Breiðablik og heimavöllurinn Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar 13. september 2021 10:31 Kvennalið Breiðabliks hefur skrifað nafn sitt í knattspyrnusögu landsins með því að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu þar sem 16 bestu knattspyrnulið álfunnar leika. Þar eru auk Breiðabliks ekki ómerkari félög en Real Madrid, Barcelona, Chelsea, Arsenal, Bayern og Lyon. Ljóst er að Breiðablik þarf að spila vel gegn þessum bestu liðum álfunnar og þar skiptir heimavöllurinn miklu máli. Það er því dapurlegt til þess að vita að svo gæti farið að þær fái ekki að spila á Kópavogsvelli vegna ófullkominna aðstæðna. Sér í lagi vegna þess að það hefði aðeins þurft smá framsýni bæjarfulltrúa í Kópavogi til að svo hefði getað orðið. Flóðljósin uppfylla ekki kröfur Þegar verið var að endurnýja flóðljósin á Kópavogsvelli samþykkti bæjarráð í janúar 2019 að hafa 500 lux lýsingu á Kópavogsvöll sem er lágmarkskrafa KSÍ en fullnægir ekki skilyrðum UEFA. Ég lagði því til að lýsingin yrði 800 lux sem myndi fullnægja kröfum UEFA. Sú tillaga var felld í bæjarráði með öllum greiddum atkvæðum gegn mínu. Ég bókaði eftirfarandi. "Undirritaður telur ekki skynsamlegt að miða við lágmarkskröfur er varðar lýsingu á Kópavogsvöll sem er aðalleikvangur bæjarins. Mannvirkjunum er ætlað að nýtast næstu áratugi. Hætta er á að slíkar kröfur verði úreltar eftir nokkur ár og situr þá Kópavogur uppi með lýsingu sem ekki mætir kröfum nútímans. Eðlilegra er að miða lýsingarkröfur við 800 lux. Bæjarstjórinn í Kópavogi Ármann Kr. Ólafsson sá ástæðu til að leggja fram eftirfarandi bókun: „Ákvörðun um lýsingu stenst þær kröfur sem gerðar eru til lýsingar á knattspyrnuvöllum.“ Skammsýni Því miður er það hræðileg skammsýni bæjarfulltrúa í bæjarráði Kópavogs sem veldur því að Kópavogsvöllur stenst ekki kröfur UEFA. Það er hlutverk sveitarfélaga að skapa aðstöðu fyrir íþróttafélögin. Í mörgum tilfellum hefur vel tekist til hjá Kópavogi, en í þessu tilfelli var það skammsýnin sem hafði yfirhöndina. Ef og hefði Þetta hefur haft í för með sér að karlalið Breiðabliks þurfti að leika á Laugardalsvelli gegn Aberdeen í Evrópukeppninni og féll úr keppni. Það má alveg leiða líkum að því að karlaliðið hefði komist áfram í næstu umferð ef liðið hefði leikið á sínum heimavelli enda þekkt að heimavöllurinn skiptir máli. Ef karlaliðið hefði komist áfram væru miljónatugir króna að streyma í kassann. Hver sigur Breiðabliks í Meistaradeild kvenna skilar milljónum í kassann og sigurlíkur auðvitað meiri ef leikið verður á heimavelli. Framtíðin Knattspyrnudeild Breiðabliks er stærsta knattspyrnudeild landsins. Bæði kvenna- og karlaliðin eru í toppbaráttu á Íslandi, bæði lið eru vel skipuð leikmönnum á besta aldri sem eiga framtíðina fyrir sér. Fjöldi efnilegra leikmanna munu skila sér í meistaraflokkana á næstu árum. Breiðablik hefur alla burði til að ná árangri í Evrópukeppnum. Kannski verður erfiðasta hindrunin á þeirri leið ákvörðun bæjarfulltrúanna frá því í janúar 2019 sem gerir það að verkum að liðin munu ekki geta spilað evrópuleiki sína á heimavelli. Það má því segja að bæjarráðið hafi sparað aurinn en hent krónunni í ákvarðanatöku sinni við uppbyggingu flóðljósanna á Kópavogsvelli. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kvennalið Breiðabliks hefur skrifað nafn sitt í knattspyrnusögu landsins með því að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu þar sem 16 bestu knattspyrnulið álfunnar leika. Þar eru auk Breiðabliks ekki ómerkari félög en Real Madrid, Barcelona, Chelsea, Arsenal, Bayern og Lyon. Ljóst er að Breiðablik þarf að spila vel gegn þessum bestu liðum álfunnar og þar skiptir heimavöllurinn miklu máli. Það er því dapurlegt til þess að vita að svo gæti farið að þær fái ekki að spila á Kópavogsvelli vegna ófullkominna aðstæðna. Sér í lagi vegna þess að það hefði aðeins þurft smá framsýni bæjarfulltrúa í Kópavogi til að svo hefði getað orðið. Flóðljósin uppfylla ekki kröfur Þegar verið var að endurnýja flóðljósin á Kópavogsvelli samþykkti bæjarráð í janúar 2019 að hafa 500 lux lýsingu á Kópavogsvöll sem er lágmarkskrafa KSÍ en fullnægir ekki skilyrðum UEFA. Ég lagði því til að lýsingin yrði 800 lux sem myndi fullnægja kröfum UEFA. Sú tillaga var felld í bæjarráði með öllum greiddum atkvæðum gegn mínu. Ég bókaði eftirfarandi. "Undirritaður telur ekki skynsamlegt að miða við lágmarkskröfur er varðar lýsingu á Kópavogsvöll sem er aðalleikvangur bæjarins. Mannvirkjunum er ætlað að nýtast næstu áratugi. Hætta er á að slíkar kröfur verði úreltar eftir nokkur ár og situr þá Kópavogur uppi með lýsingu sem ekki mætir kröfum nútímans. Eðlilegra er að miða lýsingarkröfur við 800 lux. Bæjarstjórinn í Kópavogi Ármann Kr. Ólafsson sá ástæðu til að leggja fram eftirfarandi bókun: „Ákvörðun um lýsingu stenst þær kröfur sem gerðar eru til lýsingar á knattspyrnuvöllum.“ Skammsýni Því miður er það hræðileg skammsýni bæjarfulltrúa í bæjarráði Kópavogs sem veldur því að Kópavogsvöllur stenst ekki kröfur UEFA. Það er hlutverk sveitarfélaga að skapa aðstöðu fyrir íþróttafélögin. Í mörgum tilfellum hefur vel tekist til hjá Kópavogi, en í þessu tilfelli var það skammsýnin sem hafði yfirhöndina. Ef og hefði Þetta hefur haft í för með sér að karlalið Breiðabliks þurfti að leika á Laugardalsvelli gegn Aberdeen í Evrópukeppninni og féll úr keppni. Það má alveg leiða líkum að því að karlaliðið hefði komist áfram í næstu umferð ef liðið hefði leikið á sínum heimavelli enda þekkt að heimavöllurinn skiptir máli. Ef karlaliðið hefði komist áfram væru miljónatugir króna að streyma í kassann. Hver sigur Breiðabliks í Meistaradeild kvenna skilar milljónum í kassann og sigurlíkur auðvitað meiri ef leikið verður á heimavelli. Framtíðin Knattspyrnudeild Breiðabliks er stærsta knattspyrnudeild landsins. Bæði kvenna- og karlaliðin eru í toppbaráttu á Íslandi, bæði lið eru vel skipuð leikmönnum á besta aldri sem eiga framtíðina fyrir sér. Fjöldi efnilegra leikmanna munu skila sér í meistaraflokkana á næstu árum. Breiðablik hefur alla burði til að ná árangri í Evrópukeppnum. Kannski verður erfiðasta hindrunin á þeirri leið ákvörðun bæjarfulltrúanna frá því í janúar 2019 sem gerir það að verkum að liðin munu ekki geta spilað evrópuleiki sína á heimavelli. Það má því segja að bæjarráðið hafi sparað aurinn en hent krónunni í ákvarðanatöku sinni við uppbyggingu flóðljósanna á Kópavogsvelli. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun