Þú þarft víst barnabætur! Dagbjört Hákonardóttir skrifar 14. september 2021 10:01 Þegar ég var að borða sand á rólóvöllum 9. áratugs seinustu aldar var ég eitt af heppnu börnunum sem fengu að fara á leikskóla. Mamma starfaði sem hjúkrunarfræðingur á Borgarspítalanum í Fossvogi sem rak þar yndislega leikskóla í því skyni að starfsfólk spítalans gæti unnið eðlilegan vinnudag. Þegar mamma fór í fæðingarorlof 1988 missti ég plássið mitt. Leikskólinn var þrátt fyrir allt hugsaður sem geymslustaður í augum stjórnvalda, ekki sem sjálfsögð menntastofnun. Leikskólapláss buðust almennt ekki börnum nema ef foreldrarnir væru einstæðir eða í námi, nú eða þá í gegnum tengslanetið. Ástæða þess að ekki voru til leikskólar í hverju hverfi var sáraeinföld: kostnaðurinn þótti of mikill. Leikskólabyltingin sem heppnaðist Við þekkjum svo gang sögunnar. Reykjavíkurborg stóð fyrir byltingu í leikskólamálum undir forystu félagshyggjufólks. Daglöng leikskólavist skyldi bjóðast öllum börnum, og við það hefur verið staðið. Önnur sveitarfélög fylgdu síðan á eftir. Í dag eru flestir leikskólar reknir af hinu opinbera og með nær hverju barni á einkareknum skóla fylgir fjárframlag frá sveitarfélagi. Sá hægrimaður sem er mótfallinn íslenska dagvistunarkerfinu fyrirfinnst varla lengur. 94% foreldra leikskólabarna voru ánægð með leikskóla barns síns samkvæmt viðhorfskönnun í Reykjavíkurborg í mars 2021. Tilhugsunin um að einhver legði til að einkavæða þessa almannaþjónustu í dag er fjarstæðukennd. Millistéttin ber þungar byrðar Það er vert að rifja upp baráttu og afrek félagshyggjufólks fyrir leikskólakerfinu í tengslum við umræðu sem nú á sér stað vegna tillögu Samfylkingarinnar um gerbreytt barnabótakerfi á Íslandi. Í dag eru barnabætur í raun fátæktarstyrkur og afar lágtekjumiðaðar, en bæturnar byrja að skerðast ef árstekjur fara yfir 3.900.000 kr., eða 325.000 kr. á mánuði. Það þýðir að vísitölufjölskylda með venjulegar meðaltekjur en gífurlegar skuldbindingar í formi fasteignalána, námslána að ótöldum öllum þeim útgjöldum sem fylgja því að eiga börn, fær ekki sama stuðning og fólk í sömu stöðu í Norðurlöndunum. 924.000 kr. á ári? Meðalfjölskylda með tvö börn, sem í dag fær engar barnabætur, mun með kerfisbreytingunum sem Samfylkingin leggur til fá því sem nemur um 54 þúsund krónur í hverjum mánuði og einstætt foreldri um 77 þúsund krónur, miðað við núverandi verðlag og aðstæður. Með þessu drögum við úr skattbyrði lágtekju- og millitekjufólks og lækkum jaðarskatt á hverja viðbótarkrónu sem fólk vinnur sér inn. Raunveruleg og tímabær kerfisbylting Tillögur Samfylkingarinnar fela í sér raunverulega byltingu fyrir fjárhag venjulegra barnafjölskyldna á Íslandi og munu gagnast börnum beint. Sömu rök eru að baki almennum barnabótum og íslenska leikskólakerfinu: Barnafjölskyldur þurfa á þessum stuðningi að halda. Þetta er skattaafsláttur til barnafólks og er umfram allt mjög skynsamleg meðferð á almannafé sem er felur í sér útfærða og fjármagnaða leið af hálfu Samfylkingarinnar. Efasemdaraddir sem telja barnabætur til peningasóunar minna of vel á við það sem haft verður eftir andstæðingum íslenskra leikskólakerfisins fyrir þrjátíu árum. Þegar barnabætur hafa verið innleiddar að norrænni fyrirmynd hér á landi undir forystu Samfylkingarinnar, munum við aldrei vilja snúa til baka. Höfundur er lögfræðingur og vísitölufjölskyldukona, og skipar 3. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjört Hákonardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Börn og uppeldi Vinnumarkaður Félagsmál Samfylkingin Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég var að borða sand á rólóvöllum 9. áratugs seinustu aldar var ég eitt af heppnu börnunum sem fengu að fara á leikskóla. Mamma starfaði sem hjúkrunarfræðingur á Borgarspítalanum í Fossvogi sem rak þar yndislega leikskóla í því skyni að starfsfólk spítalans gæti unnið eðlilegan vinnudag. Þegar mamma fór í fæðingarorlof 1988 missti ég plássið mitt. Leikskólinn var þrátt fyrir allt hugsaður sem geymslustaður í augum stjórnvalda, ekki sem sjálfsögð menntastofnun. Leikskólapláss buðust almennt ekki börnum nema ef foreldrarnir væru einstæðir eða í námi, nú eða þá í gegnum tengslanetið. Ástæða þess að ekki voru til leikskólar í hverju hverfi var sáraeinföld: kostnaðurinn þótti of mikill. Leikskólabyltingin sem heppnaðist Við þekkjum svo gang sögunnar. Reykjavíkurborg stóð fyrir byltingu í leikskólamálum undir forystu félagshyggjufólks. Daglöng leikskólavist skyldi bjóðast öllum börnum, og við það hefur verið staðið. Önnur sveitarfélög fylgdu síðan á eftir. Í dag eru flestir leikskólar reknir af hinu opinbera og með nær hverju barni á einkareknum skóla fylgir fjárframlag frá sveitarfélagi. Sá hægrimaður sem er mótfallinn íslenska dagvistunarkerfinu fyrirfinnst varla lengur. 94% foreldra leikskólabarna voru ánægð með leikskóla barns síns samkvæmt viðhorfskönnun í Reykjavíkurborg í mars 2021. Tilhugsunin um að einhver legði til að einkavæða þessa almannaþjónustu í dag er fjarstæðukennd. Millistéttin ber þungar byrðar Það er vert að rifja upp baráttu og afrek félagshyggjufólks fyrir leikskólakerfinu í tengslum við umræðu sem nú á sér stað vegna tillögu Samfylkingarinnar um gerbreytt barnabótakerfi á Íslandi. Í dag eru barnabætur í raun fátæktarstyrkur og afar lágtekjumiðaðar, en bæturnar byrja að skerðast ef árstekjur fara yfir 3.900.000 kr., eða 325.000 kr. á mánuði. Það þýðir að vísitölufjölskylda með venjulegar meðaltekjur en gífurlegar skuldbindingar í formi fasteignalána, námslána að ótöldum öllum þeim útgjöldum sem fylgja því að eiga börn, fær ekki sama stuðning og fólk í sömu stöðu í Norðurlöndunum. 924.000 kr. á ári? Meðalfjölskylda með tvö börn, sem í dag fær engar barnabætur, mun með kerfisbreytingunum sem Samfylkingin leggur til fá því sem nemur um 54 þúsund krónur í hverjum mánuði og einstætt foreldri um 77 þúsund krónur, miðað við núverandi verðlag og aðstæður. Með þessu drögum við úr skattbyrði lágtekju- og millitekjufólks og lækkum jaðarskatt á hverja viðbótarkrónu sem fólk vinnur sér inn. Raunveruleg og tímabær kerfisbylting Tillögur Samfylkingarinnar fela í sér raunverulega byltingu fyrir fjárhag venjulegra barnafjölskyldna á Íslandi og munu gagnast börnum beint. Sömu rök eru að baki almennum barnabótum og íslenska leikskólakerfinu: Barnafjölskyldur þurfa á þessum stuðningi að halda. Þetta er skattaafsláttur til barnafólks og er umfram allt mjög skynsamleg meðferð á almannafé sem er felur í sér útfærða og fjármagnaða leið af hálfu Samfylkingarinnar. Efasemdaraddir sem telja barnabætur til peningasóunar minna of vel á við það sem haft verður eftir andstæðingum íslenskra leikskólakerfisins fyrir þrjátíu árum. Þegar barnabætur hafa verið innleiddar að norrænni fyrirmynd hér á landi undir forystu Samfylkingarinnar, munum við aldrei vilja snúa til baka. Höfundur er lögfræðingur og vísitölufjölskyldukona, og skipar 3. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun