Bíll Unnar Aspar fundinn eftir tveggja sólarhringa „standandi partí“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2021 18:26 Unnur er þakklát fyrir hversu margir deildu auglýsingunni áfram. Þjóðleikhúsið Bíll leikkonunnar Unnar Aspar Stefánsdóttur, sem var stolið fyrir utan vinnustað hennar Þjóðleikhúsið síðastliðinn laugardag, er kominn í leitirnar. Bílinn var illa farinn og fullur af alls konar munum eftir tveggja daga „standandi partí,“ eins og leikkonan orðar það í samtali við fréttastofu. „Við vorum að fá bílinn í hendurnar. Í stuttu máli þá var hann sendur beint í djúphreinsun, því það hafði verið þarna standandi partí, ef hægt er að tala um partí, í tvo sólarhringa. Þetta er bara ótrúlega mikil ógæfu- og sorgarsaga,“ sagði Unnur Ösp þegar blaðamaður ræddi við hana. Hún auglýsti eftir bílnum á Facebook á laugardag og segir það mikils virði að vera komin með bílinn aftur. Samtakamáttur fólks hafi verið mikil hjálp í málinu, en lögreglan hafi að endingu fundið bílinn í Grafarvogi og handtekið fólk vegna þjófnaðarins. „Af því þetta fékk svo mikla dreifingu á samfélagsmiðlum var ég að fá vísbendingar um þetta bara á svipuðum tíma og lögreglan.“ Nánast heil búslóð í bílnum Unnur Ösp segir einhverja hluti í hennar eigu hafa verið tekna úr bílnum. Þá hafi ýmsum munum verið komið þar fyrir sem ekki voru þar fyrir. „Hann var bara fullur af alls konar dóti, það var svona næstum því búslóð. Ótrúlega skrýtið, óþægilegt og óhugnanlegt í alla staði.“ Þrátt fyrir þessa útreið var bílinn lítið skemmdur og í ökuhæfu ástandi. Unnur Ösp hefur ekki upplýsingar um hver var þarna að verki, en segir þó frá því að eltingaleikur milli viðkomandi og lögreglu hafi verið undanfari þess að þjófarnir náðust og bíllinn komst í réttar hendur. „Svo þarf ég bara að hafa samband við tryggingarnar og kanna minn rétt í þessu, þar sem það hvarf ýmislegt verðmætt úr bílnum,“ segir Unnur Ösp. Varð aldrei reið vegna málsins Þakklæti er Unni Ösp efst í huga, þar sem fjöldi fólks deildi auglýsingu hennar eftir bílnum og var með augun opin fyrir bílnum. Hún segist aldrei hafa verið reið frá því bílnum var stolið og þar til hún fékk hann aftur til sín. „Maður er meira bara skekinn og kannski sár, og nú í endann bara sorgmæddur. Eins og ég segi, þá er sorgarsaga á bak við svona uppákomu og það hefur ekkert upp á sig að reiðast yfir því.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
„Við vorum að fá bílinn í hendurnar. Í stuttu máli þá var hann sendur beint í djúphreinsun, því það hafði verið þarna standandi partí, ef hægt er að tala um partí, í tvo sólarhringa. Þetta er bara ótrúlega mikil ógæfu- og sorgarsaga,“ sagði Unnur Ösp þegar blaðamaður ræddi við hana. Hún auglýsti eftir bílnum á Facebook á laugardag og segir það mikils virði að vera komin með bílinn aftur. Samtakamáttur fólks hafi verið mikil hjálp í málinu, en lögreglan hafi að endingu fundið bílinn í Grafarvogi og handtekið fólk vegna þjófnaðarins. „Af því þetta fékk svo mikla dreifingu á samfélagsmiðlum var ég að fá vísbendingar um þetta bara á svipuðum tíma og lögreglan.“ Nánast heil búslóð í bílnum Unnur Ösp segir einhverja hluti í hennar eigu hafa verið tekna úr bílnum. Þá hafi ýmsum munum verið komið þar fyrir sem ekki voru þar fyrir. „Hann var bara fullur af alls konar dóti, það var svona næstum því búslóð. Ótrúlega skrýtið, óþægilegt og óhugnanlegt í alla staði.“ Þrátt fyrir þessa útreið var bílinn lítið skemmdur og í ökuhæfu ástandi. Unnur Ösp hefur ekki upplýsingar um hver var þarna að verki, en segir þó frá því að eltingaleikur milli viðkomandi og lögreglu hafi verið undanfari þess að þjófarnir náðust og bíllinn komst í réttar hendur. „Svo þarf ég bara að hafa samband við tryggingarnar og kanna minn rétt í þessu, þar sem það hvarf ýmislegt verðmætt úr bílnum,“ segir Unnur Ösp. Varð aldrei reið vegna málsins Þakklæti er Unni Ösp efst í huga, þar sem fjöldi fólks deildi auglýsingu hennar eftir bílnum og var með augun opin fyrir bílnum. Hún segist aldrei hafa verið reið frá því bílnum var stolið og þar til hún fékk hann aftur til sín. „Maður er meira bara skekinn og kannski sár, og nú í endann bara sorgmæddur. Eins og ég segi, þá er sorgarsaga á bak við svona uppákomu og það hefur ekkert upp á sig að reiðast yfir því.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira