Auðlind og auðvald Árni Múli Jónasson skrifar 12. september 2021 07:01 Í síðustu viku var sagt frá því fjölmiðlum að Kaupfélag Skagfirðinga hefði keypt meirihluta í stærstu útgerðinni í Ólafsvík á Snæfellsnesi og hafi þar með enn bætt við fiskveiðikvóta FISK Seafood, sem er í eigu kaupfélagsins og er nú þriðja stærsta útgerð landsins, miðað við kvótastöðu. Í fréttum um þessi kaup í Morgunblaðinu og Stundinni er rætt við Kristin Jónsson, bæjarstjóra í Snæfellsbæ. Í viðtalið við Morgunblaðið sagði Kristin m.a.: „vissulega hræða spor sögunnar,“ og bæjarstórinn sagði einnig: „Eitt sinn keypti KEA hér útgerð og rækjuvinnslu, sem átti að efla. Fáum mánuðum síðar var kvótinn farinn og verksmiðjunni lokað og borið við breyttum forsendum. Sögur líkar þessari eru margar.“ Í frétt Morgunblaðsins um söluna segir einnig: „Steinunn ehf. er eitt stærsta útgerðarfyrirtækið í Ólafsvík og hefur skilað miklu til samfélagsins. Svo verður áfram, skv. því sem sagt hefur verið, en Kristinn segist taka öllu með fyrirvara og hefði kosið að heimamönnum hefði verið boðið að koma að kaupunum." Hér er bara enn eitt dæmið af mjög mörgum um þá nöturlegu staðreynd að útgerðarmenn, sem hafa fengið úthlutað frá ríkinu einkarétti til að nýta fiskveiðiauðlindina, sem öll íslenska þjóðin á, hafa líf og framtíð fólksins og heilu byggðarlaganna í hendi sér. Og þeir geta svipt fólkið sem þar býr lífsviðurværi sínu hvenær sem þeim þóknast og þeim hentar, með því að selja kvótann fyrirhafnarlaust hæstbjóðanda, oft fyrir marga milljarða og þurfa ekki að láta fólkið sem hefur unnið við að veiða fiskinn og vinna hann njóta nokkurs af þeim mikla ágóða með sér. En það er ekki nóg með það. Stórkostlegur auður, sem safnast á hendur eigenda og stjórnenda stórra útgerðarfyrirtækja, í krafti einkaréttar til að nýta fiskveiðiauðlindina sem við öll eigum saman, hefur gert þá gríðarlega valdamikla og valdhrokinn og virðingarleysið gagnvart þeim, sem fólkið sem á auðlindina, hefur treyst til að gæta hagsmuni sinna er mjög oft yfirgengilegt og gjörsamlega óþolandi. Segja þessi orð bæjarstjórans í Snæfellsbæ í viðtalinu við Stundina ekki sitt um það? „Þeir ætla sér að byggja hérna upp en mér þykir miður að hafa ekkert heyrt frá þeim þannig að ég veit ekki nákvæmlega hver áform þeirra eru, nema það sem stendur í fréttatilkynningunni.“ Með öðrum orðum. Fiskveiðiauðvaldið nennir ekki að ræða við sveitarstjórnarfólkið, sem íbúarnir hafa kosið með lýðræðislegum hætti. Þetta auðvald ber svo litla virðingu fyrir lýðræðislegu valdi að það nennir ekki einu sinni að þykjast bera virðingu fyrir því. Þetta ofurvald stórfyrirtækja stendur byggðunum á Íslandi stórkostlega fyrir þrifum og er gríðarlega óréttlátt gagnvart íbúunum, óheilbrigt og ólíðandi. Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að losa fólk og samfélög úr þessu kyrkingartaki með því að ná valdinu frá stórfyrirtækjunum og færa það til fólksins. Ef þú vilt leggja lið við það þjóðþrifaverk geturðu gert það með einföldum og mjög áhrifaríkum hætti: Greiddu Sósíalistaflokknum atkvæði þitt í alþingiskosningunum 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er á framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Múli Jónasson Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var sagt frá því fjölmiðlum að Kaupfélag Skagfirðinga hefði keypt meirihluta í stærstu útgerðinni í Ólafsvík á Snæfellsnesi og hafi þar með enn bætt við fiskveiðikvóta FISK Seafood, sem er í eigu kaupfélagsins og er nú þriðja stærsta útgerð landsins, miðað við kvótastöðu. Í fréttum um þessi kaup í Morgunblaðinu og Stundinni er rætt við Kristin Jónsson, bæjarstjóra í Snæfellsbæ. Í viðtalið við Morgunblaðið sagði Kristin m.a.: „vissulega hræða spor sögunnar,“ og bæjarstórinn sagði einnig: „Eitt sinn keypti KEA hér útgerð og rækjuvinnslu, sem átti að efla. Fáum mánuðum síðar var kvótinn farinn og verksmiðjunni lokað og borið við breyttum forsendum. Sögur líkar þessari eru margar.“ Í frétt Morgunblaðsins um söluna segir einnig: „Steinunn ehf. er eitt stærsta útgerðarfyrirtækið í Ólafsvík og hefur skilað miklu til samfélagsins. Svo verður áfram, skv. því sem sagt hefur verið, en Kristinn segist taka öllu með fyrirvara og hefði kosið að heimamönnum hefði verið boðið að koma að kaupunum." Hér er bara enn eitt dæmið af mjög mörgum um þá nöturlegu staðreynd að útgerðarmenn, sem hafa fengið úthlutað frá ríkinu einkarétti til að nýta fiskveiðiauðlindina, sem öll íslenska þjóðin á, hafa líf og framtíð fólksins og heilu byggðarlaganna í hendi sér. Og þeir geta svipt fólkið sem þar býr lífsviðurværi sínu hvenær sem þeim þóknast og þeim hentar, með því að selja kvótann fyrirhafnarlaust hæstbjóðanda, oft fyrir marga milljarða og þurfa ekki að láta fólkið sem hefur unnið við að veiða fiskinn og vinna hann njóta nokkurs af þeim mikla ágóða með sér. En það er ekki nóg með það. Stórkostlegur auður, sem safnast á hendur eigenda og stjórnenda stórra útgerðarfyrirtækja, í krafti einkaréttar til að nýta fiskveiðiauðlindina sem við öll eigum saman, hefur gert þá gríðarlega valdamikla og valdhrokinn og virðingarleysið gagnvart þeim, sem fólkið sem á auðlindina, hefur treyst til að gæta hagsmuni sinna er mjög oft yfirgengilegt og gjörsamlega óþolandi. Segja þessi orð bæjarstjórans í Snæfellsbæ í viðtalinu við Stundina ekki sitt um það? „Þeir ætla sér að byggja hérna upp en mér þykir miður að hafa ekkert heyrt frá þeim þannig að ég veit ekki nákvæmlega hver áform þeirra eru, nema það sem stendur í fréttatilkynningunni.“ Með öðrum orðum. Fiskveiðiauðvaldið nennir ekki að ræða við sveitarstjórnarfólkið, sem íbúarnir hafa kosið með lýðræðislegum hætti. Þetta auðvald ber svo litla virðingu fyrir lýðræðislegu valdi að það nennir ekki einu sinni að þykjast bera virðingu fyrir því. Þetta ofurvald stórfyrirtækja stendur byggðunum á Íslandi stórkostlega fyrir þrifum og er gríðarlega óréttlátt gagnvart íbúunum, óheilbrigt og ólíðandi. Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að losa fólk og samfélög úr þessu kyrkingartaki með því að ná valdinu frá stórfyrirtækjunum og færa það til fólksins. Ef þú vilt leggja lið við það þjóðþrifaverk geturðu gert það með einföldum og mjög áhrifaríkum hætti: Greiddu Sósíalistaflokknum atkvæði þitt í alþingiskosningunum 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er á framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar