Ný tækifæri í þjónustu eldra fólks Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar 9. september 2021 07:31 Samsetning mannfjöldans á Íslandi er að þróast á þann veg að hlutfall eldra fólks hækkar frá því sem áður var. Brýnt er þess vegna að við horfum til mögulegra nýrra tækifæra og breytinga í málefnum eldra fólks. Frá því að lög um málefni aldraðra voru sett árið 1982 hefur legið fyrir það stefnumið að eftir því sem þarfir fólks til stuðnings og þjónustu aukast, því mikilvægara er að öll þjónusta og skipulag taki mið af samfellu og heildarsýn fyrir notandann í þjónustukeðjunni. Flest viljum við geta búið heima hjá okkur eins lengi og kostur er án þess að þurfa að reiða okkur á aðra. Þó frekari þörf á aðstoð og öryggi fylgi almennt hækkandi aldri, þá hefur margt eldra fólk aðstæður til að búa með lágmarksþjónustu. Þjónustuþörfum eldra fólks þarf að mæta með því að þróa fjölbreytileg úrræði til að mæta mismunandi þörfum einstaklinga innan þessa sístækkandi hóps með þau markmið að bæta lífsgæði, valdefla einstaklingana. Ljóst er að þörf er á nýjum áherslum og nýju viðhorfum í þjónustu við aldraða þar sem aukin áhersla er lögð á aldursvænt og styðjandi samfélag. Dagþjálfun Eitt þeirra úrræða sem þarf að bæta og efla er dagþjálfun, en í dag er slík þjónusta í flestum stærri sveitarfélögum. Dagþjálfun er tímabundið stuðningsúrræði við eldra fólk sem býr í heimahúsum með það að markmiði að viðhalda færni og getu fólks til að búa áfram heima. Hún getur verið margskonar með mismunandi þjónustustigi eftir einstaklingsbundnum þörfum, en dagþjálfun þarf a.m.k. að bjóða upp á tómstundaiðkun, aðstöðu til léttra líkamsæfinga, máltíð, hvíldaraðstöðu og aðstoð við böðun. Tækifæri finnast í dagþjálfun Það er enginn vafi að tækifæri eru til að þróa ný úrræði og bæta það sem er til staðar. Og það verður að gera, sérstaklega þegar horft er til þróunar á hækkandi hlutfalli eldra fólks hér á landi. Dagþjálfun sem stuðningsúrræði hefur upp á ýmsa valmöguleika að bjóða og tækifæri til að bæta þjónustu því Með dagþjálfun er hægt að styðja aukinn fjölda eldra fólks með viðeigandi stigskiptingu þjónustunnar. Marka þarf skýra framtíðarsýn og heildarstefnu þar sem m.a. er lögð áhersla á að skipulag þjónustunnar sé með þeim hætti að eitt þjónustustig taki hnökralaust við af öðru. Okkar verkefni er að finna tækifærin og hámarka nýtingu og ávinning fyrir einstakling og samfélag. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur hvatt til alþjóðlegra viðbragða í að þróa nýjar leiðir og úrræði til samþættingar þjónustu við aldraða, með það að markmiðil að stuðla að samfellu í þjónustunni og ná þannig fram aukinni hagkvæmni fyrir samfélagið allt. Höfundur er í oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi við næstu Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Eldri borgarar Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Samsetning mannfjöldans á Íslandi er að þróast á þann veg að hlutfall eldra fólks hækkar frá því sem áður var. Brýnt er þess vegna að við horfum til mögulegra nýrra tækifæra og breytinga í málefnum eldra fólks. Frá því að lög um málefni aldraðra voru sett árið 1982 hefur legið fyrir það stefnumið að eftir því sem þarfir fólks til stuðnings og þjónustu aukast, því mikilvægara er að öll þjónusta og skipulag taki mið af samfellu og heildarsýn fyrir notandann í þjónustukeðjunni. Flest viljum við geta búið heima hjá okkur eins lengi og kostur er án þess að þurfa að reiða okkur á aðra. Þó frekari þörf á aðstoð og öryggi fylgi almennt hækkandi aldri, þá hefur margt eldra fólk aðstæður til að búa með lágmarksþjónustu. Þjónustuþörfum eldra fólks þarf að mæta með því að þróa fjölbreytileg úrræði til að mæta mismunandi þörfum einstaklinga innan þessa sístækkandi hóps með þau markmið að bæta lífsgæði, valdefla einstaklingana. Ljóst er að þörf er á nýjum áherslum og nýju viðhorfum í þjónustu við aldraða þar sem aukin áhersla er lögð á aldursvænt og styðjandi samfélag. Dagþjálfun Eitt þeirra úrræða sem þarf að bæta og efla er dagþjálfun, en í dag er slík þjónusta í flestum stærri sveitarfélögum. Dagþjálfun er tímabundið stuðningsúrræði við eldra fólk sem býr í heimahúsum með það að markmiði að viðhalda færni og getu fólks til að búa áfram heima. Hún getur verið margskonar með mismunandi þjónustustigi eftir einstaklingsbundnum þörfum, en dagþjálfun þarf a.m.k. að bjóða upp á tómstundaiðkun, aðstöðu til léttra líkamsæfinga, máltíð, hvíldaraðstöðu og aðstoð við böðun. Tækifæri finnast í dagþjálfun Það er enginn vafi að tækifæri eru til að þróa ný úrræði og bæta það sem er til staðar. Og það verður að gera, sérstaklega þegar horft er til þróunar á hækkandi hlutfalli eldra fólks hér á landi. Dagþjálfun sem stuðningsúrræði hefur upp á ýmsa valmöguleika að bjóða og tækifæri til að bæta þjónustu því Með dagþjálfun er hægt að styðja aukinn fjölda eldra fólks með viðeigandi stigskiptingu þjónustunnar. Marka þarf skýra framtíðarsýn og heildarstefnu þar sem m.a. er lögð áhersla á að skipulag þjónustunnar sé með þeim hætti að eitt þjónustustig taki hnökralaust við af öðru. Okkar verkefni er að finna tækifærin og hámarka nýtingu og ávinning fyrir einstakling og samfélag. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur hvatt til alþjóðlegra viðbragða í að þróa nýjar leiðir og úrræði til samþættingar þjónustu við aldraða, með það að markmiðil að stuðla að samfellu í þjónustunni og ná þannig fram aukinni hagkvæmni fyrir samfélagið allt. Höfundur er í oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi við næstu Alþingiskosningar.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun