Sigurreifur Gahr Støre: „Við getum loksins sagt að okkur tókst það“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. september 2021 22:40 Jonas Gahr Støre, formaður norska Verkamannaflokksins, var kátur í kvöld. EPA-EFE/Javad Parsa Jonas Gahr Støre, formaður norska Verkamannaflokksins, var sigurreifur er hann ávarpaði flokksmenn sína eftir að ljóst var að vinstri blokkin í norskum stjórnmálum hafði unnið sigur í norsku þingkosningunum í kvöld. Erna Solberg forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins hefur viðurkennt ósigur. Fyrstu tölur gáfu sterklega til kynna að Verkamannaflokkurinn yrði stærsti flokkurinn á þingi og að sitjandi ríkisstjórn myndi falla. Nú er ljóst að átta ára tíð Ernu Solberg er á enda en norskir fjölmiðlar hafa greint frá því að hún hafi hringt í Støre í kvöld, játað ósigur og óskað honum til hamingju með sigurinn. Búið er að telja 97,5 prósent atkvæða og samkvæmt þeim mun rauða blokkin svokallaða, sem Gahr Støre leiðir, ná 100 þingsætum, gegn 68 þingsætum bláu blokkarinnar, sem Solberg leiðir. Rauða blokkin samanstendur af Verkamannaflokknum, Miðflokknum, Vinstri sósíalistum, Rauða flokknum og Græningjum. Fyrir kosningarnar sagðist Gahr Støre helst vilja mynda draumaríkisstjórnina sína með Miðflokki og Vinstri sósíalistum. Allt útlit er fyrir að þessir flokkar hafi nægan þingstyrk til að mynda ríkisstjórn, eða 87 sæti. 85 sæti eða fleiri nægja til að mynda meirihluta. Segir Gahr Støre að hann muni byrja að ræða við formenn þessa flokka, en hann muni þó einnig heyra í formönnum Rauða flokksins og Græningja. Gahr Støre var afar kátur er hann ávarpaði liðsfélaga sína í kvöld. „Við höfum beðið, við höfum vonað og við höfum lagt hart að okkur og núna getum við loksins sagt að okkur tókst það,“ sagði Gahr Støre. Noregur Þingkosningar í Noregi Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Fyrstu tölur gáfu sterklega til kynna að Verkamannaflokkurinn yrði stærsti flokkurinn á þingi og að sitjandi ríkisstjórn myndi falla. Nú er ljóst að átta ára tíð Ernu Solberg er á enda en norskir fjölmiðlar hafa greint frá því að hún hafi hringt í Støre í kvöld, játað ósigur og óskað honum til hamingju með sigurinn. Búið er að telja 97,5 prósent atkvæða og samkvæmt þeim mun rauða blokkin svokallaða, sem Gahr Støre leiðir, ná 100 þingsætum, gegn 68 þingsætum bláu blokkarinnar, sem Solberg leiðir. Rauða blokkin samanstendur af Verkamannaflokknum, Miðflokknum, Vinstri sósíalistum, Rauða flokknum og Græningjum. Fyrir kosningarnar sagðist Gahr Støre helst vilja mynda draumaríkisstjórnina sína með Miðflokki og Vinstri sósíalistum. Allt útlit er fyrir að þessir flokkar hafi nægan þingstyrk til að mynda ríkisstjórn, eða 87 sæti. 85 sæti eða fleiri nægja til að mynda meirihluta. Segir Gahr Støre að hann muni byrja að ræða við formenn þessa flokka, en hann muni þó einnig heyra í formönnum Rauða flokksins og Græningja. Gahr Støre var afar kátur er hann ávarpaði liðsfélaga sína í kvöld. „Við höfum beðið, við höfum vonað og við höfum lagt hart að okkur og núna getum við loksins sagt að okkur tókst það,“ sagði Gahr Støre.
Noregur Þingkosningar í Noregi Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira