Byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2021 17:08 Með þessum tækjabúnaði svissneska fyrirtækisins Climeworks er koltvísýringur sogaður úr andrúmsloftinu og honum síðan fargað með aðferð íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Carbfix. Stöð 2/Bjarni Í dag hófst starfsemi í lofthreinsistöðinni Orca skammt frá Hellisheiðarvirkjun sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbfix. Þetta er fyrsta lofthreinsistöð þessarar tegundar í heiminum. „Aðferð svissneska fyrirtækisins Climeworks gerir beina loftföngun og -förgun að raunveruleika,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þannig sé verið að svara kalli Loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðina um brýna þörf á föngun og förgun koltvísýrings úr andrúmsloftinu. Christoph Beuttler yfirmaður loftlagsstefnu Climeworks var viðstaddur þegar starfsemi hófst í Orca stöð fyrirtækisins við Hellisheiðarvirkjun í dag.Stöð 2/Bjarni Cristoph Beuttler yfirmaður loftlagsstefnu Climeworks var viðstaddur opnun Orca stöðvarinnar við Hellisheiðarvirkjun í dag. Hann segir stöðina gríðarstóran áfang í beinni loftföngun en stöðin geti fangað 4.000 tonn af CO2 á ári hverju. Koltvísýringnurinn væri fjarlæður beint úr andrúmslofti á öruggan hátt og fargað varanlega með því að breyta honum í stein með náttúrulegri aðferð íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Carbfix. „Þessi aðferð getur verið hluti af lausn loftlagsvandans ef starfsemin er verður aukin eftir því sem fram líða stundir víða um heim,“ segir Beuttler. Losa þurfi milljarða tonna af koltvísýringi úr andrúmsloftinu fram til ársins 2050 eigi mannkynið að komast af. Stöðin væri sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum og stökkpallur fyrir Climeworks sem stefni að því að geta fangað megatonni fyrir síðari hluta þessa áratugar með leiðandi lausn sem jafnframt væri auðvelt er að skala upp. Orca fargi CO2 á varanlegan og mælanlegan hátt. „Og setur fordæmi á markaði fyrir hágæða, sannreynanlega förgun á koltvísýringi með því að vera fyrsta beina loftföngunar- og förgunarþjónustan með sannreinanlegt ferli í heiminum," segir í tilkynningu. Þetta hafi verið staðfest um miðjan júní á þessu ári af sjálfstæðum DNV stöðlunaraðila. Beuttler segir hægt að fanga koltvísýring með tækni fyrirtækisins alls staðar í heiminum. „Ísland er hins vegar augljós kostur þar sem aðgangur er af ódýrri orku með sem er framleidd með nánast engu kolefnisspori. Þá höfum við aðgang að tækni Carbfix sem kemur koltvísýringnum varanlega fyrir með því að breyta honum í stein með niðurdælingu í jörð,“ segir Beuttler. Edda Sif Pind Aradóttir forstjóri Carbfix segir Climeworks mikilvægan viðskiptavin í kaupum á förgun koltvísýrings.Stöð 2/Bjarni Edda Sif Pind Aradóttir forstjóri Carbfix segir samstarfið við Climeworks mikilvægt í útbreiðslu förgunaraðferðar fyrirtækisins. En Carbfix er nú þegar með í verkefnum í Tyrklandi og fleiri ríkjum við að farga koltvísýringi og koma honum fyrir í jörðu niðri og umbreyta honum í stein. „Við höfum verið að vinna með Orku náttúrunnar í að koldíoxíð sem annars yrði sleppt frá Hellisheiðarvirkjun. Nú erum við að gera gott um betur og líka hreinsa það sem þegar hefur verið losað út í andrúmsloftið," segir Edda Sif. Nánar verður fjallað um þetta mál í kvöldfréttum okkar á Stöð 2. Loftslagsmál Ölfus Jarðhiti Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
„Aðferð svissneska fyrirtækisins Climeworks gerir beina loftföngun og -förgun að raunveruleika,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þannig sé verið að svara kalli Loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðina um brýna þörf á föngun og förgun koltvísýrings úr andrúmsloftinu. Christoph Beuttler yfirmaður loftlagsstefnu Climeworks var viðstaddur þegar starfsemi hófst í Orca stöð fyrirtækisins við Hellisheiðarvirkjun í dag.Stöð 2/Bjarni Cristoph Beuttler yfirmaður loftlagsstefnu Climeworks var viðstaddur opnun Orca stöðvarinnar við Hellisheiðarvirkjun í dag. Hann segir stöðina gríðarstóran áfang í beinni loftföngun en stöðin geti fangað 4.000 tonn af CO2 á ári hverju. Koltvísýringnurinn væri fjarlæður beint úr andrúmslofti á öruggan hátt og fargað varanlega með því að breyta honum í stein með náttúrulegri aðferð íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Carbfix. „Þessi aðferð getur verið hluti af lausn loftlagsvandans ef starfsemin er verður aukin eftir því sem fram líða stundir víða um heim,“ segir Beuttler. Losa þurfi milljarða tonna af koltvísýringi úr andrúmsloftinu fram til ársins 2050 eigi mannkynið að komast af. Stöðin væri sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum og stökkpallur fyrir Climeworks sem stefni að því að geta fangað megatonni fyrir síðari hluta þessa áratugar með leiðandi lausn sem jafnframt væri auðvelt er að skala upp. Orca fargi CO2 á varanlegan og mælanlegan hátt. „Og setur fordæmi á markaði fyrir hágæða, sannreynanlega förgun á koltvísýringi með því að vera fyrsta beina loftföngunar- og förgunarþjónustan með sannreinanlegt ferli í heiminum," segir í tilkynningu. Þetta hafi verið staðfest um miðjan júní á þessu ári af sjálfstæðum DNV stöðlunaraðila. Beuttler segir hægt að fanga koltvísýring með tækni fyrirtækisins alls staðar í heiminum. „Ísland er hins vegar augljós kostur þar sem aðgangur er af ódýrri orku með sem er framleidd með nánast engu kolefnisspori. Þá höfum við aðgang að tækni Carbfix sem kemur koltvísýringnum varanlega fyrir með því að breyta honum í stein með niðurdælingu í jörð,“ segir Beuttler. Edda Sif Pind Aradóttir forstjóri Carbfix segir Climeworks mikilvægan viðskiptavin í kaupum á förgun koltvísýrings.Stöð 2/Bjarni Edda Sif Pind Aradóttir forstjóri Carbfix segir samstarfið við Climeworks mikilvægt í útbreiðslu förgunaraðferðar fyrirtækisins. En Carbfix er nú þegar með í verkefnum í Tyrklandi og fleiri ríkjum við að farga koltvísýringi og koma honum fyrir í jörðu niðri og umbreyta honum í stein. „Við höfum verið að vinna með Orku náttúrunnar í að koldíoxíð sem annars yrði sleppt frá Hellisheiðarvirkjun. Nú erum við að gera gott um betur og líka hreinsa það sem þegar hefur verið losað út í andrúmsloftið," segir Edda Sif. Nánar verður fjallað um þetta mál í kvöldfréttum okkar á Stöð 2.
Loftslagsmál Ölfus Jarðhiti Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira