Erlent

Norðurkóreumenn sagðir hafa gert tilraun með sprengjuflaug

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Sé um sprengjuflaug að ræða er það skýrt brot á samþykkt Öryggisráðsins.
Sé um sprengjuflaug að ræða er það skýrt brot á samþykkt Öryggisráðsins. AP/Korean Central News Agency

Norðurkóreumenn virðast enn og aftur hafa skotið flugskeytum í tilraunaskyni og nú virðist sem um sprengjuflaug hafi verið að ræða, að sögn yfirvalda í Suður-Kóreu. Undir þetta taka stjórnvöld í Japan.

Forsætisráðherra Japana hefur þegar tjáð sig um málið og segir tilraunir Norður-Kóreu yfirgengilegar og að þær ógni öryggi íbúa svæðisins. 

Þetta er í annað sinn á einni viku sem norðanmenn gera flugskeytatilraun en í þetta sinn er óljóst hvert flaugunum var miðað eða hvar þær lentu. Fyrr í vikunni gerðu þeir tilraunir með langdræga eldflaug sem var sögð geta náð hvert sem er í Japan.

Hafi verið um sprengjuflaug að ræða í þetta sinn er um skýrt brot á ályktun Sameinuðu þjóðanna að ræða en Öryggisráðið hefur lagt blátt bann við öllum slíkum tilraunum í Norður-Kóreu.

Þarlend stjórnvöld hafa áður sagst hafa gert árangursríkar tilraunir með langdrægar sprengjuflaugar, sem þau sögðu hafa drægi til að lenda meira og minna hvar sem er í vesturhluta Evrópu og á um helming meginlands Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×