Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson skrifar 10. september 2021 17:02 Það hefur verið mikil lífsreynsla fyrir mig sem áhugamann um áfengis- og vímuefnamál að takast á við þennan málaflokk á vettvangi stjórnmálanna. Óhætt er að segja að lítið sem ekkert hafi gengið í baráttunni við að stytta biðlista í meðferð, vegna þeirra skoðunar núverandi heilbrigðisráðherra að ríkið eitt skuli sjá um þessi mál en ekki einhverjir aðrir. Píratar og síðar hæstvirtur heilbrigðisráðherra lögðu fram og mæltu fyrir frumvörpum, á sitthvoru árinu, um afglæpavæðingu „neysluskammta “ fíkniefna. Bæði þessi frumvörp voru algjörlega vanunnin sem kom best í ljós í umsögnum aðila eins og Læknafélags Íslands, lögreglunnar, og allmargra forvarna- og bindindisfélaga við vinnslu málanna. Spurningunni um það hvað er „neysluskammtur “ er enn ósvarað. Það er staðreynd að skammtur sem „er í lagi“ fyrir einn getur drepið annan. Þeir sem neyta fíkniefna byggja upp þol fyrir stærri skömmtum sem þeir, sem eru að bara að „fikta, “ hafa ekki. Erum við nokkuð búin að gleyma þeim sorglegu fréttum sem reglulega berast um ungt fólk sem dáið hafa af einum skammt! Hvaða merkingu hefur orðið „neysluskammtur “ í slíkum tilvikum? Flytjendur frumvarpanna segja að önnur lönd, t.d. Portúgal, hafi farið þessa leið. Það er alrangt, þau lönd höfðu lögreglu, læknasamfélagið og forvarna- og meðferðarsamtök og fleiri aðila með í ráðum í þeirri vinnu. Hérna á Íslandi ætla heilbrigðisráðherra og Píratar að hundsa slíkt samstarf. Andstaðan við fíkn er að vera allsgáður Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, vitnar í þrettán orð sem breyttu öllu í hennar huga í nýlegri grein á Vísi. „Andstæðan við fíkn er ekki að vera alsgáður. Andstæðan við fíkn eru tengsl.“ Að hennar sögn breyttu þessi orð hvernig hún hugsar um vímuefni. Gott og vel en þetta er algjör andstaða við mína upplifun sem óvirkur fíknisjúklingur (alkóhólisti). Í mínu lífi í dag er er andstæðan við fíkn að vera allsgáður og á meðan ég var „virkur í neyslu“ einangraðist ég frá nánast öllum tengslum við annað fólk. Var þó áður og er í dag mikil félagsvera. Ég hef oft rætt það alheimsvandamál sem eru undirheimar sem tengjast ólöglegum fíkniefnum og í því sambandi rifjað upp bannár áfengis, 1920 – 1935. Sú saga segir okkur að fíknivandinn og hörmungar áfengis og annar vímuefna er ekki ný af nálinni. Samstarf og sú samvinna landa á milli, þegar vá steðjar að heiminum hefur sýnt að margt er gerleg ef fólk snýr bökum saman. Nýjasta dæmið er glíman við Covid-19, þar sem allir, hvar sem er í heiminum, eru að fást við einn óvin. Eyðum biðlistunum Hér heima á Fróni verðum við stjórnmálamenn í samstarfi við lækna, lögreglu, meðferðaraðila, forvarnaraðila, bindindissamtök og alla þá sem málið varða að taka skynsamlegar ákvarðanir en ekki flana að neinu. Því miður eru þessi frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna algjörlega vanunnin. Það þarf hins vegar að ráðast í það strax að eyða öllum biðlistum þegar kemur um að komast í meðferð. Þar bíða nú ríflega 600 manns og hafa beðið allt of lengi. Ég hef lagt fram tvær þingsályktanir um lausn á þessum vanda á kjörtímabilinu og mun áfram berjast fyrir þeim málum. Uppgjöf er ekki í boði og allt hálfkák er gagnslaust. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Fíkn Mest lesið Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið mikil lífsreynsla fyrir mig sem áhugamann um áfengis- og vímuefnamál að takast á við þennan málaflokk á vettvangi stjórnmálanna. Óhætt er að segja að lítið sem ekkert hafi gengið í baráttunni við að stytta biðlista í meðferð, vegna þeirra skoðunar núverandi heilbrigðisráðherra að ríkið eitt skuli sjá um þessi mál en ekki einhverjir aðrir. Píratar og síðar hæstvirtur heilbrigðisráðherra lögðu fram og mæltu fyrir frumvörpum, á sitthvoru árinu, um afglæpavæðingu „neysluskammta “ fíkniefna. Bæði þessi frumvörp voru algjörlega vanunnin sem kom best í ljós í umsögnum aðila eins og Læknafélags Íslands, lögreglunnar, og allmargra forvarna- og bindindisfélaga við vinnslu málanna. Spurningunni um það hvað er „neysluskammtur “ er enn ósvarað. Það er staðreynd að skammtur sem „er í lagi“ fyrir einn getur drepið annan. Þeir sem neyta fíkniefna byggja upp þol fyrir stærri skömmtum sem þeir, sem eru að bara að „fikta, “ hafa ekki. Erum við nokkuð búin að gleyma þeim sorglegu fréttum sem reglulega berast um ungt fólk sem dáið hafa af einum skammt! Hvaða merkingu hefur orðið „neysluskammtur “ í slíkum tilvikum? Flytjendur frumvarpanna segja að önnur lönd, t.d. Portúgal, hafi farið þessa leið. Það er alrangt, þau lönd höfðu lögreglu, læknasamfélagið og forvarna- og meðferðarsamtök og fleiri aðila með í ráðum í þeirri vinnu. Hérna á Íslandi ætla heilbrigðisráðherra og Píratar að hundsa slíkt samstarf. Andstaðan við fíkn er að vera allsgáður Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, vitnar í þrettán orð sem breyttu öllu í hennar huga í nýlegri grein á Vísi. „Andstæðan við fíkn er ekki að vera alsgáður. Andstæðan við fíkn eru tengsl.“ Að hennar sögn breyttu þessi orð hvernig hún hugsar um vímuefni. Gott og vel en þetta er algjör andstaða við mína upplifun sem óvirkur fíknisjúklingur (alkóhólisti). Í mínu lífi í dag er er andstæðan við fíkn að vera allsgáður og á meðan ég var „virkur í neyslu“ einangraðist ég frá nánast öllum tengslum við annað fólk. Var þó áður og er í dag mikil félagsvera. Ég hef oft rætt það alheimsvandamál sem eru undirheimar sem tengjast ólöglegum fíkniefnum og í því sambandi rifjað upp bannár áfengis, 1920 – 1935. Sú saga segir okkur að fíknivandinn og hörmungar áfengis og annar vímuefna er ekki ný af nálinni. Samstarf og sú samvinna landa á milli, þegar vá steðjar að heiminum hefur sýnt að margt er gerleg ef fólk snýr bökum saman. Nýjasta dæmið er glíman við Covid-19, þar sem allir, hvar sem er í heiminum, eru að fást við einn óvin. Eyðum biðlistunum Hér heima á Fróni verðum við stjórnmálamenn í samstarfi við lækna, lögreglu, meðferðaraðila, forvarnaraðila, bindindissamtök og alla þá sem málið varða að taka skynsamlegar ákvarðanir en ekki flana að neinu. Því miður eru þessi frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna algjörlega vanunnin. Það þarf hins vegar að ráðast í það strax að eyða öllum biðlistum þegar kemur um að komast í meðferð. Þar bíða nú ríflega 600 manns og hafa beðið allt of lengi. Ég hef lagt fram tvær þingsályktanir um lausn á þessum vanda á kjörtímabilinu og mun áfram berjast fyrir þeim málum. Uppgjöf er ekki í boði og allt hálfkák er gagnslaust. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun