Kona hætt komin í bruna við Týsgötu Heimir Már Pétursson skrifar 10. september 2021 20:10 Slökkviliði gekk vel að ráða niðurlögum eldsins við Týsgötu og reykræsti kjallaraíbúðina að slökkvistarfi loknu. Stöð 2/Arnar Kona var flutt á slysadeild eftir að eldur kom upp í kjallaraíbúð við Týsgötu í Reykjavík í dag. Tilviljun réði því að nágranni á næstu hæð var heima og sá reyk leggja frá íbúðinni. Rétt fyrir klukkan tvö í dag var slökkvilið kallað að húsi við Týsgötu vegna mikils reyks sem lagði frá íbúð í kjallara. Hallgrímur Hallgrímsson varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir nágranna hafða skroppið heim úr vinnu og þá orðið var við reykinn og barið á dyr kjallaraíbúðarinnar þar til kona sem þar býr kom til dyra. Hallgrímur Hallgrímsson varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Stöð 2/Arnar „Þegar við komum á staðinn er nokkuð mikill reykur sem kemur út um glugga sem snýr að Týsgötunni. Einn íbúi var í íbúðinni þegar eldurinn kemur upp en hafði komist út af sjálfsdáðun eftir að fyrrnefndur nágranni hafði bankað á hurðina og gerði vart við sig,“ segir Hallgrímur. Konan var flutt á slysadeild með reykeitrun en er ekki talin í lífshættu. Slökkviliðsmenn á staðnum vildu minna fólk á að hafa reykskynjara í íbúðum sínum. Þeir geti skipt sköpum milli lífs og dauða en eins og áður sagði var tilviljun að nágranni sem þurfti að skreppa heim úr vinnu sá reykinn. Talið er að eldurinn hafi komið upp í eldhúsi en þó ekki út frá potti á hellu en eldurinn var lítill sem enginn þegar slökkilið kom á staðinn en mikill reykur. Og þegar er svona mikill reykur er fólk auðvitað í bráðri lífshættu? „Já, þetta var þess eðlis að ef hún hefði verið lengur þarna inni hefði hún getað verið í hættu,“ segir Hallgrímur Hallgrímsson. Slökkvilið Reykjavík Mest lesið „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira
Rétt fyrir klukkan tvö í dag var slökkvilið kallað að húsi við Týsgötu vegna mikils reyks sem lagði frá íbúð í kjallara. Hallgrímur Hallgrímsson varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir nágranna hafða skroppið heim úr vinnu og þá orðið var við reykinn og barið á dyr kjallaraíbúðarinnar þar til kona sem þar býr kom til dyra. Hallgrímur Hallgrímsson varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Stöð 2/Arnar „Þegar við komum á staðinn er nokkuð mikill reykur sem kemur út um glugga sem snýr að Týsgötunni. Einn íbúi var í íbúðinni þegar eldurinn kemur upp en hafði komist út af sjálfsdáðun eftir að fyrrnefndur nágranni hafði bankað á hurðina og gerði vart við sig,“ segir Hallgrímur. Konan var flutt á slysadeild með reykeitrun en er ekki talin í lífshættu. Slökkviliðsmenn á staðnum vildu minna fólk á að hafa reykskynjara í íbúðum sínum. Þeir geti skipt sköpum milli lífs og dauða en eins og áður sagði var tilviljun að nágranni sem þurfti að skreppa heim úr vinnu sá reykinn. Talið er að eldurinn hafi komið upp í eldhúsi en þó ekki út frá potti á hellu en eldurinn var lítill sem enginn þegar slökkilið kom á staðinn en mikill reykur. Og þegar er svona mikill reykur er fólk auðvitað í bráðri lífshættu? „Já, þetta var þess eðlis að ef hún hefði verið lengur þarna inni hefði hún getað verið í hættu,“ segir Hallgrímur Hallgrímsson.
Slökkvilið Reykjavík Mest lesið „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira