Sigur í dag og Breiðablik gæti mætt Barcelona, Real Madríd eða Lyon: „Þetta er náttúrulega stærsta sviðið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2021 08:00 Agla María segir leikmenn Breiðabliks einbeitta á verkefni kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét „Ég sé þetta bara fyrir mér sem sigur hjá okkur, við leggjum upp með það,“ sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks, í viðtali við Stöð 2 og Vísi um stórleik dagsins á Kópavogsvelli. Breiðablik verður í eldlínunni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í dag. Það er sannarlega mikið í húfi en ljóst er að sigurvegari leiksins fer áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þar sem fyrri leik liðanna í Króatíu lauk með 1-1 jafntefli. Agla María, annar af fyrirliðum liðsins, ræddi við Stöð 2 og Vísi ásamt Eysteini Pétri Lárussyni, framkvæmdastjóra félagsins, um þennan stórleik sem verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 klukkan 17.00 í dag. „Þetta var erfiður völlur úti. Þær eru með hörkulið en það er frábært að fá þær á teppið á Kópavogsvelli og taka þær,“ bætti Agla María við um leik kvöldsins. Vísaði hún í að það sé gervigras á Kópavogsvelli en Osijek spilar heimaleiki sína á ójöfnum grasvelli eins og má sjá á myndunum sem fylgja fréttinni. Klippa: Stórleikur á Kópavogsvelli í dag „Þær eru í fínu formi, þær eru mjög ákveðnar og eru með fína framherja. Þetta er fínt lið svo það er margt sem þarf að huga að,“ svaraði þessa öfluga knattspyrnukona aðspurð hvað Blikar þyrftu að varast í dag. „Þetta er náttúrulega stærsta sviðið sem við erum að keppast um að fara á þannig það eru allir leikmenn einbeittir á að klára þennan leik. Ef við vinnum þennan leik getum við verið að mæta liðum eins og Barcelona, Real Madríd og fleirum. Það er draumur allra leikmanna að spila á móti svona liðum svo það er mjög spennandi.“ „Þetta er víst svona, getur komið fyrir alla að fá Covid-19 en ég held að þetta þjappi okkur betur saman og við verðum enn ákveðnari að komast áfram í næstu umferð,“ sagði Agla María að endingu. „Að sjálfsögðu er kostnaður á móti sem fylgir þessu. Einfalt að segja bara hverju þetta skilar í vasann en þetta skilar okkur í riðlakeppnina og það er kostnaður við að taka þátt í því,“ sagði Eysteinn Pétur um það fjármagn sem kemur inn og fer út ef Breiðablik kemst alla leið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Talað er um að félagið fái rúmar 60 milljónir króna í sinn vasa. „Eins og staðan er í dag þá uppfyllum við ekki þau skilyrði. Við erum að vinna í því að fá undanþágu til þess að spila. Ef við förum áfram förum við á fullt í það að sækja um þessa undanþágu,“ sagði Eysteinn Pétur varðandi hvort Kópavogsvöllur væri leyfilegur í Meistaradeild Evrópu. „Þá þurfum við að reyna halda Laugardalsvelli við núna á haustmánuðum með værum kostnaði væntanlega en við erum bara ekki komin svo langt. Að sjálfsögðu erum við aðeins farin að undirbúa ef þetta verður að raunveruleika.“ „Þetta er nýtt fyrirkomulag hjá stelpunum og orðið líkari því sem þekkist stráka megin. Frábært að þetta sé komið í þennan farveg, að það sé komin riðlakeppni og þetta yrði fyrsta íslenska liðið sem kæmist þangað. Þetta er stórleikur sem enginn getur látið framhjá sér fara,“ sagði Eysteinn Pétur að lokum. Fótbolti Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona | Börsungar í Andalúsíu KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Breiðablik verður í eldlínunni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í dag. Það er sannarlega mikið í húfi en ljóst er að sigurvegari leiksins fer áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þar sem fyrri leik liðanna í Króatíu lauk með 1-1 jafntefli. Agla María, annar af fyrirliðum liðsins, ræddi við Stöð 2 og Vísi ásamt Eysteini Pétri Lárussyni, framkvæmdastjóra félagsins, um þennan stórleik sem verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 klukkan 17.00 í dag. „Þetta var erfiður völlur úti. Þær eru með hörkulið en það er frábært að fá þær á teppið á Kópavogsvelli og taka þær,“ bætti Agla María við um leik kvöldsins. Vísaði hún í að það sé gervigras á Kópavogsvelli en Osijek spilar heimaleiki sína á ójöfnum grasvelli eins og má sjá á myndunum sem fylgja fréttinni. Klippa: Stórleikur á Kópavogsvelli í dag „Þær eru í fínu formi, þær eru mjög ákveðnar og eru með fína framherja. Þetta er fínt lið svo það er margt sem þarf að huga að,“ svaraði þessa öfluga knattspyrnukona aðspurð hvað Blikar þyrftu að varast í dag. „Þetta er náttúrulega stærsta sviðið sem við erum að keppast um að fara á þannig það eru allir leikmenn einbeittir á að klára þennan leik. Ef við vinnum þennan leik getum við verið að mæta liðum eins og Barcelona, Real Madríd og fleirum. Það er draumur allra leikmanna að spila á móti svona liðum svo það er mjög spennandi.“ „Þetta er víst svona, getur komið fyrir alla að fá Covid-19 en ég held að þetta þjappi okkur betur saman og við verðum enn ákveðnari að komast áfram í næstu umferð,“ sagði Agla María að endingu. „Að sjálfsögðu er kostnaður á móti sem fylgir þessu. Einfalt að segja bara hverju þetta skilar í vasann en þetta skilar okkur í riðlakeppnina og það er kostnaður við að taka þátt í því,“ sagði Eysteinn Pétur um það fjármagn sem kemur inn og fer út ef Breiðablik kemst alla leið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Talað er um að félagið fái rúmar 60 milljónir króna í sinn vasa. „Eins og staðan er í dag þá uppfyllum við ekki þau skilyrði. Við erum að vinna í því að fá undanþágu til þess að spila. Ef við förum áfram förum við á fullt í það að sækja um þessa undanþágu,“ sagði Eysteinn Pétur varðandi hvort Kópavogsvöllur væri leyfilegur í Meistaradeild Evrópu. „Þá þurfum við að reyna halda Laugardalsvelli við núna á haustmánuðum með værum kostnaði væntanlega en við erum bara ekki komin svo langt. Að sjálfsögðu erum við aðeins farin að undirbúa ef þetta verður að raunveruleika.“ „Þetta er nýtt fyrirkomulag hjá stelpunum og orðið líkari því sem þekkist stráka megin. Frábært að þetta sé komið í þennan farveg, að það sé komin riðlakeppni og þetta yrði fyrsta íslenska liðið sem kæmist þangað. Þetta er stórleikur sem enginn getur látið framhjá sér fara,“ sagði Eysteinn Pétur að lokum.
Fótbolti Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona | Börsungar í Andalúsíu KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira