Hver er þessi Olaf Scholz? Ívar Már Arthúrsson skrifar 13. september 2021 20:01 Í lok mánaðarins fara fram kosningar til þýska þingsins, Bundestag, og það er ansi margt sem bendir til þess að jafnaðarmannaflokkurinn, SPD, muni vinna þær og að Olaf Scholz, kanslaraefni flokksins, muni taka við af Angelu Merkel, í síðasta lagi á næsta ári. En hver er hann, þessi maður, sem er líklegur til að verða einn valdamesti stjórnmálamaður í Evrópu? Til að byrja með má nefna að hann er frá Hamborg, næststærstu borg Þýskalands, þar sem hann var borgarstjóri á árunum 2011 til 2018. Í valdatíð hans, í júlí 2017, fór fram í borginni leiðtogafundur 20 stærstu iðn- og þróunarríkja heims og af því tilefni brutust út hörð og fjölmenn mótmæli, sem ollu miklu tjóni. Hundruð manna særðust, og hópar öfgafullra vinstri manna frömdu fjölda skemmdarverka og réðust á lögreglumenn. Scholz var gagnrýndur fyrir að hafa sagt fyrir fundinn, að fólk þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af óeirðum, og sumir hvöttu hann meira að segja til að segja af sér vegna þessa máls. Árið 2018 lét hann síðan af störfum sem borgarstjóri til að taka við embætti fjármálaráðherra í ríkisstjórn Angelu Merkel. Scholz var umdeildur fyrir að hafa sem ráðherra ekki tekið nógu hart á fjármálahneyskli, sem tengdist einkarekna bankanum Warburg & Co frá Hamborg. Árið 2019 ákvað hann síðan að bjóða sig fram til formennsku í flokknum, ásamt Klöru Geywitz, sem þá var þingkona á fylkisþinginu í Brandenburg. Þau töpuðu að vísu fyrir öðru tvíeyki, þeim Saskia Esken og Norbert Walter Borjans. Ástæðan er talin sú að flokkurinn hafi verið að færast til vinstri á undanförnum árum, og að Olaf og Klara hafi ekki þótt nógu róttæk til að taka við forystunni. Þrátt fyrir það var Scholz valinn kanslaraefni með yfir 96 prósent atkvæða á stafrænu flokksþingi í apríl síðastliðinum. Til að byrja með þótti hann alls ekki líklegur til að vinna kosningarnar og verða næsti kanslari Þýskalands, en það hefur heldur betur breyst. Nú er jafnaðarmannaflokkurinn sterkasti flokkurinn samkvæmt skoðanakönnunum og þykir mörgum líklegt að hann verði það líka, þegar búið verður að telja atkvæðin. Sem stendur er Olaf Scholz líka langvinsælastur af kanslaraefnunum þremur. Margir telja þó að vinsældir hans skýrist aðallega af því, hvað hin kanslaraefnin tvö, Armin Laschet frá flokki Kristilegra demókrata, og Annalena Baerbock, frá Græningjaflokknum, njóta lítilla vinsælda. Þetta hefur leitt til þess að Scholz og jafnaðarmenn eru orðnir mjög sigurstranglegir, því þótt Olaf Scholz sé vissulega ekki óumdeildur, þá hefur hann langa og mikla reynslu af stjórnmálum og mörgum finnst að bæði hin kanslaraefnin frá Græningjum og Kristilegum demókrötum hafi gert það alvarleg mistök í kosningabaráttuni, að það komi ekki annað til greina en að kjósa Scholz. Og þetta er einmitt það sem gæti á endanum gert Olaf Scholz að kanslara. Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Sögulegar kosningar í Þýskalandi Eins og margir vita þá styttist i þingkosningar í Þýskalndi, en þær fara fram 26. september næstkomandi, daginn eftir alþingiskosningarnar hér á landi. 7. september 2021 20:00 Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í lok mánaðarins fara fram kosningar til þýska þingsins, Bundestag, og það er ansi margt sem bendir til þess að jafnaðarmannaflokkurinn, SPD, muni vinna þær og að Olaf Scholz, kanslaraefni flokksins, muni taka við af Angelu Merkel, í síðasta lagi á næsta ári. En hver er hann, þessi maður, sem er líklegur til að verða einn valdamesti stjórnmálamaður í Evrópu? Til að byrja með má nefna að hann er frá Hamborg, næststærstu borg Þýskalands, þar sem hann var borgarstjóri á árunum 2011 til 2018. Í valdatíð hans, í júlí 2017, fór fram í borginni leiðtogafundur 20 stærstu iðn- og þróunarríkja heims og af því tilefni brutust út hörð og fjölmenn mótmæli, sem ollu miklu tjóni. Hundruð manna særðust, og hópar öfgafullra vinstri manna frömdu fjölda skemmdarverka og réðust á lögreglumenn. Scholz var gagnrýndur fyrir að hafa sagt fyrir fundinn, að fólk þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af óeirðum, og sumir hvöttu hann meira að segja til að segja af sér vegna þessa máls. Árið 2018 lét hann síðan af störfum sem borgarstjóri til að taka við embætti fjármálaráðherra í ríkisstjórn Angelu Merkel. Scholz var umdeildur fyrir að hafa sem ráðherra ekki tekið nógu hart á fjármálahneyskli, sem tengdist einkarekna bankanum Warburg & Co frá Hamborg. Árið 2019 ákvað hann síðan að bjóða sig fram til formennsku í flokknum, ásamt Klöru Geywitz, sem þá var þingkona á fylkisþinginu í Brandenburg. Þau töpuðu að vísu fyrir öðru tvíeyki, þeim Saskia Esken og Norbert Walter Borjans. Ástæðan er talin sú að flokkurinn hafi verið að færast til vinstri á undanförnum árum, og að Olaf og Klara hafi ekki þótt nógu róttæk til að taka við forystunni. Þrátt fyrir það var Scholz valinn kanslaraefni með yfir 96 prósent atkvæða á stafrænu flokksþingi í apríl síðastliðinum. Til að byrja með þótti hann alls ekki líklegur til að vinna kosningarnar og verða næsti kanslari Þýskalands, en það hefur heldur betur breyst. Nú er jafnaðarmannaflokkurinn sterkasti flokkurinn samkvæmt skoðanakönnunum og þykir mörgum líklegt að hann verði það líka, þegar búið verður að telja atkvæðin. Sem stendur er Olaf Scholz líka langvinsælastur af kanslaraefnunum þremur. Margir telja þó að vinsældir hans skýrist aðallega af því, hvað hin kanslaraefnin tvö, Armin Laschet frá flokki Kristilegra demókrata, og Annalena Baerbock, frá Græningjaflokknum, njóta lítilla vinsælda. Þetta hefur leitt til þess að Scholz og jafnaðarmenn eru orðnir mjög sigurstranglegir, því þótt Olaf Scholz sé vissulega ekki óumdeildur, þá hefur hann langa og mikla reynslu af stjórnmálum og mörgum finnst að bæði hin kanslaraefnin frá Græningjum og Kristilegum demókrötum hafi gert það alvarleg mistök í kosningabaráttuni, að það komi ekki annað til greina en að kjósa Scholz. Og þetta er einmitt það sem gæti á endanum gert Olaf Scholz að kanslara. Höfundur er nemi.
Sögulegar kosningar í Þýskalandi Eins og margir vita þá styttist i þingkosningar í Þýskalndi, en þær fara fram 26. september næstkomandi, daginn eftir alþingiskosningarnar hér á landi. 7. september 2021 20:00
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun