„Mjög spenntur að komast aftur í gamla góða fílinginn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. september 2021 10:02 Haukur Þrastarson í leiknum gegn Haukum þar sem Selfoss tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. vísir/vilhelm Haukur Þrastarson, landsliðsmaður í handbolta, segist eiga nokkuð í land með að komast í sitt besta form. Kielce-menn fara sér engu óðslega með Selfyssinginn en hann vonast til að verða orðinn klár í slaginn seinna í þessum mánuði. Haukur sleit krossband í hné í leik Kielce og Elverum í Noregi í Meistaradeildinni 2. október í fyrra. Hann var þá nýbyrjaður að spila með Kielce eftir ristarbrot. Haukur gekkst undir aðgerð hér á landi og var stærstan hluta endurhæfingarinnar heima á Selfossi. „Þetta hefur gengið ágætlega. Ég var með í meira og minna öllum undirbúningnum, æfingum og fékk nokkrar mínútur í æfingaleikjum. En ég er enn talsvert frá mínu besta, ég finn það alveg,“ sagði Haukur í samtali við Vísi. Selfyssingurinn hefur ekki verið í hóp hjá Kielce í fyrstu tveimur leikjum liðsins í pólsku úrvalsdeildinni. Kielce vann Szczecin á laugardaginn, 20-34, og Gwardia Opole í gær, 40-24. Vantar talsvert upp á en ekki langt í endurkomu „Við ákváðum að bíða aðeins lengur með að fara af stað á fullu. Ég á enn eftir að spila minn fyrsta alvöru leik. Þetta gengur ágætlega þótt ég finni alveg að ég er talsvert frá mínu gamla formi,“ sagði Haukur. Keppni í Meistaradeildinni hefst í næstu viku. Haukur stefnir á að vera orðinn klár í slaginn þá eða um það leyti. Haukur studdur af velli í leiknum gegn Elverum þar sem hann sleit krossband í hné.epa/GEIR OLSEN „Ég vonast til að vera klár þá og það er ekkert langt í þetta. Það er samt mikil vinna framundan að komast í mitt gamla form og finna taktinn á ný. Ég er mjög spenntur að byrja aftur almennilega og komast aftur í gamla góða fílinginn,“ sagði Haukur sem var heima á Selfossi nær allan síðasta vetur eftir aðgerðina. „Ég fór í aðgerð heima og síðan tók við endurhæfing með Jónda sjúkraþjálfara [Jóni Birgi Guðmundssyni] sem var glæsilegt,“ sagði Haukur en umræddur Jóndi er sjúkraþjálfari Selfoss og íslenska landsliðsins. Lið Kielce er ógnarsterkt og samkeppnin mikil þar á bæ. Haukur vonast til að fá stórt hlutverk hjá liðinu en veit að hann sjálfur ræður mestu um það. „Það er undir sjálfum mér komið. Það er bullandi tækifæri á að gott hlutverk ef maður stendur sig. Þú getur ekki treyst á neinn annan en sjálfan þig. Fyrsta verkefnið er að komast í stand og svo að vinna sig inn í liðið,“ sagði Haukur. Erfitt að horfa á úr sófanum Vegna krossbandaslitsins missti Haukur af heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í janúar. Hann segir að það hafi verið erfitt að fylgjast með félögum sínum í landsliðinu úr fjarlægð og kveðst spenntur fyrir EM í byrjun næsta árs. „Það var hrikalega erfitt að sitja heima og horfa á og reyndi á andlega. Það var það sama með þessa stóru leiki með Kielce,“ sagði Haukur. Haukur lék með íslenska landsliðinu á HM 2019 og EM 2020.epa/ANDREAS HILLERGREN Hann hlakkar mikið til að spila með Kielce í Meistaradeildinni. Þar er liðið meðal annars í riðli með Paris Saint-Germain, Veszprém, Flensburg og Evrópumeisturum Barcelona. „Það er alvöru dæmi og alvöru keppni. Þú verður að vera klár þegar hún byrjar. Það verður hrikalega gaman að taka þátt í því og spila á hæsta getustigi,“ sagði Haukur. Öll áhersla á Meistaradeildina Það er engum ofsögum sagt að Kielce hafi mikla yfirburði heima fyrir. Liðið hefur orðið pólskur meistari tíu ár í röð og unnið bikarkeppnina tólf sinnum á síðustu þrettán árum. „Ég hef ekki spilað marga leiki þar en yfirburðir okkar eru miklir. Það er krafa að vinna deildina. Leikirnir við Wisla Plock eru alltaf erfiðir en deildin er ekkert sérstaklega sterk og öll einbeiting er á Meistaradeildinni,“ sagði Haukur að lokum. Pólski handboltinn Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Sjá meira
Haukur sleit krossband í hné í leik Kielce og Elverum í Noregi í Meistaradeildinni 2. október í fyrra. Hann var þá nýbyrjaður að spila með Kielce eftir ristarbrot. Haukur gekkst undir aðgerð hér á landi og var stærstan hluta endurhæfingarinnar heima á Selfossi. „Þetta hefur gengið ágætlega. Ég var með í meira og minna öllum undirbúningnum, æfingum og fékk nokkrar mínútur í æfingaleikjum. En ég er enn talsvert frá mínu besta, ég finn það alveg,“ sagði Haukur í samtali við Vísi. Selfyssingurinn hefur ekki verið í hóp hjá Kielce í fyrstu tveimur leikjum liðsins í pólsku úrvalsdeildinni. Kielce vann Szczecin á laugardaginn, 20-34, og Gwardia Opole í gær, 40-24. Vantar talsvert upp á en ekki langt í endurkomu „Við ákváðum að bíða aðeins lengur með að fara af stað á fullu. Ég á enn eftir að spila minn fyrsta alvöru leik. Þetta gengur ágætlega þótt ég finni alveg að ég er talsvert frá mínu gamla formi,“ sagði Haukur. Keppni í Meistaradeildinni hefst í næstu viku. Haukur stefnir á að vera orðinn klár í slaginn þá eða um það leyti. Haukur studdur af velli í leiknum gegn Elverum þar sem hann sleit krossband í hné.epa/GEIR OLSEN „Ég vonast til að vera klár þá og það er ekkert langt í þetta. Það er samt mikil vinna framundan að komast í mitt gamla form og finna taktinn á ný. Ég er mjög spenntur að byrja aftur almennilega og komast aftur í gamla góða fílinginn,“ sagði Haukur sem var heima á Selfossi nær allan síðasta vetur eftir aðgerðina. „Ég fór í aðgerð heima og síðan tók við endurhæfing með Jónda sjúkraþjálfara [Jóni Birgi Guðmundssyni] sem var glæsilegt,“ sagði Haukur en umræddur Jóndi er sjúkraþjálfari Selfoss og íslenska landsliðsins. Lið Kielce er ógnarsterkt og samkeppnin mikil þar á bæ. Haukur vonast til að fá stórt hlutverk hjá liðinu en veit að hann sjálfur ræður mestu um það. „Það er undir sjálfum mér komið. Það er bullandi tækifæri á að gott hlutverk ef maður stendur sig. Þú getur ekki treyst á neinn annan en sjálfan þig. Fyrsta verkefnið er að komast í stand og svo að vinna sig inn í liðið,“ sagði Haukur. Erfitt að horfa á úr sófanum Vegna krossbandaslitsins missti Haukur af heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í janúar. Hann segir að það hafi verið erfitt að fylgjast með félögum sínum í landsliðinu úr fjarlægð og kveðst spenntur fyrir EM í byrjun næsta árs. „Það var hrikalega erfitt að sitja heima og horfa á og reyndi á andlega. Það var það sama með þessa stóru leiki með Kielce,“ sagði Haukur. Haukur lék með íslenska landsliðinu á HM 2019 og EM 2020.epa/ANDREAS HILLERGREN Hann hlakkar mikið til að spila með Kielce í Meistaradeildinni. Þar er liðið meðal annars í riðli með Paris Saint-Germain, Veszprém, Flensburg og Evrópumeisturum Barcelona. „Það er alvöru dæmi og alvöru keppni. Þú verður að vera klár þegar hún byrjar. Það verður hrikalega gaman að taka þátt í því og spila á hæsta getustigi,“ sagði Haukur. Öll áhersla á Meistaradeildina Það er engum ofsögum sagt að Kielce hafi mikla yfirburði heima fyrir. Liðið hefur orðið pólskur meistari tíu ár í röð og unnið bikarkeppnina tólf sinnum á síðustu þrettán árum. „Ég hef ekki spilað marga leiki þar en yfirburðir okkar eru miklir. Það er krafa að vinna deildina. Leikirnir við Wisla Plock eru alltaf erfiðir en deildin er ekkert sérstaklega sterk og öll einbeiting er á Meistaradeildinni,“ sagði Haukur að lokum.
Pólski handboltinn Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Sjá meira