Færum valdið nær fólkinu Starri Reynisson skrifar 14. september 2021 16:00 Val er grundvallarforenda frelsis. Því fleiri raunhæfum valkostum sem einstaklingurinn stendur frammi fyrir, því meira er frelsi hans. Þessi hugsun á við alla þætti mannlífs, ekki síst búsetu. Í frjálslyndu samfélagi þarf fólk að hafa raunhæfa valkosti um hvar það býr sér heimili. Til að svo megi verða þarf blómlega byggð landið um kring, það þarf að tryggja jöfn tækifæri til náms og starfs, frjóan jarðveg fyrir nýsköpun og menningu og gott aðgengi að öflugri nærþjónustu. Uppstokkun og efling sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins er lykilskref til að auka samkeppnishæfni þeirra um íbúa gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Það þarf að auka aðkomu sveitarfélaga að lykilákvörðunum um uppbyggingu í heimabyggð, ekki síst gagnvart samgöngum og uppbyggingu atvinnutækifæra. Í því ljósi er nauðsynlegt að skoða vel tilfærslu verkefna frá ríkinu til sveitarfélaga, og tryggja að fjármagn fylgi ávallt slíkum tilfærslum. Tekjugrunnur sveitarfélaga er of veikur og ótryggur sem stendur. Það hefur lengi verið brýn nauðsyn að endurskoða hann. Það að láta gistináttagjaldið renna til sveitarfélaganna hefur gjarnan verið nefnt sem möguleg lausn, hún er þó ófullkomin að því leyti að það búa ekki öll sveitarfélög við mikinn eða stöðugan ferðamannastraum. Mun líklegra til árangurs þvert á heildina væri að láta hluta af fjármagnstekjuskatti renna til sveitarfélaganna, svo dæmi sé tekið. Stærsta forsenda þess að raunveruleg, stór skref verði stigin í eflingu sveitarstjórnarstigsins er samt skýr stefna um sameiningu sveitarfélaga. Markmið slíkrar vegferðar á allta að vera að draga úr yfirbyggingu og efla nærþjónustu á sem hagkvæmastan hátt. Það eitt og sér styrkir tekjugrunn sveitarfélaga, jafnar samkeppnisstöðu þeirra og opnar á aukin tækifæri til að færa verkefni sem snúa að nærþjónustu og uppbyggingu nærumhverfisins frá ríkinu til sveitarfélaganna. Þannig, með öflugri sveitarfélögum og aukinni hlutdeild þeirra í þjónustu við íbúa og ákvarðanatöku um uppbyggingu innan þeirra, eflum við sveitarfélögin og dreifum valdi hins opinbera betur um landið, færum það nær íbúum og gefum þeim betri möguleika á að hafa áhrif á sitt nærumhverfi. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar og skipar 3. sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Starri Reynisson Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Val er grundvallarforenda frelsis. Því fleiri raunhæfum valkostum sem einstaklingurinn stendur frammi fyrir, því meira er frelsi hans. Þessi hugsun á við alla þætti mannlífs, ekki síst búsetu. Í frjálslyndu samfélagi þarf fólk að hafa raunhæfa valkosti um hvar það býr sér heimili. Til að svo megi verða þarf blómlega byggð landið um kring, það þarf að tryggja jöfn tækifæri til náms og starfs, frjóan jarðveg fyrir nýsköpun og menningu og gott aðgengi að öflugri nærþjónustu. Uppstokkun og efling sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins er lykilskref til að auka samkeppnishæfni þeirra um íbúa gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Það þarf að auka aðkomu sveitarfélaga að lykilákvörðunum um uppbyggingu í heimabyggð, ekki síst gagnvart samgöngum og uppbyggingu atvinnutækifæra. Í því ljósi er nauðsynlegt að skoða vel tilfærslu verkefna frá ríkinu til sveitarfélaga, og tryggja að fjármagn fylgi ávallt slíkum tilfærslum. Tekjugrunnur sveitarfélaga er of veikur og ótryggur sem stendur. Það hefur lengi verið brýn nauðsyn að endurskoða hann. Það að láta gistináttagjaldið renna til sveitarfélaganna hefur gjarnan verið nefnt sem möguleg lausn, hún er þó ófullkomin að því leyti að það búa ekki öll sveitarfélög við mikinn eða stöðugan ferðamannastraum. Mun líklegra til árangurs þvert á heildina væri að láta hluta af fjármagnstekjuskatti renna til sveitarfélaganna, svo dæmi sé tekið. Stærsta forsenda þess að raunveruleg, stór skref verði stigin í eflingu sveitarstjórnarstigsins er samt skýr stefna um sameiningu sveitarfélaga. Markmið slíkrar vegferðar á allta að vera að draga úr yfirbyggingu og efla nærþjónustu á sem hagkvæmastan hátt. Það eitt og sér styrkir tekjugrunn sveitarfélaga, jafnar samkeppnisstöðu þeirra og opnar á aukin tækifæri til að færa verkefni sem snúa að nærþjónustu og uppbyggingu nærumhverfisins frá ríkinu til sveitarfélaganna. Þannig, með öflugri sveitarfélögum og aukinni hlutdeild þeirra í þjónustu við íbúa og ákvarðanatöku um uppbyggingu innan þeirra, eflum við sveitarfélögin og dreifum valdi hins opinbera betur um landið, færum það nær íbúum og gefum þeim betri möguleika á að hafa áhrif á sitt nærumhverfi. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar og skipar 3. sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar