Fram áfram taplaust | Þróttarar fallnir Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 11. september 2021 16:56 Grindvíkingar unnu sigur á Aftureldingu í dag Það fór fram heil umferð í Lengjudeild karla í dag. ÍBV er öruggt upp, Framarar eygja enn von um að klára tímabilið án tapleiks en það er sorg í Laugardalnum því Þróttarar eru fallnir. Það fóru fram sex leikir í lengjudeild karla í dag. Á Domusnova vellinum í Breiðholti mættu heimamenn í Kórdrengjum sjóðheitum Frömurum. Kórdrengir gerðu sitt til þess að skila Fram sínu fyrsta tapi í sumar en það tókst þó ekki og endaði leikurinn 2-2 eftir að Guðmundur Magnússon skoraði á 95. mínútu. Arnleifur Hjörleifsson og Loic Ondo skoruðu mörk Kórrdrengja en Kyle McLagan og Fyrrnefndur Guðmundur skoruðu mörk Fram sem er langefst með 55 stig. Kórdrengir eru komnir niður í fjórða sætið með 38 stig. Á Extra vellinum komu Vestramenn í heimsókn og öttu kappi við Fjölni. Gamla kempan Baldur Sigurðsson skoraði á 6. mínútu leiksins áður en Luke Rae jafnaði metin á 44. mínútu. Það var svo Ragnar Leósson sem skoraði sigurmarkið rétt fyrir lok leiks. 2-1 fyrir Fjölni sem lyfti sér upp í þriðja sæti deildarinnar. Vestri siglir lygnan sjó í fimmta sætinu. ÍBV fékk Þrótt Reykjavík sem voru fallnir í heimsókn. Eyjamenn unnu fínan sigur og eru á leiðinni upp um deild. Í Ólafsvík var boðið upp á markasúpu þegar að lánlausir Ólsarar lágu fyrir Gróttu. Lokatölur 3-5 þar sem Grótta komst í 0-4 áður en Víkingar löguðu stöðuna. Víkingar langneðstir með fimm stig en Grótta í sjötta sæti með 29. Grindvíkingar gerðu góða ferð í Mosfellsbæ og unnu 1-3 sigur á Aftureldingu. Vonbrigðatímabil hjá þeim gulu en góður sigur engu að síður. Afturelding í níunda sæti með 23 stig en Grindavík í því sjöunda með 26. Selfoss vann Þór Akureyri á Akureyri 1-2 í leik sem skipti litlu máli. Þórsarar sennilega sáttir við að tímabilið sé að klárast. Fram Þróttur Reykjavík Lengjudeild karla ÍBV Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Sjá meira
Það fóru fram sex leikir í lengjudeild karla í dag. Á Domusnova vellinum í Breiðholti mættu heimamenn í Kórdrengjum sjóðheitum Frömurum. Kórdrengir gerðu sitt til þess að skila Fram sínu fyrsta tapi í sumar en það tókst þó ekki og endaði leikurinn 2-2 eftir að Guðmundur Magnússon skoraði á 95. mínútu. Arnleifur Hjörleifsson og Loic Ondo skoruðu mörk Kórrdrengja en Kyle McLagan og Fyrrnefndur Guðmundur skoruðu mörk Fram sem er langefst með 55 stig. Kórdrengir eru komnir niður í fjórða sætið með 38 stig. Á Extra vellinum komu Vestramenn í heimsókn og öttu kappi við Fjölni. Gamla kempan Baldur Sigurðsson skoraði á 6. mínútu leiksins áður en Luke Rae jafnaði metin á 44. mínútu. Það var svo Ragnar Leósson sem skoraði sigurmarkið rétt fyrir lok leiks. 2-1 fyrir Fjölni sem lyfti sér upp í þriðja sæti deildarinnar. Vestri siglir lygnan sjó í fimmta sætinu. ÍBV fékk Þrótt Reykjavík sem voru fallnir í heimsókn. Eyjamenn unnu fínan sigur og eru á leiðinni upp um deild. Í Ólafsvík var boðið upp á markasúpu þegar að lánlausir Ólsarar lágu fyrir Gróttu. Lokatölur 3-5 þar sem Grótta komst í 0-4 áður en Víkingar löguðu stöðuna. Víkingar langneðstir með fimm stig en Grótta í sjötta sæti með 29. Grindvíkingar gerðu góða ferð í Mosfellsbæ og unnu 1-3 sigur á Aftureldingu. Vonbrigðatímabil hjá þeim gulu en góður sigur engu að síður. Afturelding í níunda sæti með 23 stig en Grindavík í því sjöunda með 26. Selfoss vann Þór Akureyri á Akureyri 1-2 í leik sem skipti litlu máli. Þórsarar sennilega sáttir við að tímabilið sé að klárast.
Fram Þróttur Reykjavík Lengjudeild karla ÍBV Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Sjá meira