Eru sjálfsvíg sjúkdómseinkenni? Hrefna Svanborgar Karlsdóttir og Svava Arnardóttir skrifa 10. september 2021 11:01 Geðheilbrigðismál og sjálfsvíg hafa verið töluvert í umræðunni undanfarið ár, sérstaklega vegna heimsfaraldurs covid-19. Í umræðunni hefur komið fram sterkt ákall eftir einhvers konar breytingum og auknu fjármagni í málaflokkinn. Fólk er óánægt með geðheilbrigðiskerfið okkar. Og það vantar sannarlega fjármagn - en það þarf líka að skipta algjörlega um hugmyndafræði! Hugmyndafræðin sem geðheilbrigðisþjónustan vinnur eftir byggist á því að andleg þjáning sé sjúkdómur. Þessi nálgun beinir okkur inn á ákveðnar brautir hvað varðar meðferð við vanlíðan þar sem fókusinn er alfarið settur á einstaklinginn og einstaklingsmiðaðar lausnir (t.d. HAM - að breyta hugsunarhætti - og lyf). Mjög lítil áhersla er lögð á að skoða fyrri lífsreynslu fólks, núverandi aðstæður og umhverfi eða samfélag og menningu. Staðreyndin er hins vegar sú að andleg þjáning og sjálfsvígshugsanir verða aldrei til í tómarúmi og raunveruleg rót þeirra er því ekki einstaklingurinn sjálfur. Tilfinningaleg krísa og öngstræti er hluti af því að vera manneskja. Vanlíðan er skiljanlegt viðbragð við því sem er að gerast eða hefur gerst í lífi okkar - hún er ekki sjúkdómseinkenni! Við getum öll lent á þeim stað í lífinu þar sem okkur líður verulega illa og okkur langar jafnvel til að fara. Öll getum við upplifað að lífið sé yfirþyrmandi og að við höfum ekki úrræði, bjargir eða þann stuðning sem við þurfum til að breyta aðstæðum okkar og líðan. Við upprætum vandann ekki með sjúkdómsmiðaðri nálgun heldur gerum við það með því að draga úr sjúkdómsvæðingu tilfinninga og horfa heildrænt á líðan fólks. Það er reynsla okkar í Hugarafli að orsök andlegrar þjáningar, sjálfsskaða og sjálfsvígshugsana sé einmitt að finna í fyrri lífsreynslu, núverandi aðstæðum eða umhverfis- og samfélagsþáttum. Þetta geta t.d. verið þættir eins og áföll, atvinnumissir, sambandsslit, ofbeldi, jaðarsetning, mismunun og skortur á félagslegum tengslum, stuðningsríku umhverfi og tækifærum til menntunar og samfélagsþátttöku. Við í Hugarafli erum langþreytt á því að það sé skautað fram hjá raunverulegri orsök vandans og að vanlíðaninni sé skellt á einstaklinginn! Við erum að sóa fjármunum með núverandi nálgun og auka á vanlíðan fólks. Í glænýrri bók Hugaraflsfélaga, Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum, kemur fram sterkt ákall eftir breyttri nálgun í geðheilbrigðisþjónustu. Við viljum að vandinn sé skoðaður heildrænt og að horft sé á einstaklinginn í samhengi við umhverfi sitt og samfélag. Mannréttindi og mannvirðing þarf að vera leiðarljós á öllum stigum þjónustu og útrýma þarf öllum beinum og óbeinum þvingunum. Við styðjum fólk ekki til þess að velja lífið með því að skerða mannréttindi þess og taka af því völdin yfir eigin lífi. Þessar breytingar sem kallað er eftir í bókinni eru í fullu samræmi við tilmæli Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og Sameinuðu þjóðanna. Hvað þarf að gerast til þess að farið verði eftir þessum tilmælum alþjóðastofnana og ákalli okkar sem höfum reynslu af andlegri þjáningu og þjónustu geðheilbrigðiskerfisins? Eftir hverju erum við að bíða? Höfundar eru Hugaraflsfélagar og tvær af höfundum bókarinnar Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Svava Arnardóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Geðheilbrigðismál og sjálfsvíg hafa verið töluvert í umræðunni undanfarið ár, sérstaklega vegna heimsfaraldurs covid-19. Í umræðunni hefur komið fram sterkt ákall eftir einhvers konar breytingum og auknu fjármagni í málaflokkinn. Fólk er óánægt með geðheilbrigðiskerfið okkar. Og það vantar sannarlega fjármagn - en það þarf líka að skipta algjörlega um hugmyndafræði! Hugmyndafræðin sem geðheilbrigðisþjónustan vinnur eftir byggist á því að andleg þjáning sé sjúkdómur. Þessi nálgun beinir okkur inn á ákveðnar brautir hvað varðar meðferð við vanlíðan þar sem fókusinn er alfarið settur á einstaklinginn og einstaklingsmiðaðar lausnir (t.d. HAM - að breyta hugsunarhætti - og lyf). Mjög lítil áhersla er lögð á að skoða fyrri lífsreynslu fólks, núverandi aðstæður og umhverfi eða samfélag og menningu. Staðreyndin er hins vegar sú að andleg þjáning og sjálfsvígshugsanir verða aldrei til í tómarúmi og raunveruleg rót þeirra er því ekki einstaklingurinn sjálfur. Tilfinningaleg krísa og öngstræti er hluti af því að vera manneskja. Vanlíðan er skiljanlegt viðbragð við því sem er að gerast eða hefur gerst í lífi okkar - hún er ekki sjúkdómseinkenni! Við getum öll lent á þeim stað í lífinu þar sem okkur líður verulega illa og okkur langar jafnvel til að fara. Öll getum við upplifað að lífið sé yfirþyrmandi og að við höfum ekki úrræði, bjargir eða þann stuðning sem við þurfum til að breyta aðstæðum okkar og líðan. Við upprætum vandann ekki með sjúkdómsmiðaðri nálgun heldur gerum við það með því að draga úr sjúkdómsvæðingu tilfinninga og horfa heildrænt á líðan fólks. Það er reynsla okkar í Hugarafli að orsök andlegrar þjáningar, sjálfsskaða og sjálfsvígshugsana sé einmitt að finna í fyrri lífsreynslu, núverandi aðstæðum eða umhverfis- og samfélagsþáttum. Þetta geta t.d. verið þættir eins og áföll, atvinnumissir, sambandsslit, ofbeldi, jaðarsetning, mismunun og skortur á félagslegum tengslum, stuðningsríku umhverfi og tækifærum til menntunar og samfélagsþátttöku. Við í Hugarafli erum langþreytt á því að það sé skautað fram hjá raunverulegri orsök vandans og að vanlíðaninni sé skellt á einstaklinginn! Við erum að sóa fjármunum með núverandi nálgun og auka á vanlíðan fólks. Í glænýrri bók Hugaraflsfélaga, Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum, kemur fram sterkt ákall eftir breyttri nálgun í geðheilbrigðisþjónustu. Við viljum að vandinn sé skoðaður heildrænt og að horft sé á einstaklinginn í samhengi við umhverfi sitt og samfélag. Mannréttindi og mannvirðing þarf að vera leiðarljós á öllum stigum þjónustu og útrýma þarf öllum beinum og óbeinum þvingunum. Við styðjum fólk ekki til þess að velja lífið með því að skerða mannréttindi þess og taka af því völdin yfir eigin lífi. Þessar breytingar sem kallað er eftir í bókinni eru í fullu samræmi við tilmæli Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og Sameinuðu þjóðanna. Hvað þarf að gerast til þess að farið verði eftir þessum tilmælum alþjóðastofnana og ákalli okkar sem höfum reynslu af andlegri þjáningu og þjónustu geðheilbrigðiskerfisins? Eftir hverju erum við að bíða? Höfundar eru Hugaraflsfélagar og tvær af höfundum bókarinnar Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun