Hver er þessi Olaf Scholz? Ívar Már Arthúrsson skrifar 13. september 2021 20:01 Í lok mánaðarins fara fram kosningar til þýska þingsins, Bundestag, og það er ansi margt sem bendir til þess að jafnaðarmannaflokkurinn, SPD, muni vinna þær og að Olaf Scholz, kanslaraefni flokksins, muni taka við af Angelu Merkel, í síðasta lagi á næsta ári. En hver er hann, þessi maður, sem er líklegur til að verða einn valdamesti stjórnmálamaður í Evrópu? Til að byrja með má nefna að hann er frá Hamborg, næststærstu borg Þýskalands, þar sem hann var borgarstjóri á árunum 2011 til 2018. Í valdatíð hans, í júlí 2017, fór fram í borginni leiðtogafundur 20 stærstu iðn- og þróunarríkja heims og af því tilefni brutust út hörð og fjölmenn mótmæli, sem ollu miklu tjóni. Hundruð manna særðust, og hópar öfgafullra vinstri manna frömdu fjölda skemmdarverka og réðust á lögreglumenn. Scholz var gagnrýndur fyrir að hafa sagt fyrir fundinn, að fólk þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af óeirðum, og sumir hvöttu hann meira að segja til að segja af sér vegna þessa máls. Árið 2018 lét hann síðan af störfum sem borgarstjóri til að taka við embætti fjármálaráðherra í ríkisstjórn Angelu Merkel. Scholz var umdeildur fyrir að hafa sem ráðherra ekki tekið nógu hart á fjármálahneyskli, sem tengdist einkarekna bankanum Warburg & Co frá Hamborg. Árið 2019 ákvað hann síðan að bjóða sig fram til formennsku í flokknum, ásamt Klöru Geywitz, sem þá var þingkona á fylkisþinginu í Brandenburg. Þau töpuðu að vísu fyrir öðru tvíeyki, þeim Saskia Esken og Norbert Walter Borjans. Ástæðan er talin sú að flokkurinn hafi verið að færast til vinstri á undanförnum árum, og að Olaf og Klara hafi ekki þótt nógu róttæk til að taka við forystunni. Þrátt fyrir það var Scholz valinn kanslaraefni með yfir 96 prósent atkvæða á stafrænu flokksþingi í apríl síðastliðinum. Til að byrja með þótti hann alls ekki líklegur til að vinna kosningarnar og verða næsti kanslari Þýskalands, en það hefur heldur betur breyst. Nú er jafnaðarmannaflokkurinn sterkasti flokkurinn samkvæmt skoðanakönnunum og þykir mörgum líklegt að hann verði það líka, þegar búið verður að telja atkvæðin. Sem stendur er Olaf Scholz líka langvinsælastur af kanslaraefnunum þremur. Margir telja þó að vinsældir hans skýrist aðallega af því, hvað hin kanslaraefnin tvö, Armin Laschet frá flokki Kristilegra demókrata, og Annalena Baerbock, frá Græningjaflokknum, njóta lítilla vinsælda. Þetta hefur leitt til þess að Scholz og jafnaðarmenn eru orðnir mjög sigurstranglegir, því þótt Olaf Scholz sé vissulega ekki óumdeildur, þá hefur hann langa og mikla reynslu af stjórnmálum og mörgum finnst að bæði hin kanslaraefnin frá Græningjum og Kristilegum demókrötum hafi gert það alvarleg mistök í kosningabaráttuni, að það komi ekki annað til greina en að kjósa Scholz. Og þetta er einmitt það sem gæti á endanum gert Olaf Scholz að kanslara. Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Sögulegar kosningar í Þýskalandi Eins og margir vita þá styttist i þingkosningar í Þýskalndi, en þær fara fram 26. september næstkomandi, daginn eftir alþingiskosningarnar hér á landi. 7. september 2021 20:00 Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í lok mánaðarins fara fram kosningar til þýska þingsins, Bundestag, og það er ansi margt sem bendir til þess að jafnaðarmannaflokkurinn, SPD, muni vinna þær og að Olaf Scholz, kanslaraefni flokksins, muni taka við af Angelu Merkel, í síðasta lagi á næsta ári. En hver er hann, þessi maður, sem er líklegur til að verða einn valdamesti stjórnmálamaður í Evrópu? Til að byrja með má nefna að hann er frá Hamborg, næststærstu borg Þýskalands, þar sem hann var borgarstjóri á árunum 2011 til 2018. Í valdatíð hans, í júlí 2017, fór fram í borginni leiðtogafundur 20 stærstu iðn- og þróunarríkja heims og af því tilefni brutust út hörð og fjölmenn mótmæli, sem ollu miklu tjóni. Hundruð manna særðust, og hópar öfgafullra vinstri manna frömdu fjölda skemmdarverka og réðust á lögreglumenn. Scholz var gagnrýndur fyrir að hafa sagt fyrir fundinn, að fólk þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af óeirðum, og sumir hvöttu hann meira að segja til að segja af sér vegna þessa máls. Árið 2018 lét hann síðan af störfum sem borgarstjóri til að taka við embætti fjármálaráðherra í ríkisstjórn Angelu Merkel. Scholz var umdeildur fyrir að hafa sem ráðherra ekki tekið nógu hart á fjármálahneyskli, sem tengdist einkarekna bankanum Warburg & Co frá Hamborg. Árið 2019 ákvað hann síðan að bjóða sig fram til formennsku í flokknum, ásamt Klöru Geywitz, sem þá var þingkona á fylkisþinginu í Brandenburg. Þau töpuðu að vísu fyrir öðru tvíeyki, þeim Saskia Esken og Norbert Walter Borjans. Ástæðan er talin sú að flokkurinn hafi verið að færast til vinstri á undanförnum árum, og að Olaf og Klara hafi ekki þótt nógu róttæk til að taka við forystunni. Þrátt fyrir það var Scholz valinn kanslaraefni með yfir 96 prósent atkvæða á stafrænu flokksþingi í apríl síðastliðinum. Til að byrja með þótti hann alls ekki líklegur til að vinna kosningarnar og verða næsti kanslari Þýskalands, en það hefur heldur betur breyst. Nú er jafnaðarmannaflokkurinn sterkasti flokkurinn samkvæmt skoðanakönnunum og þykir mörgum líklegt að hann verði það líka, þegar búið verður að telja atkvæðin. Sem stendur er Olaf Scholz líka langvinsælastur af kanslaraefnunum þremur. Margir telja þó að vinsældir hans skýrist aðallega af því, hvað hin kanslaraefnin tvö, Armin Laschet frá flokki Kristilegra demókrata, og Annalena Baerbock, frá Græningjaflokknum, njóta lítilla vinsælda. Þetta hefur leitt til þess að Scholz og jafnaðarmenn eru orðnir mjög sigurstranglegir, því þótt Olaf Scholz sé vissulega ekki óumdeildur, þá hefur hann langa og mikla reynslu af stjórnmálum og mörgum finnst að bæði hin kanslaraefnin frá Græningjum og Kristilegum demókrötum hafi gert það alvarleg mistök í kosningabaráttuni, að það komi ekki annað til greina en að kjósa Scholz. Og þetta er einmitt það sem gæti á endanum gert Olaf Scholz að kanslara. Höfundur er nemi.
Sögulegar kosningar í Þýskalandi Eins og margir vita þá styttist i þingkosningar í Þýskalndi, en þær fara fram 26. september næstkomandi, daginn eftir alþingiskosningarnar hér á landi. 7. september 2021 20:00
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun