskosningarnar hér á landi. Það hefur verið afskaplega spennandi fyrir alla sem hafa haft tök á því að fylgjast með kosningabaráttunni undanfarin misseri. Kosningarnar í ár marka ákveðin tímamót i þýskri sögu, þar sem þetta eru fyrsta kosningarnar í nánast 20 ár, þar sem Angela Merkel, kanslari landsins, er ekki í framboði. Hún tók við því embætti árið 2005 og hefur þurft að glíma við margs konar áskoranir í valdatíð sinni. En það er ekki bara þess vegna sem þessar kosningar eru taldar sögulegar. Þetta eru einnig fyrstu kosningarnar í sögu landsins, þar sem Græningjaflokkurinn, sem leggur megináherslu á umhverfismál, gæti unnið og fengið kanslaraembættið. Annalena Baerbock heitir konan sem er annar formaður Græningjana og jafnframt kanslaraefni þeirra. Hún byrjaði sem eins konar vonarstjarna og upphaflega töldu menn líklegt að hún myndi vinna kosningarnar, en síðan hefur margt gerst. Til að mynda var hún harðlega gagrýnd fyrir að hafa reynt ad fegra ferilskrá sína. Mótframbjóðendur hennar um kanslaraembættið eru Olaf Scholz frá Jafnaðarmannaflokknum og Armin Laschet frá flokki Kristilegra demókrata. Olaf Scholz þótti upphaflega ekki sigurstranglegur en það hefur heldur betur breyst og eins og er þykir hann líklegastur til að vinna og taka við af Angelu Merkel. Armin Laschet gekk ágætlega til ad byrja með, en flokkur hans mælist nú með minna fylgi en Jafnaðarmenn samkvæmt flestum könnunum. Þó að Olaf Scholz sé líklegastur til að verða næsti kanslari landsins þá er enn allt opið og því stefnir í afar spennandi kosningar. Samkvæmt nýjustu könnunum væri meirihluti í þýska þinginu (Bundestag), fyrir því að mynda vinstri stjórn. Í henni sætu Jafnaðarmenn, Græningjar og Róttæki vinstri flokkurinn, Die Linke. Kristilegir demókratar hafa ítrekað varað við þeim möguleika og telja að það gæti haft afar neikvæð áhrif á þýskt samfélag. Á móti hafa þeir verið sakaðir af þessum flokkum um að reka hræðsluáróður til að auka líkurnar á að þeir vinni kosningarnar. Einnig gætu samkvæmt tölunum Jafnaðarmenn og Græningjar myndað stjórn með flokki Frjálsra demókrata. Svo gætu flokkur Armin Laschets og Græningjar líka myndað stjórn með Frjálsum demókrötum. Það sem er þó ljóst er að enginn þessara flokka er tibúinn til að mynda stjórn með Róttæka hægri flokknum, Alternative für Deutschland. Sá flokkur fékk 12 prósent í síðustu kosningum og er því spáð að fylgi flokksins verði mjög svipað, þegar búið verður að telja upp úr kjörkössunum. Stærstu málin í þessari kosningabaráttu hafa verið umhverfismál, glíman við heimsfaraldurinn og staðan sem upp er komin í Afganistan. Þannig að þegar á allt er litið má sem sagt búast við afar spennandi kosningum í Þýskalandi í lok mánaðarins. Höfundur er nemi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun