Það sem Ole sagði! Sigurjón Vídalín Guðmundsson skrifar 10. september 2021 13:02 Í Fréttablaðinu í morgun birtist grein eftir Ole Anton Bieltvedt með fyrirsögninni Væri lántaka með 0,68% ársvöxtum eitthvað fyrir þig? Við lestur greinarinnar kom í ljós að ég og Ole erum algjörlega á sama máli enda fjallar hún um mikilvægasta hagsmunamál þjóðarinnar sem er gengisstöðugleiki og tenging íslensku krónunnar við evru. Ef Danir geta þetta, af hverju ekki við? Ole bendir á að Danir og Færeyingar hafi fyrir löngu tekið upp evru í gegnum samning við evrópska seðlabankann og Danir höfðu reyndar góða reynslu af slíku fyrirkomulagi en danska krónan var tengd við þýska markið áður en evran varð til. Þetta er sú leið sem við í Viðreisn tölum fyrir og nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að taka þetta skref fyrir heimilin í landinu, fyrirtækin okkar, ríki og sveitarfélög. Það liggur í augum uppi að lágvaxta umhverfi til jafns við það sem þekkist hjá þeim þjóðum sem við berum okkur jafnan saman við eykur samkeppnishæfni okkar á alþjóðlegum mörkuðum og myndi bæta allt rekstrarumhverfi fyrirtækja og heimila. Bara það að geta séð 3-5 ár fram í tímann í stað 3-5 mánaða eins og nú er væri bylting á öllu rekstrarumhverfi sem við búum við í dag. Lægri vextir og engin verðtrygging! Með þessu móti yrði krónan í raun evra og af því myndi leiða að vaxtarumhverfið yrði samskonar og þekkist innan evrusvæðisins. Húsnæðisvextir yrðu þá um 1,5% en ekki rúm 5% og hærra eins og við þekkjum hér og verðtrygging lána myndi heyra sögunni til. Vissulega eru vextir á verðtryggðum lánum um og yfir 2% en við þá bætist síðan verðtrygging sem tekur mið af verðbólgu. Ef verðbólga er t.d. 3% þá bætist það í raun við vextina þó að það þurfi ekki að borga þann hluta fyrr en seinna. Þess vegna eru afborganir af verðtryggðum lánum lægri en af óverðtryggðum lánum. Eignamyndun þeirra sem eru með verðtryggð lán er hins vegar mun hægari en á lánum með óverðtryggðum vöxtum. Af hverju vilja fjármagnseigendur og íhaldsflokkarnir ekki afnema verðtrygginguna? Þegar ég var í MBA námi þá spurði ég eitt sinn að því af hverju það væri svona mikil tregða við að afnema verðtrygginguna á Íslandi. Svarið sem ég fékk var mjög upplýsandi og hjálpaði mér að setja hlutina í samhengi. Svarið var á þá leið að það væru tveir hópar sem stæðu fastast gegn því. Annar hópurinn væru fjármagnseigendur en þeir vildu halda í verðtrygginguna svo að þeir gætu ávaxtað sitt fjármagn á Íslandi án áhættu. Til skýringar þá virkar verðtrygging þannig að þú getur ekki tapað á því að lána með verðtryggingu því höfuðstóllinn heldur alltaf verðmæti sínum vegna þess að verðbólgan er reiknuð til vaxta auk vaxtanna sem eru á láninu. Lántakandinn tekur því alla áhættuna. Hinn hópurinn væru stjórnmálamenn sem vildu geta leiðrétt hagstjórnarmistök með því að veikja eða styrkja gjaldmiðilinn eftir hentugleika. Vandamálið við slíka hagstjórn er hins vegar sú að einhver þarf samt sem áður að borga og það lendir yfirleitt alltaf á almenningi sem einhvers konar skerðing á lífskjörum. Þess vegna get ég tekið undir með Ole þegar hann segir: „Þannig er mér fyrirmunað að skilja, að almenningur – kjósendur í landinu – skuli ekki hafa fyrir löngu séð í gegnum þetta spillta valdakerfi og tekið af skarið; farið í stöðugleikann, öryggið og þá lágvexti, sem evra ein getur tryggt!?“ Gefum framtíðinni tækifæri! Nú sem áður eru það kjósendur, almenningur í landinu, sem hefur tækifæri til að láta vilja sinn í ljós 25. sept. nk. þegar kosið verður til Alþings. Ég hvet því kjósendur eindregið að kynna sér vel stefnuskrá Viðreisnar í efnahagsmálum sem og öðrum málefnum flokksins fyrir komandi kosningar og vona að sem flestir finni samhljóm með okkar stefnu. Kjósum með hjartanu, gefum framtíðinni tækifæri, kjósum Viðreisn! Höfundur skipar 3. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu í morgun birtist grein eftir Ole Anton Bieltvedt með fyrirsögninni Væri lántaka með 0,68% ársvöxtum eitthvað fyrir þig? Við lestur greinarinnar kom í ljós að ég og Ole erum algjörlega á sama máli enda fjallar hún um mikilvægasta hagsmunamál þjóðarinnar sem er gengisstöðugleiki og tenging íslensku krónunnar við evru. Ef Danir geta þetta, af hverju ekki við? Ole bendir á að Danir og Færeyingar hafi fyrir löngu tekið upp evru í gegnum samning við evrópska seðlabankann og Danir höfðu reyndar góða reynslu af slíku fyrirkomulagi en danska krónan var tengd við þýska markið áður en evran varð til. Þetta er sú leið sem við í Viðreisn tölum fyrir og nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að taka þetta skref fyrir heimilin í landinu, fyrirtækin okkar, ríki og sveitarfélög. Það liggur í augum uppi að lágvaxta umhverfi til jafns við það sem þekkist hjá þeim þjóðum sem við berum okkur jafnan saman við eykur samkeppnishæfni okkar á alþjóðlegum mörkuðum og myndi bæta allt rekstrarumhverfi fyrirtækja og heimila. Bara það að geta séð 3-5 ár fram í tímann í stað 3-5 mánaða eins og nú er væri bylting á öllu rekstrarumhverfi sem við búum við í dag. Lægri vextir og engin verðtrygging! Með þessu móti yrði krónan í raun evra og af því myndi leiða að vaxtarumhverfið yrði samskonar og þekkist innan evrusvæðisins. Húsnæðisvextir yrðu þá um 1,5% en ekki rúm 5% og hærra eins og við þekkjum hér og verðtrygging lána myndi heyra sögunni til. Vissulega eru vextir á verðtryggðum lánum um og yfir 2% en við þá bætist síðan verðtrygging sem tekur mið af verðbólgu. Ef verðbólga er t.d. 3% þá bætist það í raun við vextina þó að það þurfi ekki að borga þann hluta fyrr en seinna. Þess vegna eru afborganir af verðtryggðum lánum lægri en af óverðtryggðum lánum. Eignamyndun þeirra sem eru með verðtryggð lán er hins vegar mun hægari en á lánum með óverðtryggðum vöxtum. Af hverju vilja fjármagnseigendur og íhaldsflokkarnir ekki afnema verðtrygginguna? Þegar ég var í MBA námi þá spurði ég eitt sinn að því af hverju það væri svona mikil tregða við að afnema verðtrygginguna á Íslandi. Svarið sem ég fékk var mjög upplýsandi og hjálpaði mér að setja hlutina í samhengi. Svarið var á þá leið að það væru tveir hópar sem stæðu fastast gegn því. Annar hópurinn væru fjármagnseigendur en þeir vildu halda í verðtrygginguna svo að þeir gætu ávaxtað sitt fjármagn á Íslandi án áhættu. Til skýringar þá virkar verðtrygging þannig að þú getur ekki tapað á því að lána með verðtryggingu því höfuðstóllinn heldur alltaf verðmæti sínum vegna þess að verðbólgan er reiknuð til vaxta auk vaxtanna sem eru á láninu. Lántakandinn tekur því alla áhættuna. Hinn hópurinn væru stjórnmálamenn sem vildu geta leiðrétt hagstjórnarmistök með því að veikja eða styrkja gjaldmiðilinn eftir hentugleika. Vandamálið við slíka hagstjórn er hins vegar sú að einhver þarf samt sem áður að borga og það lendir yfirleitt alltaf á almenningi sem einhvers konar skerðing á lífskjörum. Þess vegna get ég tekið undir með Ole þegar hann segir: „Þannig er mér fyrirmunað að skilja, að almenningur – kjósendur í landinu – skuli ekki hafa fyrir löngu séð í gegnum þetta spillta valdakerfi og tekið af skarið; farið í stöðugleikann, öryggið og þá lágvexti, sem evra ein getur tryggt!?“ Gefum framtíðinni tækifæri! Nú sem áður eru það kjósendur, almenningur í landinu, sem hefur tækifæri til að láta vilja sinn í ljós 25. sept. nk. þegar kosið verður til Alþings. Ég hvet því kjósendur eindregið að kynna sér vel stefnuskrá Viðreisnar í efnahagsmálum sem og öðrum málefnum flokksins fyrir komandi kosningar og vona að sem flestir finni samhljóm með okkar stefnu. Kjósum með hjartanu, gefum framtíðinni tækifæri, kjósum Viðreisn! Höfundur skipar 3. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun