Viðreisn fyrir okkur öll! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 15. september 2021 07:30 Úrslit þingkosninga 25. september eru svo ótrúlega mikilvæg fyrir margra hluta sakir. Það skiptir sköpum fyrir samfélag okkar hverjir sitja við völd, hvaða viðhorf eru ríkjandi og hver forgangsröðun verkefna er. Samtal og samstarf ríkis og sveitarfélaga skiptir máli Fyrir nærsamfélagið, sveitarfélögin skiptir þetta meira máli en margra gæti grunað. Ótal margt í þjónustu nærsamfélagsins byggir á ákvörðunum ríkisvaldsins. Þar skiptir öllu að á milli ríkis og sveitarfélaga ríki gott traust, því það er grunnur innihaldsríks samtals og samstarfs. Er þjónusta við almenning í forgangi? Fær samtal og samstarf ríkis og sveitarfélaga það rými sem þarf til þess að þjónusta skili sér til íbúa? Eitt er að leggja fram pólitíska sýn fyrir land og þjóð og annað að innleiða og framfylgja. Innleiðing þeirrar sýnar sem byggt er á er oft sá hluti verkefnanna sem sveitarfélögin eiga að tryggja. Við þurfum að geta ráðist í stóru verkefnin, eins og innleiðingu nýrra áherslna aðalnámskrár eða að fylgja eftir fögrum fyrirheitum um velferð barna. Slíkar stórbreytingar á kerfum gerast ekki af sjálfu sér, það vitum við öll sem störfum innan þessara kerfa eða komum að með pólitískum hætti. Sjálf horfi ég upp á sambandsleysið á milli þeirra sem valdið hafa í mínu sveitarfélagi og stjórnvalda, þó þar sitji sami flokkur báðum megin. Að ganga í takt til árangurs Eitt þungbærasta dæmið er ringulreiðin um rekstur hjúkrunarheimila. Sveitarfélögin hvert á eftir öðru afsala sér nú rekstrinum vegna skilningsleysis ríkisvaldsins. Annað íþyngjandi mál er hindranir sem ríkisvaldið setur á fagfólk líkt og talmeinafræðinga. Biðlistar lengjast sífellt, ekki vegna skorts á talmeinafræðingum, heldur vegna afturhaldsemi stjórnvalda um hver megi sinna þjónustunni og hvar. Viðreisn kerfanna með Viðreisn Til að tryggja framúrskarandi þjónustu við almenning verða kerfin að tala saman. Við þurfum að byggja brýr á milli þeirra, einfalda þau og gera þannig úr garði að þau virki í raun. Þegar einhver þarf á þessum kerfum að halda eiga þau að grípa viðkomandi hratt og örugglega, hvort sem það er barn sem þarf á talmeinafræðingi að halda eða aldraðir sem þurfa að komast að á hjúkrunarheimilum. Og þá á engu að skipta hvort þjónustan er á hendi ríkis eða sveitarfélags. Vegna þessa skiptir svo miklu máli að Viðreisn sitji í næstu ríkisstjórn, flokkur sem hefur skýra sýn á mikilvægi þess að einfalda kerfi. Viðreisn er umhugað um að þjónustan í nærsamfélaginu gangi upp. Fyrir alla. Kerfin eru til fyrir fólkið, en ekki fólkið fyrir kerfin. Gefum framtíðinni tækifæri og kjósum Viðreisn. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Úrslit þingkosninga 25. september eru svo ótrúlega mikilvæg fyrir margra hluta sakir. Það skiptir sköpum fyrir samfélag okkar hverjir sitja við völd, hvaða viðhorf eru ríkjandi og hver forgangsröðun verkefna er. Samtal og samstarf ríkis og sveitarfélaga skiptir máli Fyrir nærsamfélagið, sveitarfélögin skiptir þetta meira máli en margra gæti grunað. Ótal margt í þjónustu nærsamfélagsins byggir á ákvörðunum ríkisvaldsins. Þar skiptir öllu að á milli ríkis og sveitarfélaga ríki gott traust, því það er grunnur innihaldsríks samtals og samstarfs. Er þjónusta við almenning í forgangi? Fær samtal og samstarf ríkis og sveitarfélaga það rými sem þarf til þess að þjónusta skili sér til íbúa? Eitt er að leggja fram pólitíska sýn fyrir land og þjóð og annað að innleiða og framfylgja. Innleiðing þeirrar sýnar sem byggt er á er oft sá hluti verkefnanna sem sveitarfélögin eiga að tryggja. Við þurfum að geta ráðist í stóru verkefnin, eins og innleiðingu nýrra áherslna aðalnámskrár eða að fylgja eftir fögrum fyrirheitum um velferð barna. Slíkar stórbreytingar á kerfum gerast ekki af sjálfu sér, það vitum við öll sem störfum innan þessara kerfa eða komum að með pólitískum hætti. Sjálf horfi ég upp á sambandsleysið á milli þeirra sem valdið hafa í mínu sveitarfélagi og stjórnvalda, þó þar sitji sami flokkur báðum megin. Að ganga í takt til árangurs Eitt þungbærasta dæmið er ringulreiðin um rekstur hjúkrunarheimila. Sveitarfélögin hvert á eftir öðru afsala sér nú rekstrinum vegna skilningsleysis ríkisvaldsins. Annað íþyngjandi mál er hindranir sem ríkisvaldið setur á fagfólk líkt og talmeinafræðinga. Biðlistar lengjast sífellt, ekki vegna skorts á talmeinafræðingum, heldur vegna afturhaldsemi stjórnvalda um hver megi sinna þjónustunni og hvar. Viðreisn kerfanna með Viðreisn Til að tryggja framúrskarandi þjónustu við almenning verða kerfin að tala saman. Við þurfum að byggja brýr á milli þeirra, einfalda þau og gera þannig úr garði að þau virki í raun. Þegar einhver þarf á þessum kerfum að halda eiga þau að grípa viðkomandi hratt og örugglega, hvort sem það er barn sem þarf á talmeinafræðingi að halda eða aldraðir sem þurfa að komast að á hjúkrunarheimilum. Og þá á engu að skipta hvort þjónustan er á hendi ríkis eða sveitarfélags. Vegna þessa skiptir svo miklu máli að Viðreisn sitji í næstu ríkisstjórn, flokkur sem hefur skýra sýn á mikilvægi þess að einfalda kerfi. Viðreisn er umhugað um að þjónustan í nærsamfélaginu gangi upp. Fyrir alla. Kerfin eru til fyrir fólkið, en ekki fólkið fyrir kerfin. Gefum framtíðinni tækifæri og kjósum Viðreisn. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar