Sigurður selur allt í Bláa lóninu til lífeyrissjóða fyrir nærri 4 milljarða Hörður Ægisson skrifar 7. september 2021 16:36 Bláa lónið er verðmetið á meira en 60 milljarða í viðskiptunum sem eru núna að klárast. Vísir/Vilhelm Sigurður Arngrímsson, fjárfestir og einn af stærri hluthöfum Bláa lónsins um árabil í gegnum eignarhaldsfélagið Saffron Holding, er að ljúka við sölu á rúmlega sex prósenta hlut sínum í fyrirtækinu til hóps íslenskra lífeyrissjóða. Samkvæmt heimildum Vísis hefur félagið Blávarmi, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða og fer í dag með 30 prósenta hlut í Bláa lóninu, náð samkomulagi um að kaupa 6,2 prósenta hlut Sigurðar fyrir um 25 milljónir evra, jafnvirði tæplega 3,8 milljarða íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Samkvæmt því er Bláa lónið, eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, verðmetið á samtals liðlega 61 milljarð króna. Búist er við því að viðskiptin muni ganga í gegn á næstu dögum en ráðgert var að hlutafjáraukning Blávarma, sem ráðist var í vegna kaupanna, myndi klárast í gær. Stærstu hluthafar Blávarma eru Gildi lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verslunarmanna, hvor um sig með um 20 prósenta hlut. Sala Sigurðar á hlut sínum í Bláa lóninu kemur strax í kjölfar þess að Helgi Magnússon, fráfarandi stjórnarformaður Bláa lónsins og aðaleigandi útgáfufélags Fréttablaðsins, seldi allan sinn eignarhlut – sem jafnframt nam tæplega 6,2 prósentum – til fjárfestingafélagsins Stoða í lok síðasta mánaðar. Stoðir eru stærstu hluthafar Símans og Kviku banka auk þess að vera á meðal umsvifamestu eigenda flugfélagsins Play og Arion banka. Selja í námunda við nýlegt verðmat Samkvæmt heimildum Vísis seldi Helgi hlut sinn í Bláa lóninu til Stoða á lítillega lægra verði en í tilfelli Sigurðar en þeir hafa báðir verið í hluthafahópi fyrirtækisins í vel á annan áratug. Sigurður, sem er fyrrverandi starfsmaður Morgan Stanley bankans í London til margra ára, er meðal annars einnig í hluthafahópi Íslenskra verðbréfa auk þess sem hann fór með fimm prósenta óbeinan eignarhlut í útgáfufélagi Fréttablaðsins, Torg, sem rekur miðla undir merkjum Fréttablaðsins, DV og Hringbrautar, undir lok síðasta árs. Sigurður Arngrímsson hefur verið hluthafi í Bláa lóninu í vel á annan áratug. Félagið Blávarmi eignaðist fyrst 30 prósenta hlut í Bláa lóninu vorið 2019 þegar það keypti eignarhlutinn af HS Orku en í þeim viðskiptum var ferðaþjónustufyrirtækið metið á 50 milljarða króna. Í sérstöku verðmati sem Blávarmi lét gera fyrr á þessu ári, sem verðbréfafyrirtækið Arctica Finance hafði umsjón með, samkvæmt heimildum Vísis, var Bláa lónið hins vegar verðlagt á samtals um 57 milljarða króna. Sigurður og Helgi eru því að selja hluti sína núna á verði sem er mjög í námunda – þeir fá lítilsháttar yfirverð – við það verðmat sem lífeyrissjóðirnir framkvæmdu nýlega á Bláa lóninu. Tapaði þremur milljörðum í fyrra Bláa lónið tapaði 20,7 milljónum evra, jafnvirði 3,1 milljarði króna, á síðasta ári og tekjur þess drógust saman um 74 prósent frá árinu 2019 og námu samtals 32,8 milljónum evra. Eigið fé félagsins stóð í 57 milljónum evra í árslok 2020. Með kaupum sínum á hlut Sigurðar í Bláa lóninu mun Blávarmi því eiga samtals 36,2 prósenta hlut í félaginu. Það þýðir að félagið getur þá meðal annars staðið gegn breytingum á einstaka samþykktum Bláa lónsins – sem þarfnast samþykki hluthafa sem ráða að lágmarki yfir 66,7 prósenta hlut – ef svo ber undir síðar meir. Helgi Magnússon seldi allan hlut sinn í Bláa lóninu til Stoða í lok síðasta mánaðar. Stærsti hluthafi Bláa lónsins, með 39,6 prósenta hlut, verður eftir sem áður samlagshlutafélagið Hvatning en stærsti eigandi þess með 60 prósenta hlut er eignarhaldsfélagið Kólfur, sem Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins fer með forræði yfir, á meðan framtakssjóður í rekstri Landsbréfa heldur hins vegar á tæplega 40 prósenta hlut. Þriðji stærsti hluthafi Bláa lónsins – á eftir Hvatningu og Blávarma – er eignarhaldsfélagið Keila með liðlega ellefu prósenta hlut. Keila er í meirihlutaeigu Hvatningar en aðrir hluthafar félagsins eru meðal annars Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi. Bláa lónið Lífeyrissjóðir Mest lesið Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis hefur félagið Blávarmi, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða og fer í dag með 30 prósenta hlut í Bláa lóninu, náð samkomulagi um að kaupa 6,2 prósenta hlut Sigurðar fyrir um 25 milljónir evra, jafnvirði tæplega 3,8 milljarða íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Samkvæmt því er Bláa lónið, eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, verðmetið á samtals liðlega 61 milljarð króna. Búist er við því að viðskiptin muni ganga í gegn á næstu dögum en ráðgert var að hlutafjáraukning Blávarma, sem ráðist var í vegna kaupanna, myndi klárast í gær. Stærstu hluthafar Blávarma eru Gildi lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verslunarmanna, hvor um sig með um 20 prósenta hlut. Sala Sigurðar á hlut sínum í Bláa lóninu kemur strax í kjölfar þess að Helgi Magnússon, fráfarandi stjórnarformaður Bláa lónsins og aðaleigandi útgáfufélags Fréttablaðsins, seldi allan sinn eignarhlut – sem jafnframt nam tæplega 6,2 prósentum – til fjárfestingafélagsins Stoða í lok síðasta mánaðar. Stoðir eru stærstu hluthafar Símans og Kviku banka auk þess að vera á meðal umsvifamestu eigenda flugfélagsins Play og Arion banka. Selja í námunda við nýlegt verðmat Samkvæmt heimildum Vísis seldi Helgi hlut sinn í Bláa lóninu til Stoða á lítillega lægra verði en í tilfelli Sigurðar en þeir hafa báðir verið í hluthafahópi fyrirtækisins í vel á annan áratug. Sigurður, sem er fyrrverandi starfsmaður Morgan Stanley bankans í London til margra ára, er meðal annars einnig í hluthafahópi Íslenskra verðbréfa auk þess sem hann fór með fimm prósenta óbeinan eignarhlut í útgáfufélagi Fréttablaðsins, Torg, sem rekur miðla undir merkjum Fréttablaðsins, DV og Hringbrautar, undir lok síðasta árs. Sigurður Arngrímsson hefur verið hluthafi í Bláa lóninu í vel á annan áratug. Félagið Blávarmi eignaðist fyrst 30 prósenta hlut í Bláa lóninu vorið 2019 þegar það keypti eignarhlutinn af HS Orku en í þeim viðskiptum var ferðaþjónustufyrirtækið metið á 50 milljarða króna. Í sérstöku verðmati sem Blávarmi lét gera fyrr á þessu ári, sem verðbréfafyrirtækið Arctica Finance hafði umsjón með, samkvæmt heimildum Vísis, var Bláa lónið hins vegar verðlagt á samtals um 57 milljarða króna. Sigurður og Helgi eru því að selja hluti sína núna á verði sem er mjög í námunda – þeir fá lítilsháttar yfirverð – við það verðmat sem lífeyrissjóðirnir framkvæmdu nýlega á Bláa lóninu. Tapaði þremur milljörðum í fyrra Bláa lónið tapaði 20,7 milljónum evra, jafnvirði 3,1 milljarði króna, á síðasta ári og tekjur þess drógust saman um 74 prósent frá árinu 2019 og námu samtals 32,8 milljónum evra. Eigið fé félagsins stóð í 57 milljónum evra í árslok 2020. Með kaupum sínum á hlut Sigurðar í Bláa lóninu mun Blávarmi því eiga samtals 36,2 prósenta hlut í félaginu. Það þýðir að félagið getur þá meðal annars staðið gegn breytingum á einstaka samþykktum Bláa lónsins – sem þarfnast samþykki hluthafa sem ráða að lágmarki yfir 66,7 prósenta hlut – ef svo ber undir síðar meir. Helgi Magnússon seldi allan hlut sinn í Bláa lóninu til Stoða í lok síðasta mánaðar. Stærsti hluthafi Bláa lónsins, með 39,6 prósenta hlut, verður eftir sem áður samlagshlutafélagið Hvatning en stærsti eigandi þess með 60 prósenta hlut er eignarhaldsfélagið Kólfur, sem Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins fer með forræði yfir, á meðan framtakssjóður í rekstri Landsbréfa heldur hins vegar á tæplega 40 prósenta hlut. Þriðji stærsti hluthafi Bláa lónsins – á eftir Hvatningu og Blávarma – er eignarhaldsfélagið Keila með liðlega ellefu prósenta hlut. Keila er í meirihlutaeigu Hvatningar en aðrir hluthafar félagsins eru meðal annars Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi.
Bláa lónið Lífeyrissjóðir Mest lesið Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Sjá meira