Land tækifæranna? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 12. september 2021 15:30 Smálánatakandi, ofurþreytta, lágtekjufólkið býr ekki í landi tækifæranna sem birtast okkur í bláum brosandi skilaboðum stjórnmálafólks á strætóskýlum. Skilaboðin leitast við að telja okkur trú um að hér sé allt fullt af tækifærum sem megi ná fram með skattalækkunum sem muni virkja kraftinn í fólki og fyrirtækjum. Krafturinn hefur eitthvað klikkað á því að trítla niður til hinna efnaminni, þar sem land tækifæranna miðar við þarfir hinna eignamestu. Hér er haldið vel utan um ríkustu 10% fjölskyldurnar sem eiga 56% af heildareignum heimilanna. Land tækifæranna færði skattbyrði af hæstu tekjuhópunum til milli- og lágtekjuhópa. Fyrir 30 árum greiddi manneskja á lágmarkslaunum ekkert í skatt en greiðir nú rúmar 55 þúsund krónur. Á meðan skattbyrði hinna tekjuhæstu lækkar eftir því sem tekjur aukast, tekur land tækifæranna skatta af öryrkjum sem er gert að lifa af tekjum sem duga ekki. Sem dæmi greiðast tæpar 25 þúsund krónur í skatt af lægstu örorkubótum. Land tækifæranna gefur ríkasta fólkinu brauð, bakarí og nóg af hveiti en brauðmolarnir skila sér ekki til öryrkja sem margir þurfa að treysta á matarúthlutanir hjálparsamtaka. Í samfélaginu sem við búum við í dag mega öryrkjar ekki fá tekjur sem duga út mánuðinn, mega ekki vinna án skerðinga og fá ekki greitt fyrir hlutastarf sem þeir missa. Til þess þarf viðkomandi að hafa verið í að lágmarki 25% starfshlutfalli. Þrátt fyrir að sama hlutfall af launum öryrkja og alls annars starfsfólks, fari í Atvinnuleysistryggingasjóð, eiga öryrkjar ekki rétt á að fá áðurnefndan atvinnumissi bættan hjá Vinnumálastofnun. Skerðingar mæta öryrkjum sem afla sér einhverra tekna og þeim öryrkjum sem leyfa börnum sínum eldri en 18 ára með innkomu að búa hjá sér. Við búum í samfélagi sem er gegnsýrt af einstaklingshyggju, þar sem réttur til félagslegs stuðnings, líkt og húsnæðisstuðnings, fellur niður um leið og ákveðnu tekjuþaki er náð. Ekkert tillit er tekið til aðstæðna eða þarfa fjölskyldunnar. Völundarhús er það sem ég upplifi við að reyna að skilja það regluverk sem réttindi, eða frekar réttindaleysi öryrkja byggja á. Augljóst er að kerfið er svo sannarlega ekki hannað til að auðvelda fólki fyrir. Mánaðarlegar greiðslur vegna örorku eru settar saman úr fleiri en einum lið og margir þættir hafa áhrif á endanlegar tekjur, líkt og möguleg réttindi úr lífeyrissjóði. Niðurstaðan er samt sem áður ávallt sú sama: Öryrkjum er gert að lifa við skerta efnahagslega stöðu. Innheimtufyrirtæki fá síðan tækifæri til að græða á þeim sem ekki geta greitt reikninga sína, þar eru öryrkjar hópur í samfélaginu sem er sífellt refsað fyrir að eiga ekki pening. Sé litið til Reykjavíkurborgar má sjá að ef leigjandi hjá Félagsbústöðum, fyrirtækis sem sér um rekstur félagslegs húsnæðis getur ekki greitt leiguna, þá fer hún í innheimtu til Motus. Slíkt leiðir til versnandi lánshæfismats hjá Creditinfo, sem svo leiðir af sér að ekki er hægt að fá fyrirframgreiðslu hjá banka. Þrátt fyrir þetta teljast öryrkjar oft of tekjuháir til að fá lán hjá félagsþjónustunni og aðstoð til að greiða skuldir og er gert að reiða sig á fjölskyldu og/eða matarstofnanir. Skaðlegar afleiðingar nýfrjálshyggjunnar á stjórnkerfi og samfélag, birtast okkur víða. Einstaklingurinn er gerður ábyrgur fyrir andstreymi í lífi sínu og þar með er ekkert tillit tekið til undirliggjandi samfélagslegra þátta sem skapa ójöfnuð og vítahring fátæktar. Rannsóknir hafa sýnt fram á hversu skaðlegt það er á heilsu þegar einstaklingar upplifa að ábyrgðin sé öll þeirra vegna skuldastöðu þar sem hugmyndir um skömm og misbresti eru algengar tilfinningar. Innheimtuaðgerðir með tilheyrandi kostnaði er ekki leiðin til að vinna gegn skuldavanda. Að refsa fólki fyrir aðstæður sem það kom sér ekki í, er ekki leiðin til að vinna gegn óréttlæti og ójöfnuði. Sósíalistar vilja byggja hagkerfið upp af kærleik og hverfa frá því að auður hinna ríku vaxi á byrðum hinna fátæku. Byggjum upp kærleikshagkerfi þar sem fólki er ekki haldið við afkomuótta og gert ókleift að nýta hæfileika sína og sköpunarkraft til að bæta líf sitt og samfélag. Kjósum kærleik. Setjum x við J í komandi Alþingiskosningum. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Sanna Magdalena Mörtudóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Smálánatakandi, ofurþreytta, lágtekjufólkið býr ekki í landi tækifæranna sem birtast okkur í bláum brosandi skilaboðum stjórnmálafólks á strætóskýlum. Skilaboðin leitast við að telja okkur trú um að hér sé allt fullt af tækifærum sem megi ná fram með skattalækkunum sem muni virkja kraftinn í fólki og fyrirtækjum. Krafturinn hefur eitthvað klikkað á því að trítla niður til hinna efnaminni, þar sem land tækifæranna miðar við þarfir hinna eignamestu. Hér er haldið vel utan um ríkustu 10% fjölskyldurnar sem eiga 56% af heildareignum heimilanna. Land tækifæranna færði skattbyrði af hæstu tekjuhópunum til milli- og lágtekjuhópa. Fyrir 30 árum greiddi manneskja á lágmarkslaunum ekkert í skatt en greiðir nú rúmar 55 þúsund krónur. Á meðan skattbyrði hinna tekjuhæstu lækkar eftir því sem tekjur aukast, tekur land tækifæranna skatta af öryrkjum sem er gert að lifa af tekjum sem duga ekki. Sem dæmi greiðast tæpar 25 þúsund krónur í skatt af lægstu örorkubótum. Land tækifæranna gefur ríkasta fólkinu brauð, bakarí og nóg af hveiti en brauðmolarnir skila sér ekki til öryrkja sem margir þurfa að treysta á matarúthlutanir hjálparsamtaka. Í samfélaginu sem við búum við í dag mega öryrkjar ekki fá tekjur sem duga út mánuðinn, mega ekki vinna án skerðinga og fá ekki greitt fyrir hlutastarf sem þeir missa. Til þess þarf viðkomandi að hafa verið í að lágmarki 25% starfshlutfalli. Þrátt fyrir að sama hlutfall af launum öryrkja og alls annars starfsfólks, fari í Atvinnuleysistryggingasjóð, eiga öryrkjar ekki rétt á að fá áðurnefndan atvinnumissi bættan hjá Vinnumálastofnun. Skerðingar mæta öryrkjum sem afla sér einhverra tekna og þeim öryrkjum sem leyfa börnum sínum eldri en 18 ára með innkomu að búa hjá sér. Við búum í samfélagi sem er gegnsýrt af einstaklingshyggju, þar sem réttur til félagslegs stuðnings, líkt og húsnæðisstuðnings, fellur niður um leið og ákveðnu tekjuþaki er náð. Ekkert tillit er tekið til aðstæðna eða þarfa fjölskyldunnar. Völundarhús er það sem ég upplifi við að reyna að skilja það regluverk sem réttindi, eða frekar réttindaleysi öryrkja byggja á. Augljóst er að kerfið er svo sannarlega ekki hannað til að auðvelda fólki fyrir. Mánaðarlegar greiðslur vegna örorku eru settar saman úr fleiri en einum lið og margir þættir hafa áhrif á endanlegar tekjur, líkt og möguleg réttindi úr lífeyrissjóði. Niðurstaðan er samt sem áður ávallt sú sama: Öryrkjum er gert að lifa við skerta efnahagslega stöðu. Innheimtufyrirtæki fá síðan tækifæri til að græða á þeim sem ekki geta greitt reikninga sína, þar eru öryrkjar hópur í samfélaginu sem er sífellt refsað fyrir að eiga ekki pening. Sé litið til Reykjavíkurborgar má sjá að ef leigjandi hjá Félagsbústöðum, fyrirtækis sem sér um rekstur félagslegs húsnæðis getur ekki greitt leiguna, þá fer hún í innheimtu til Motus. Slíkt leiðir til versnandi lánshæfismats hjá Creditinfo, sem svo leiðir af sér að ekki er hægt að fá fyrirframgreiðslu hjá banka. Þrátt fyrir þetta teljast öryrkjar oft of tekjuháir til að fá lán hjá félagsþjónustunni og aðstoð til að greiða skuldir og er gert að reiða sig á fjölskyldu og/eða matarstofnanir. Skaðlegar afleiðingar nýfrjálshyggjunnar á stjórnkerfi og samfélag, birtast okkur víða. Einstaklingurinn er gerður ábyrgur fyrir andstreymi í lífi sínu og þar með er ekkert tillit tekið til undirliggjandi samfélagslegra þátta sem skapa ójöfnuð og vítahring fátæktar. Rannsóknir hafa sýnt fram á hversu skaðlegt það er á heilsu þegar einstaklingar upplifa að ábyrgðin sé öll þeirra vegna skuldastöðu þar sem hugmyndir um skömm og misbresti eru algengar tilfinningar. Innheimtuaðgerðir með tilheyrandi kostnaði er ekki leiðin til að vinna gegn skuldavanda. Að refsa fólki fyrir aðstæður sem það kom sér ekki í, er ekki leiðin til að vinna gegn óréttlæti og ójöfnuði. Sósíalistar vilja byggja hagkerfið upp af kærleik og hverfa frá því að auður hinna ríku vaxi á byrðum hinna fátæku. Byggjum upp kærleikshagkerfi þar sem fólki er ekki haldið við afkomuótta og gert ókleift að nýta hæfileika sína og sköpunarkraft til að bæta líf sitt og samfélag. Kjósum kærleik. Setjum x við J í komandi Alþingiskosningum. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar