Mikael skoraði sigurmarkið í sínum fyrsta leik | Viðar Ari heldur áfram að gera það gott Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2021 18:00 Mikael Neville Anderson tryggði AGF sinn fyrsta sigur á tímabilinu. EPA-EFE/OLIVIER HOSLET Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson byrjar veru sína hjá AGF með látum en hann skoraði sigurmark liðsins í 1-0 sigri á Vejle. Þá heldur Viðar Ari Jónsson áfram að gera það gott með Sandefjörd sem vann 3-0 sigur á Valerenga. Mikael gekk í raðir AGF á dögunum og hóf leikinn á bekknum enda lítið náð að æfa þar sem hann var í íslenska landsliðshópnum gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi. Mikael kom inn af bekknum í hálfleik, gerði hann sér lítið fyrir og skoraði sigurmark leiksins þegar slétt klukkustund var liðin. Jón Dagur Þorsteinsson lék allan leikinn í liði AGF sem er nú komið í 10. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar þökk sé 1-0 sigri dagsins. Var þetta fyrsti sigur liðsins á leiktíðinni. Í Noregi var fjöldinn allur af leikmönnum í eldlínunni. Viðar Ari Jónsson skoraði eitt mark í 3-0 sigri Sandefjord á Viðari Erni Kjartanssyni og félögum í Vålerenga. Viðar Ari spilaði allan leikinn á meðan Viðar Örn var tekinn af velli á 79. mínútu. Sandefjord er í 10. sæti með 24 stig, tveimur minna en Vålerenga sem er í 8. sæti. Alfons Sampsted var í byrjunarliði Bodø/Glimt er liðið gerði 1-1 jafntefli við Odd á heimavelli. Bodø/Glimt er í 2. sæti deildarinnar með 35 stig, stigi á eftir toppliði Molde. Ari Leifsson lék allan leikinn í hjarta varnar Strømsgodset sem mátti þola súrt 2-1 tap gegn Kristansund á heimavelli. Sigurmark leiksins kom í uppbótartíma. Valdimar Þór Ingimundarson kom inn af bekk Strømsgodset en Brynjólfur Andersen Willumsson var ekki í leikmannahópi gestanna eftir að meiðast með U-21 árs landsliði Íslands nú á dögunum. Kristiansund er í 3. sæti deildarinnar með 32 stig á meðan Strømsgodset er í 9. sæti með 25 stig. Fótbolti Danski boltinn Norski boltinn Tengdar fréttir Guðrún hafði betur gegn Berglindi | Ísak Bergmann og Andri Fannar komu af bekknum Fjöldinn allur af Íslendingum var í eldlínunni í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Svíþjóð og karla í Danmörku. 12. september 2021 16:35 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira
Mikael gekk í raðir AGF á dögunum og hóf leikinn á bekknum enda lítið náð að æfa þar sem hann var í íslenska landsliðshópnum gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi. Mikael kom inn af bekknum í hálfleik, gerði hann sér lítið fyrir og skoraði sigurmark leiksins þegar slétt klukkustund var liðin. Jón Dagur Þorsteinsson lék allan leikinn í liði AGF sem er nú komið í 10. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar þökk sé 1-0 sigri dagsins. Var þetta fyrsti sigur liðsins á leiktíðinni. Í Noregi var fjöldinn allur af leikmönnum í eldlínunni. Viðar Ari Jónsson skoraði eitt mark í 3-0 sigri Sandefjord á Viðari Erni Kjartanssyni og félögum í Vålerenga. Viðar Ari spilaði allan leikinn á meðan Viðar Örn var tekinn af velli á 79. mínútu. Sandefjord er í 10. sæti með 24 stig, tveimur minna en Vålerenga sem er í 8. sæti. Alfons Sampsted var í byrjunarliði Bodø/Glimt er liðið gerði 1-1 jafntefli við Odd á heimavelli. Bodø/Glimt er í 2. sæti deildarinnar með 35 stig, stigi á eftir toppliði Molde. Ari Leifsson lék allan leikinn í hjarta varnar Strømsgodset sem mátti þola súrt 2-1 tap gegn Kristansund á heimavelli. Sigurmark leiksins kom í uppbótartíma. Valdimar Þór Ingimundarson kom inn af bekk Strømsgodset en Brynjólfur Andersen Willumsson var ekki í leikmannahópi gestanna eftir að meiðast með U-21 árs landsliði Íslands nú á dögunum. Kristiansund er í 3. sæti deildarinnar með 32 stig á meðan Strømsgodset er í 9. sæti með 25 stig.
Fótbolti Danski boltinn Norski boltinn Tengdar fréttir Guðrún hafði betur gegn Berglindi | Ísak Bergmann og Andri Fannar komu af bekknum Fjöldinn allur af Íslendingum var í eldlínunni í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Svíþjóð og karla í Danmörku. 12. september 2021 16:35 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira
Guðrún hafði betur gegn Berglindi | Ísak Bergmann og Andri Fannar komu af bekknum Fjöldinn allur af Íslendingum var í eldlínunni í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Svíþjóð og karla í Danmörku. 12. september 2021 16:35