Það er kosið um jafnréttismál Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 14. september 2021 07:30 Ísland trónir efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum, um kynjajafnrétti. Það höfum við gert í rúman áratug. Af þessu getum við verið stolt. Þessi staða getur verið okkur hvatning um um að halda áfram sem og að berjast gegn bakslagi. Þessi staða getur líka leitt til að einhverjir trúi því að við séum komin í höfn. Tölur um kynbundinn launamun, tölur um kynbundið ofbeldi og upplifun kvenna um öryggi segja því miður aðra sögu. Íslenska leiðin Á Íslandi hafa verið sett framsækin lög um jafnrétti sem aðrar þjóðir hafa horft til, svo sem lög um fæðingarorlof með sjálfstæðum rétti beggja foreldra til orlofs sem sett voru árið 2000.Að baki var skýr hugmyndafræði um stuðning við foreldra og um leið sá skilningur að löggjöfin gæti ýtt undir jafnrétti á heimilum og vinnumarkaði. Frumvarp Viðreisnar um jafnlaunavottun vakti heimsathygli fyrir fyrir skýrar aðgerðir í þágu launajafnréttis. Annað frumvarp Viðreisnar er til marks um sterka jafnréttispólitík. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður lagði fram frumvarp um samþykkisregluna svokölluðu, þ.e. að skilgreina nauðgun út frá skorti á samþykki. Frumvarpið varð að lögum og í þeim felast grundvallarskilaboð um kynfrelsi. Í þessari nálgun er líka fólgið mikið tækifæri til forvarna og fræðslu. Viðreisn lagði jafnframt fram tillögur um fræðslu í skólum, t.d. um þýðingu samþykkis, kynfrelsis og um mörk í samskiptum. Sú tillaga hefur því miður ekki verið samþykkt. Það eru mikil vonbrigði enda eru forvarnir og fræðsla eitt mikilvægasta verkfærið til að sporna gegn kynbundnu ofbeldi. Þannig gætum við farið í markvissa vinnu til að uppræta kynbundið ofbeldi. Það á nefnilega alls ekkert að vera lögmál að stelpur og konur þurfi stöðugt að vera með hugann við öryggi sitt. Öll mál eru jafnréttismál Jafnlaunavottunin var tímamóta lagasetning í þágu launajafnréttis. Fyrir liggur hver staðan er um launajafnrétti. Við vitum líka að launamunur kynjanna er viðvarandi vandamál, útskýrður sem óútskýrður. Störf kvennastétta eru ekki metin að verðleikum og við sem samfélag finnum fyrir afleiðingum þess. Við finnum fyrir því hvernig gengur að manna í þau störf. Það voru þess vegna vonbrigði að eitt fyrsta skref Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra var að fresta gildistöku laganna þegar hann tók við embætti ráðherra. Lögin verða þess vegna ekki innleidd að fullu fyrr en í lok árs 2022. Alvarlegt bakslag í jafnréttismálum Alvarlegt bakslag varð svo í jafnréttismálum á vakt ríkisstjórnarinnar með dómsmáli menntamálaráðherra gegn konu sem leitaði réttar síns í kjölfar umdeildrar skipunar í embætti ráðuneytisstjóra. Jafnréttisnefnd kærumála komst að þeirri niðurstöðu að menntamálaráðherra hefði gerst brotleg við lög við skipun í embættið. Ráðherra brást við með því að stefna konunni fyrir dóm, í nafni íslenska ríkisins og á kostnað ríkisins. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt afdráttarlausan dóm í málinu og komist að þeirri niðurstöðu að jafnréttislög hafi verið brotin af hálfu ráðherra. Sú niðurstaða dugði ráðherranum ekki heldur, sem áfrýjaði málinu. Áfrýjunin er í nafni íslenska ríkisins og á kostnað okkar allra. Efnisleg niðurstaða Landsréttar í því máli liggur ekki fyrir, en þessi meðferð valds kristallar ákveðna afstöðu til meðferðar valds , opinberra fjármuna og ekki síst til jafnréttismála. Þessi meðferð valds dregur úr vilja og getu kvenna að leita réttar síns, þegar búast má við því að íslenska ríkið haldi þeim í málaferlum árum saman. Og þetta dómsmál er blettur á allri jafnréttispólitík ríkisstjórnarinnar. Jafnrétti í verki Góður árangur Íslands í jafnréttismálum er afrakstur markvissrar vinnu og lagasetningar. Jafnrétti hefur náðst fram með aðgerðum sem hafa leitt af sér viðhorfsbreytingu. Viðhorfsbreyting hefur sömuleiðis skilað af sér aðgerðum. Það er hringrás jafnréttis. Árangurinn náðist ekki bara með tímanum eða með biðinni heldur með því að vera markviss og metnaðarfull í jafnréttismálum. Við eigum að sýna árangrinum þá virðingu að halda áfram að vinna í sama anda, í stað þess að taka skref til baka. Það er verk að vinna í jafnréttismálum. Viðreisn hefur á fimm ára sögu sinni sýnt í verki að jafnrétti er leiðarljós í allri stefnu okkar. Grunninntak í stefnu Viðreisnar er að öll mál séu jafnréttismál. Þannig mun Viðreisn halda áfram að vinna á næsta kjörtímabili. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Jafnréttismál Viðreisn Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ísland trónir efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum, um kynjajafnrétti. Það höfum við gert í rúman áratug. Af þessu getum við verið stolt. Þessi staða getur verið okkur hvatning um um að halda áfram sem og að berjast gegn bakslagi. Þessi staða getur líka leitt til að einhverjir trúi því að við séum komin í höfn. Tölur um kynbundinn launamun, tölur um kynbundið ofbeldi og upplifun kvenna um öryggi segja því miður aðra sögu. Íslenska leiðin Á Íslandi hafa verið sett framsækin lög um jafnrétti sem aðrar þjóðir hafa horft til, svo sem lög um fæðingarorlof með sjálfstæðum rétti beggja foreldra til orlofs sem sett voru árið 2000.Að baki var skýr hugmyndafræði um stuðning við foreldra og um leið sá skilningur að löggjöfin gæti ýtt undir jafnrétti á heimilum og vinnumarkaði. Frumvarp Viðreisnar um jafnlaunavottun vakti heimsathygli fyrir fyrir skýrar aðgerðir í þágu launajafnréttis. Annað frumvarp Viðreisnar er til marks um sterka jafnréttispólitík. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður lagði fram frumvarp um samþykkisregluna svokölluðu, þ.e. að skilgreina nauðgun út frá skorti á samþykki. Frumvarpið varð að lögum og í þeim felast grundvallarskilaboð um kynfrelsi. Í þessari nálgun er líka fólgið mikið tækifæri til forvarna og fræðslu. Viðreisn lagði jafnframt fram tillögur um fræðslu í skólum, t.d. um þýðingu samþykkis, kynfrelsis og um mörk í samskiptum. Sú tillaga hefur því miður ekki verið samþykkt. Það eru mikil vonbrigði enda eru forvarnir og fræðsla eitt mikilvægasta verkfærið til að sporna gegn kynbundnu ofbeldi. Þannig gætum við farið í markvissa vinnu til að uppræta kynbundið ofbeldi. Það á nefnilega alls ekkert að vera lögmál að stelpur og konur þurfi stöðugt að vera með hugann við öryggi sitt. Öll mál eru jafnréttismál Jafnlaunavottunin var tímamóta lagasetning í þágu launajafnréttis. Fyrir liggur hver staðan er um launajafnrétti. Við vitum líka að launamunur kynjanna er viðvarandi vandamál, útskýrður sem óútskýrður. Störf kvennastétta eru ekki metin að verðleikum og við sem samfélag finnum fyrir afleiðingum þess. Við finnum fyrir því hvernig gengur að manna í þau störf. Það voru þess vegna vonbrigði að eitt fyrsta skref Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra var að fresta gildistöku laganna þegar hann tók við embætti ráðherra. Lögin verða þess vegna ekki innleidd að fullu fyrr en í lok árs 2022. Alvarlegt bakslag í jafnréttismálum Alvarlegt bakslag varð svo í jafnréttismálum á vakt ríkisstjórnarinnar með dómsmáli menntamálaráðherra gegn konu sem leitaði réttar síns í kjölfar umdeildrar skipunar í embætti ráðuneytisstjóra. Jafnréttisnefnd kærumála komst að þeirri niðurstöðu að menntamálaráðherra hefði gerst brotleg við lög við skipun í embættið. Ráðherra brást við með því að stefna konunni fyrir dóm, í nafni íslenska ríkisins og á kostnað ríkisins. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt afdráttarlausan dóm í málinu og komist að þeirri niðurstöðu að jafnréttislög hafi verið brotin af hálfu ráðherra. Sú niðurstaða dugði ráðherranum ekki heldur, sem áfrýjaði málinu. Áfrýjunin er í nafni íslenska ríkisins og á kostnað okkar allra. Efnisleg niðurstaða Landsréttar í því máli liggur ekki fyrir, en þessi meðferð valds kristallar ákveðna afstöðu til meðferðar valds , opinberra fjármuna og ekki síst til jafnréttismála. Þessi meðferð valds dregur úr vilja og getu kvenna að leita réttar síns, þegar búast má við því að íslenska ríkið haldi þeim í málaferlum árum saman. Og þetta dómsmál er blettur á allri jafnréttispólitík ríkisstjórnarinnar. Jafnrétti í verki Góður árangur Íslands í jafnréttismálum er afrakstur markvissrar vinnu og lagasetningar. Jafnrétti hefur náðst fram með aðgerðum sem hafa leitt af sér viðhorfsbreytingu. Viðhorfsbreyting hefur sömuleiðis skilað af sér aðgerðum. Það er hringrás jafnréttis. Árangurinn náðist ekki bara með tímanum eða með biðinni heldur með því að vera markviss og metnaðarfull í jafnréttismálum. Við eigum að sýna árangrinum þá virðingu að halda áfram að vinna í sama anda, í stað þess að taka skref til baka. Það er verk að vinna í jafnréttismálum. Viðreisn hefur á fimm ára sögu sinni sýnt í verki að jafnrétti er leiðarljós í allri stefnu okkar. Grunninntak í stefnu Viðreisnar er að öll mál séu jafnréttismál. Þannig mun Viðreisn halda áfram að vinna á næsta kjörtímabili. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar