Fram áfram taplaust | Þróttarar fallnir Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 11. september 2021 16:56 Grindvíkingar unnu sigur á Aftureldingu í dag Það fór fram heil umferð í Lengjudeild karla í dag. ÍBV er öruggt upp, Framarar eygja enn von um að klára tímabilið án tapleiks en það er sorg í Laugardalnum því Þróttarar eru fallnir. Það fóru fram sex leikir í lengjudeild karla í dag. Á Domusnova vellinum í Breiðholti mættu heimamenn í Kórdrengjum sjóðheitum Frömurum. Kórdrengir gerðu sitt til þess að skila Fram sínu fyrsta tapi í sumar en það tókst þó ekki og endaði leikurinn 2-2 eftir að Guðmundur Magnússon skoraði á 95. mínútu. Arnleifur Hjörleifsson og Loic Ondo skoruðu mörk Kórrdrengja en Kyle McLagan og Fyrrnefndur Guðmundur skoruðu mörk Fram sem er langefst með 55 stig. Kórdrengir eru komnir niður í fjórða sætið með 38 stig. Á Extra vellinum komu Vestramenn í heimsókn og öttu kappi við Fjölni. Gamla kempan Baldur Sigurðsson skoraði á 6. mínútu leiksins áður en Luke Rae jafnaði metin á 44. mínútu. Það var svo Ragnar Leósson sem skoraði sigurmarkið rétt fyrir lok leiks. 2-1 fyrir Fjölni sem lyfti sér upp í þriðja sæti deildarinnar. Vestri siglir lygnan sjó í fimmta sætinu. ÍBV fékk Þrótt Reykjavík sem voru fallnir í heimsókn. Eyjamenn unnu fínan sigur og eru á leiðinni upp um deild. Í Ólafsvík var boðið upp á markasúpu þegar að lánlausir Ólsarar lágu fyrir Gróttu. Lokatölur 3-5 þar sem Grótta komst í 0-4 áður en Víkingar löguðu stöðuna. Víkingar langneðstir með fimm stig en Grótta í sjötta sæti með 29. Grindvíkingar gerðu góða ferð í Mosfellsbæ og unnu 1-3 sigur á Aftureldingu. Vonbrigðatímabil hjá þeim gulu en góður sigur engu að síður. Afturelding í níunda sæti með 23 stig en Grindavík í því sjöunda með 26. Selfoss vann Þór Akureyri á Akureyri 1-2 í leik sem skipti litlu máli. Þórsarar sennilega sáttir við að tímabilið sé að klárast. Fram Þróttur Reykjavík Lengjudeild karla ÍBV Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira
Það fóru fram sex leikir í lengjudeild karla í dag. Á Domusnova vellinum í Breiðholti mættu heimamenn í Kórdrengjum sjóðheitum Frömurum. Kórdrengir gerðu sitt til þess að skila Fram sínu fyrsta tapi í sumar en það tókst þó ekki og endaði leikurinn 2-2 eftir að Guðmundur Magnússon skoraði á 95. mínútu. Arnleifur Hjörleifsson og Loic Ondo skoruðu mörk Kórrdrengja en Kyle McLagan og Fyrrnefndur Guðmundur skoruðu mörk Fram sem er langefst með 55 stig. Kórdrengir eru komnir niður í fjórða sætið með 38 stig. Á Extra vellinum komu Vestramenn í heimsókn og öttu kappi við Fjölni. Gamla kempan Baldur Sigurðsson skoraði á 6. mínútu leiksins áður en Luke Rae jafnaði metin á 44. mínútu. Það var svo Ragnar Leósson sem skoraði sigurmarkið rétt fyrir lok leiks. 2-1 fyrir Fjölni sem lyfti sér upp í þriðja sæti deildarinnar. Vestri siglir lygnan sjó í fimmta sætinu. ÍBV fékk Þrótt Reykjavík sem voru fallnir í heimsókn. Eyjamenn unnu fínan sigur og eru á leiðinni upp um deild. Í Ólafsvík var boðið upp á markasúpu þegar að lánlausir Ólsarar lágu fyrir Gróttu. Lokatölur 3-5 þar sem Grótta komst í 0-4 áður en Víkingar löguðu stöðuna. Víkingar langneðstir með fimm stig en Grótta í sjötta sæti með 29. Grindvíkingar gerðu góða ferð í Mosfellsbæ og unnu 1-3 sigur á Aftureldingu. Vonbrigðatímabil hjá þeim gulu en góður sigur engu að síður. Afturelding í níunda sæti með 23 stig en Grindavík í því sjöunda með 26. Selfoss vann Þór Akureyri á Akureyri 1-2 í leik sem skipti litlu máli. Þórsarar sennilega sáttir við að tímabilið sé að klárast.
Fram Þróttur Reykjavík Lengjudeild karla ÍBV Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira