Stóreignaskattur er siðlaus og tvöföld heimska! Ole Anton Bieltvedt skrifar 11. september 2021 19:00 Mér hefur fundizt Samfylkingin vera ágætur flokkur, einkum undir þeirri forustu, sem verið hefur undanfarin ár, en ég sakna nú m.a. fíns drengs, Ágústar Ólafs Ágústssonar, sem reyndar er bæði lögfræðingur og hagfræðingur, þó að það sé ekki málið, heldur hans almennu og miklu kostir, ekki sízt á sviði dýraverndar, þar sem hann var fremstur í flokki alþingismanna. Í staðinn er komið nýtt fólk, eflaust gott fólk, en margt full ungt, reynslulítið og óþroskað, hefur lítið þurft að standa ölduna á lífsins ólgusjó, en telur sig samt vera útvalið, jafnvel til leiðtogahlutverka, auðvitað án þess að vera það. Hefur þetta nýja fólk sett nokkuð mark á nýja stefnu flokksins, og er þar ekki allt til góðs. Auðvitað er þetta unga fólk, um og yfir þrítugt, ekki eitt á ferð, hinir þurftu að þvælast með, en nýi tónninn kann að hafa komið nokkuð frá sjálfumglöðum nýliðum. Eru þessi orð skrifuð sérstaklega með tilliti til tillögu Samfylkingarinnar um, að stóreignaskattur verði innleiddur hér. Þeir, sem eiga hreina eign upp á 200 milljónir skuli greiða af þessari eign umtalsverðan skatt. Slík skattlagning væri, í fyrsta lagi, með öllu siðlaus. Fólkið, sem á slíkar eignir – þarf ekki að vera meira en hús, sumarbústaður og bíll – var þá þegar búið að borga skatta af þeim tekjum, sem þessar eignir voru keyptar fyrir. Á það þá að borga skatt aftur af sömu tekjum? Hin hliðin á siðleysinu er sú, að slík skattlagning kæmi aftan að fólki, margt kannske eldra fólk, sumt veikburða eða veikt, sumt hætt að vinna, sumir einstæðir, og kæmi því í opna skjöldu. Ljót hugsun og ljótur leikur gagnvart slíkum fólki. Heimskan er annars vegar sú, að menn greiða ekki skatta og skyldur með eignum, heldur með tekjum. Það liggur engan vegin fyrir, að eigendur eigna upp á 200 milljónir hafi tekjur eða reiðufjárstöðu, svo nokkru nemi. Menn verða að hafa tekjur, til að geta greitt, annars er verið að neyða fólk í nauðungarsölu, til að hægt sé að greiða nýja skatta, sem enginn vissi um eða var undir búinn. Ætlar jafnaðarmannaflokkur að vaða í að skemma líf og tilveru kannske þeirra, sem minnst mega sín, þó að þeim hafi áskotnast einhverjar eignir í gegnum ævina, sem mestar eða allar tekjur haf verið settar í að borga. Flutningsmenn tala um, að þessi skattur nái aðeins til fárra, 2% að skattgreiðendum. En fólk er ekki prósentur, heldur lifandi mannverur. Við erum hér að tala um allt að 5.000 manns. Hin heimskan er sú, að með rekstri svona siðlausar skattastefnu er Samfylkingin að reka fleyg milli sín og annarra flokka, sem svona aðferðir vilja ekki heyra eða sjá, og þar með torvelda eða útiloka stjórnarsamstarf við þá. Háskólagráður og einhverjir merkir starfstitlar, á þröngu og afmörkuðu sviði, duga ekki alltaf til. Það sem er gott, hins vegar, hjá Samfylkingunni, er margt annað, einkum Evrópu- og Evrustefnan og almenn hófleg jafnarmannastefna, líka hugmyndir um barnabætur til barnafjölskyldna, sem á ýmsan hátt gæti verið gott mál, en flokkurinn verður að finna aðra fjármögnun fyrir þessi áform, helzt benda á óþarfa útgjöld í kerfinu eða sparnaðarmöguleika. Almenna skatta má auðvitað ekki hækka, nú eftir COVID-áfallið, en kannske mætti aðlaga bankaskatt að nýju og beina honum inn á þessar brautir. Um það má hugsa. 3 bankar landsins eru í einokunaraðstöðu með öll viðskipti í íslenzkum krónum - þau viðskipti vill enginn erlendur banki sjá - samkeppni milli þeirra virðist lítil eða engin og þeir skammta sér sjálfir sínar tekjur, nánast með sjálftöku, og að því er virðist í samráði, kannske þó ekki að yfirlögðu ráði. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skattar og tollar Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Mér hefur fundizt Samfylkingin vera ágætur flokkur, einkum undir þeirri forustu, sem verið hefur undanfarin ár, en ég sakna nú m.a. fíns drengs, Ágústar Ólafs Ágústssonar, sem reyndar er bæði lögfræðingur og hagfræðingur, þó að það sé ekki málið, heldur hans almennu og miklu kostir, ekki sízt á sviði dýraverndar, þar sem hann var fremstur í flokki alþingismanna. Í staðinn er komið nýtt fólk, eflaust gott fólk, en margt full ungt, reynslulítið og óþroskað, hefur lítið þurft að standa ölduna á lífsins ólgusjó, en telur sig samt vera útvalið, jafnvel til leiðtogahlutverka, auðvitað án þess að vera það. Hefur þetta nýja fólk sett nokkuð mark á nýja stefnu flokksins, og er þar ekki allt til góðs. Auðvitað er þetta unga fólk, um og yfir þrítugt, ekki eitt á ferð, hinir þurftu að þvælast með, en nýi tónninn kann að hafa komið nokkuð frá sjálfumglöðum nýliðum. Eru þessi orð skrifuð sérstaklega með tilliti til tillögu Samfylkingarinnar um, að stóreignaskattur verði innleiddur hér. Þeir, sem eiga hreina eign upp á 200 milljónir skuli greiða af þessari eign umtalsverðan skatt. Slík skattlagning væri, í fyrsta lagi, með öllu siðlaus. Fólkið, sem á slíkar eignir – þarf ekki að vera meira en hús, sumarbústaður og bíll – var þá þegar búið að borga skatta af þeim tekjum, sem þessar eignir voru keyptar fyrir. Á það þá að borga skatt aftur af sömu tekjum? Hin hliðin á siðleysinu er sú, að slík skattlagning kæmi aftan að fólki, margt kannske eldra fólk, sumt veikburða eða veikt, sumt hætt að vinna, sumir einstæðir, og kæmi því í opna skjöldu. Ljót hugsun og ljótur leikur gagnvart slíkum fólki. Heimskan er annars vegar sú, að menn greiða ekki skatta og skyldur með eignum, heldur með tekjum. Það liggur engan vegin fyrir, að eigendur eigna upp á 200 milljónir hafi tekjur eða reiðufjárstöðu, svo nokkru nemi. Menn verða að hafa tekjur, til að geta greitt, annars er verið að neyða fólk í nauðungarsölu, til að hægt sé að greiða nýja skatta, sem enginn vissi um eða var undir búinn. Ætlar jafnaðarmannaflokkur að vaða í að skemma líf og tilveru kannske þeirra, sem minnst mega sín, þó að þeim hafi áskotnast einhverjar eignir í gegnum ævina, sem mestar eða allar tekjur haf verið settar í að borga. Flutningsmenn tala um, að þessi skattur nái aðeins til fárra, 2% að skattgreiðendum. En fólk er ekki prósentur, heldur lifandi mannverur. Við erum hér að tala um allt að 5.000 manns. Hin heimskan er sú, að með rekstri svona siðlausar skattastefnu er Samfylkingin að reka fleyg milli sín og annarra flokka, sem svona aðferðir vilja ekki heyra eða sjá, og þar með torvelda eða útiloka stjórnarsamstarf við þá. Háskólagráður og einhverjir merkir starfstitlar, á þröngu og afmörkuðu sviði, duga ekki alltaf til. Það sem er gott, hins vegar, hjá Samfylkingunni, er margt annað, einkum Evrópu- og Evrustefnan og almenn hófleg jafnarmannastefna, líka hugmyndir um barnabætur til barnafjölskyldna, sem á ýmsan hátt gæti verið gott mál, en flokkurinn verður að finna aðra fjármögnun fyrir þessi áform, helzt benda á óþarfa útgjöld í kerfinu eða sparnaðarmöguleika. Almenna skatta má auðvitað ekki hækka, nú eftir COVID-áfallið, en kannske mætti aðlaga bankaskatt að nýju og beina honum inn á þessar brautir. Um það má hugsa. 3 bankar landsins eru í einokunaraðstöðu með öll viðskipti í íslenzkum krónum - þau viðskipti vill enginn erlendur banki sjá - samkeppni milli þeirra virðist lítil eða engin og þeir skammta sér sjálfir sínar tekjur, nánast með sjálftöku, og að því er virðist í samráði, kannske þó ekki að yfirlögðu ráði. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar