„Það er auðvitað augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi“ Árni Múli Jónasson skrifar 15. september 2021 10:30 Mörgum eru minnisstæð orð núverandi formanns Framsóknarflokksins, Sigurðar Inga Jóhannssonar, Þegar flett hafði verið ofan af því að núverandi formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Bendediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, áttu peninga og félög í útlendum skattaskjólum. Sigurður Ingi var spurður: „Er eðlilegt að forsætisráðherrann og kona hans eigi stórar upphæðir á Tortola?“ Fullur samúðar svaraði Sigurður: „Það er auðvitað augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi. Það er ekkert að því að fólk sé efnað á Íslandi.“ Hann var þá spurður: „En að eiga peninga á Tortola?“ Hann svaraði skilningsríkur: „Einhvers staðar verða peningarnir að vera.“ Í leiðara Kjarnans 9. ágúst sl. kemur fram að mánaðarlaun ráðherra á Íslandi hafi hækkað um 874 þúsund krónur síðan þetta viðtal var tekið við formann Framsóknarflokksins. Þar segir m.a.: „Grunnlaun ráðherra hafa hækkað enn meira í krónum talið. Þeir voru með 1.257.425 krónur í laun snemmsumars 2016 en fá nú 2.131.788 krónur á mánuði. Laun þeirra hafa því hækkað um 874.363 krónur á tímabilinu, eða um 70 prósent.“ Á visir.is var fyrr í þessari viku frétt undir fyrirsögninni „Börn fatlaðs fólk verða af næringarríkum mat og tómstundum.“ Þar segir m.a.: „Tæplega átta af hverjum tíu í flokki fatlaðs fólks eiga erfitt eða frekar erfitt með að ná endum saman. Sex af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum. Þetta er meðal niðurstaðna spurningakönnunar Vörðu fyrir Öryrkjabandalag Íslands þar sem staða fatlaðs fólks á Íslandi var könnuð.“ Í fréttinni segir líka: „Heildarniðurstaðan er sú að fjárhagsstaða fatlaðs fólks er mjög slæm. Tæplega fjórir af hverjum tíu búi við skort á efnislegum gæðum.“ ... „Tæplega níu af hverjum tíu einhleypum og einstæðum foreldrum eiga erfitt eða frekar erfitt með að ná endum saman. Um helmingur einstæðra fatlaðra foreldra og einhleypra býr við skort á efnislegum gæðum. Ríflega fjórir af hverjum tíu einstæðum foreldrum geta ekki veitt börnunum sínum eins næringarríkan mat og þeir vilja eða greitt kostnað vegna skipulagðra tómstunda.“ ... „Ríflega átta af hverjum tíu hafa neitað sér um heilbrigðisþjónustu. Sex af hverjum tíu hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu. Þrír af hverjum tíu hafa neitað sér um almenna heilbrigðisþjónustu. Tæplega níu af hverjum tíu segja að kostnaður sé helsta ástæða þess að þeir hafi neitað sér um heilbrigðisþjónustu.“ Getur þetta fátæka fólk kannski huggað sig það við að hafa aldrei þurft að takast á við þá erfiðleika, sem formaður Framsóknaflokksins hafði svo mikinn skilning á, hvað það er „flókið að eiga peninga á Íslandi“? En ef þið eruð ekki sátt við það samfélag og siðleysi sem framangreint lýsir og þennan viðskilnað ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur getið þið látið álit ykkar í ljós með einföldum en mjög áhrifaríkum hætti: Kjósið Sósíalistaflokkinn! Höfundur er í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Múli Jónasson Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Mörgum eru minnisstæð orð núverandi formanns Framsóknarflokksins, Sigurðar Inga Jóhannssonar, Þegar flett hafði verið ofan af því að núverandi formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Bendediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, áttu peninga og félög í útlendum skattaskjólum. Sigurður Ingi var spurður: „Er eðlilegt að forsætisráðherrann og kona hans eigi stórar upphæðir á Tortola?“ Fullur samúðar svaraði Sigurður: „Það er auðvitað augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi. Það er ekkert að því að fólk sé efnað á Íslandi.“ Hann var þá spurður: „En að eiga peninga á Tortola?“ Hann svaraði skilningsríkur: „Einhvers staðar verða peningarnir að vera.“ Í leiðara Kjarnans 9. ágúst sl. kemur fram að mánaðarlaun ráðherra á Íslandi hafi hækkað um 874 þúsund krónur síðan þetta viðtal var tekið við formann Framsóknarflokksins. Þar segir m.a.: „Grunnlaun ráðherra hafa hækkað enn meira í krónum talið. Þeir voru með 1.257.425 krónur í laun snemmsumars 2016 en fá nú 2.131.788 krónur á mánuði. Laun þeirra hafa því hækkað um 874.363 krónur á tímabilinu, eða um 70 prósent.“ Á visir.is var fyrr í þessari viku frétt undir fyrirsögninni „Börn fatlaðs fólk verða af næringarríkum mat og tómstundum.“ Þar segir m.a.: „Tæplega átta af hverjum tíu í flokki fatlaðs fólks eiga erfitt eða frekar erfitt með að ná endum saman. Sex af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum. Þetta er meðal niðurstaðna spurningakönnunar Vörðu fyrir Öryrkjabandalag Íslands þar sem staða fatlaðs fólks á Íslandi var könnuð.“ Í fréttinni segir líka: „Heildarniðurstaðan er sú að fjárhagsstaða fatlaðs fólks er mjög slæm. Tæplega fjórir af hverjum tíu búi við skort á efnislegum gæðum.“ ... „Tæplega níu af hverjum tíu einhleypum og einstæðum foreldrum eiga erfitt eða frekar erfitt með að ná endum saman. Um helmingur einstæðra fatlaðra foreldra og einhleypra býr við skort á efnislegum gæðum. Ríflega fjórir af hverjum tíu einstæðum foreldrum geta ekki veitt börnunum sínum eins næringarríkan mat og þeir vilja eða greitt kostnað vegna skipulagðra tómstunda.“ ... „Ríflega átta af hverjum tíu hafa neitað sér um heilbrigðisþjónustu. Sex af hverjum tíu hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu. Þrír af hverjum tíu hafa neitað sér um almenna heilbrigðisþjónustu. Tæplega níu af hverjum tíu segja að kostnaður sé helsta ástæða þess að þeir hafi neitað sér um heilbrigðisþjónustu.“ Getur þetta fátæka fólk kannski huggað sig það við að hafa aldrei þurft að takast á við þá erfiðleika, sem formaður Framsóknaflokksins hafði svo mikinn skilning á, hvað það er „flókið að eiga peninga á Íslandi“? En ef þið eruð ekki sátt við það samfélag og siðleysi sem framangreint lýsir og þennan viðskilnað ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur getið þið látið álit ykkar í ljós með einföldum en mjög áhrifaríkum hætti: Kjósið Sósíalistaflokkinn! Höfundur er í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar