Hlaupið sópaði veginum frá eystri brúnni til Skaftárdals Kristján Már Unnarsson skrifar 8. september 2021 23:00 Hlaupið í dag. Vegurinn hefur sópast burt frá eystri brúnni til Skaftárdals. Arnar Halldórsson Hlaupið í Skaftá hefur náð hámarki og er byrjað að sjatna í árfarveginum. Þótt hlaupið sé minna en menn spáðu, telst það engu að síður mjög stórt. Í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 frá vettvangi við brýrnar yfir Eldvatn í Skaftártungu kom fram að hlaupið gæti komist á spjöld sögunnar sem þriðja eða fjórða stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga. Með 1.500 rúmmetra flóðtopp á sekúndu virðist hlaupið núna ætla að verða fjórðungi minna en hlaupið 2018, sem náði 2.000 rúmmetra rennsli á sekúndu, og helmingi minna en hlaupið árið 2015, sem mældist 3.000 rúmmetrar á sekúndu. Þau hlaup voru raunar svo stór að talað var um hamfarahlaup. Varnargarður ofan við vestri brúna til Skaftárdals er horfinn í flóðið en einnig vegurinn vestan við brúna.Arnar Halldórsson Bændur í Skaftártungu, helsta áhrifasvæðinu, vona samt innilega að hlaupið núna verði ekki stærra, eins og bóndinn á Búlandi, Auður Guðbjörnsdóttir, sem sýndi okkur túngirðingu sem komin var á kaf. Hún hafði þó meiri áhyggjur af veginum ofan Búlands en þar mátti sjá Skaftá flæða í kringum brýrnar tvær sem liggja að jörðinni Skaftárdal. Auður Guðbjörnsdóttir, bóndi á Búlandi í Skaftártungu.Arnar Halldórsson „Já, það er búið að sópast frá eystri brúnni. Það er töluverð vinna að koma því í stand aftur þannig að það sé fært þangað inn eftir. Þetta eru mikið notuð sumarhús. Og svo er varnargarðurinn farinn. Það þarf að fá ýtu og vinna hann upp aftur. Það er alltaf talsverð vinna,“ sagði Auður á Búlandi. Í stórhlaupunum árin 2015 og 2018 brotnuðu miklar fyllingar úr árbökkum Eldvatns við Ása. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segist einnig sjá breytingar núna í þessu hlaupi. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum.Arnar Halldórsson „Nú er komin hér ný sprunga sem var ekki fyrir fyrra hlaupið. Og æði stór fylla farin hér núna. Bara nýhrunið,“ sagði Gísli og benti á bakkann skammt ofan við nýju Eldvatnsbrúna. Þeir Svanur Kristinsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, og Ágúst Bjartmarsson, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni í Vík, fylgdust í dag með hækkandi vatnsstöðu við þjóðveginn um Eldhraun. Lögreglan og Vegagerðin fylgjast með flóðvatni safnast að þjóðveginum í Eldhrauni í dag.Arnar Halldórsson „Já, við erum búnir að vera að sjá það í dag að þetta hefur hækkað talsvert hérna í svokölluðum Dyngjum,“ sagði Svanur og sagði að hringvegurinn yrði vaktaður í nótt. -Búist þið við því að það muni flæða einhversstaðar yfir veginn? „Allavega ekki í nótt, teljum við; ég og hann Ágúst vegaverkstjóri í Vík. Við teljum það mjög ólíklegt að það gerist í nótt. En hvað gerist á morgun? Það verðum við bara að sjá til,“ sagði Svanur. Ef svo færi að hringvegurinn lokaðist í Eldhrauni þá væri unnt að nýta sveitaveginn um Meðalland sem hjáleið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sérfræðingur Veðurstofu Íslands fjallaði um hlaupið í fréttum Stöðvar 2 í gær: Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Almannavarnir Lögreglan Vegagerð Tengdar fréttir Bíða þess að hlaupið nái hámarki við Þjóðveginn Talið er að Skaftárhlaup hafi náð hámarki sínu við Sveinstind en nú er þess beðið að hlaupvatnið nái hámarki við þjóðveginn á næstu dögum. Það flæki málin að vatn í ánni hafi verið mikið áður en hlaup hófst í Eystri-Skaftárkatli. 8. september 2021 11:37 Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. 5. september 2021 14:07 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 frá vettvangi við brýrnar yfir Eldvatn í Skaftártungu kom fram að hlaupið gæti komist á spjöld sögunnar sem þriðja eða fjórða stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga. Með 1.500 rúmmetra flóðtopp á sekúndu virðist hlaupið núna ætla að verða fjórðungi minna en hlaupið 2018, sem náði 2.000 rúmmetra rennsli á sekúndu, og helmingi minna en hlaupið árið 2015, sem mældist 3.000 rúmmetrar á sekúndu. Þau hlaup voru raunar svo stór að talað var um hamfarahlaup. Varnargarður ofan við vestri brúna til Skaftárdals er horfinn í flóðið en einnig vegurinn vestan við brúna.Arnar Halldórsson Bændur í Skaftártungu, helsta áhrifasvæðinu, vona samt innilega að hlaupið núna verði ekki stærra, eins og bóndinn á Búlandi, Auður Guðbjörnsdóttir, sem sýndi okkur túngirðingu sem komin var á kaf. Hún hafði þó meiri áhyggjur af veginum ofan Búlands en þar mátti sjá Skaftá flæða í kringum brýrnar tvær sem liggja að jörðinni Skaftárdal. Auður Guðbjörnsdóttir, bóndi á Búlandi í Skaftártungu.Arnar Halldórsson „Já, það er búið að sópast frá eystri brúnni. Það er töluverð vinna að koma því í stand aftur þannig að það sé fært þangað inn eftir. Þetta eru mikið notuð sumarhús. Og svo er varnargarðurinn farinn. Það þarf að fá ýtu og vinna hann upp aftur. Það er alltaf talsverð vinna,“ sagði Auður á Búlandi. Í stórhlaupunum árin 2015 og 2018 brotnuðu miklar fyllingar úr árbökkum Eldvatns við Ása. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segist einnig sjá breytingar núna í þessu hlaupi. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum.Arnar Halldórsson „Nú er komin hér ný sprunga sem var ekki fyrir fyrra hlaupið. Og æði stór fylla farin hér núna. Bara nýhrunið,“ sagði Gísli og benti á bakkann skammt ofan við nýju Eldvatnsbrúna. Þeir Svanur Kristinsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, og Ágúst Bjartmarsson, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni í Vík, fylgdust í dag með hækkandi vatnsstöðu við þjóðveginn um Eldhraun. Lögreglan og Vegagerðin fylgjast með flóðvatni safnast að þjóðveginum í Eldhrauni í dag.Arnar Halldórsson „Já, við erum búnir að vera að sjá það í dag að þetta hefur hækkað talsvert hérna í svokölluðum Dyngjum,“ sagði Svanur og sagði að hringvegurinn yrði vaktaður í nótt. -Búist þið við því að það muni flæða einhversstaðar yfir veginn? „Allavega ekki í nótt, teljum við; ég og hann Ágúst vegaverkstjóri í Vík. Við teljum það mjög ólíklegt að það gerist í nótt. En hvað gerist á morgun? Það verðum við bara að sjá til,“ sagði Svanur. Ef svo færi að hringvegurinn lokaðist í Eldhrauni þá væri unnt að nýta sveitaveginn um Meðalland sem hjáleið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sérfræðingur Veðurstofu Íslands fjallaði um hlaupið í fréttum Stöðvar 2 í gær:
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Almannavarnir Lögreglan Vegagerð Tengdar fréttir Bíða þess að hlaupið nái hámarki við Þjóðveginn Talið er að Skaftárhlaup hafi náð hámarki sínu við Sveinstind en nú er þess beðið að hlaupvatnið nái hámarki við þjóðveginn á næstu dögum. Það flæki málin að vatn í ánni hafi verið mikið áður en hlaup hófst í Eystri-Skaftárkatli. 8. september 2021 11:37 Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. 5. september 2021 14:07 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Bíða þess að hlaupið nái hámarki við Þjóðveginn Talið er að Skaftárhlaup hafi náð hámarki sínu við Sveinstind en nú er þess beðið að hlaupvatnið nái hámarki við þjóðveginn á næstu dögum. Það flæki málin að vatn í ánni hafi verið mikið áður en hlaup hófst í Eystri-Skaftárkatli. 8. september 2021 11:37
Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. 5. september 2021 14:07