Hannes Þór hættur í landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2021 21:05 Hannes Þór Halldórsson eftir síðasta landsleikinn sinn í kvöld. Getty/Alex Grimm Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann tilkynnti það í sjónvarpsviðtali eftir leik. Hannes kom inn í byrjunarliðið fyrir leikinn á móti Þýskalandi í kvöld eftir að hafa verið á bekknum í fyrstu tveimur leikjunum í þessum glugga. „Ég bjóst við að spila fleiri leiki í þessum glugga en ég var klár í þennan slag og ég var mjög ánægður með að fá þennan leik,“ sagði Hannes Þór í viðtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV eftir leikinn. „Þetta var mjög tilfinningaþrunginn gluggi en við urðum að einbeita okkur að því sem við vorum komnir hingað til að gera. Það er að spila fótbolta og það eru fullt af ungum leikmönnum að koma inn og spennandi tímar fram undan,“ sagði Hannes. Hann tók af allan vafa um framhald sitt með landsliðinu. „Ég er búinn að spila með landsliðinu í tíu ár, nánast upp á dag. Ég er mjög stoltur af því og búinn að eiga ótrúlegar stundir í þessari landsliðstreyju. Þar liggja margar af mínum bestu minningum. Það er komið að kynslóðaskiptum og við eigum fullt af frábærum markvörðum. Mér finnst rétti tímapunkturinn fyrir mig að stíga til hliðar og leyfa þeim af taka við keflinu án þess að ég sé að anda ofan í hálsmálið á þeim,“ sagði Hannes og bætti við: „Ég var að spila minn síðasta landsleik hér í kvöld og þakka kærlega fyrir mig,“ sagði Hannes. „Þetta er búið að vera að gerjast í svolítinn tíma og ég er mjög sáttur með allt sem við höfum gert og með þennan landsliðsferil minn. Ég er sáttur í eigin skinni og það er ekkert eftir. Ég hélt að þetta væri komið eftir Wembley en svo ákváðum við að taka slaginn í þessari keppni. Mér líður bara þannig núna að þetta sé komið gott. Ég held að ég verði að elta þá tilfinningu og finnst þetta rétt í stöðunni,“ sagði Hannes. Þetta var 77. landsleikur Hannesar og er hann sá markvörður sem hefur spilað flesta landsleiki fyrir Ísland. HM 2022 í Katar Tímamót Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Hannes kom inn í byrjunarliðið fyrir leikinn á móti Þýskalandi í kvöld eftir að hafa verið á bekknum í fyrstu tveimur leikjunum í þessum glugga. „Ég bjóst við að spila fleiri leiki í þessum glugga en ég var klár í þennan slag og ég var mjög ánægður með að fá þennan leik,“ sagði Hannes Þór í viðtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV eftir leikinn. „Þetta var mjög tilfinningaþrunginn gluggi en við urðum að einbeita okkur að því sem við vorum komnir hingað til að gera. Það er að spila fótbolta og það eru fullt af ungum leikmönnum að koma inn og spennandi tímar fram undan,“ sagði Hannes. Hann tók af allan vafa um framhald sitt með landsliðinu. „Ég er búinn að spila með landsliðinu í tíu ár, nánast upp á dag. Ég er mjög stoltur af því og búinn að eiga ótrúlegar stundir í þessari landsliðstreyju. Þar liggja margar af mínum bestu minningum. Það er komið að kynslóðaskiptum og við eigum fullt af frábærum markvörðum. Mér finnst rétti tímapunkturinn fyrir mig að stíga til hliðar og leyfa þeim af taka við keflinu án þess að ég sé að anda ofan í hálsmálið á þeim,“ sagði Hannes og bætti við: „Ég var að spila minn síðasta landsleik hér í kvöld og þakka kærlega fyrir mig,“ sagði Hannes. „Þetta er búið að vera að gerjast í svolítinn tíma og ég er mjög sáttur með allt sem við höfum gert og með þennan landsliðsferil minn. Ég er sáttur í eigin skinni og það er ekkert eftir. Ég hélt að þetta væri komið eftir Wembley en svo ákváðum við að taka slaginn í þessari keppni. Mér líður bara þannig núna að þetta sé komið gott. Ég held að ég verði að elta þá tilfinningu og finnst þetta rétt í stöðunni,“ sagði Hannes. Þetta var 77. landsleikur Hannesar og er hann sá markvörður sem hefur spilað flesta landsleiki fyrir Ísland.
HM 2022 í Katar Tímamót Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira