„Trén hafa virkilega miklar tilfinningar“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. september 2021 15:00 Ragnhildur Sigurðardóttir faðmaði þessa ösp í gærkvöldi. Öspin hefur nú verið felld. Vísir/Magnús Hlynur Bæjarfulltrúi minni hlutans í Árborg undrast mjög aðgerðir bæjaryfirvalda í gærkvöldi þegar níu aspir við þjóðveg eitt, á Austurvegi á Selfossi, voru felldar. Bæjarstjórinn segir málið snúast fyrst og fremst um umferðaröryggi og um ósk Vegagerðarinnar að trén yrðu felld. Austurveginum var lokað á kafla í gærkvöldi þar sem asparfellingarnar fóru fram. Aspirnar hafa verið þarna í tugi ára og margir á þeirri skoðun að þær hafi verið mikið bæjarprýði, sem götutré á meðan aðrar hafa blótað þeim í sand og ösku og viljað losna við þær. Níu tré voru felld í gærkvöldi, flest tólf til fimmtán metrar á hæð. Fulltrúi fréttastofu var á Austurveginum á Selfossi í gærkvöldi og tók fólk tali. „Það eru þrjár vikur síðan Vegagerðin ræddi þetta við okkur á fundi og mæltist eindregið til þess að við gerðum þetta til að uppfylla öryggi,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Hann geti ekki fullyrt sjálfur að aðgerðin auki öryggi. „Ég get svo sem ekkert lagt mat á það persónulega. En af því Vegagerðin telur að svo sé og flutningabílstjórar hafa bent á að það sjáist illa til gangandi vegfarenda.“ Hjartans mál fyrir fjölda íbúa Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi í Árborg frétti ekki af málinu í starfi sínu heldur heyrði hann af því utan úr bæ. „Mér finnst ekki eðlilegt sem kjörinn fulltrúi að maður skuli frétt úti í bæ þegar teknar eru ákvarðanir sem mér finnst skipta almenning hér mjög miklu máli,“ segir Kjartan. „Þetta er hjartans mál hjá fjölda íbúa, þar á meðal fyrir mig.“ Og ekki síður Ragnhildi Sigurðardóttur, íbúa á Selfossi. Hún mætti á svæðið, tók utan um aspirnar og kvaddi þær sem voru felldar. Þakkaði trénu fyrir allt saman „Ég er bara að styrkja tréð. Takk fyrir að hafa verið hérna. Það er algjör synd að þetta tré sé að fara,“ sagði Ragnhildur í faðmlögum við eina öspina í gær. Hún hefði viljað að skoðað yrði að snyrta trén og auka sýnileika. Ekki hefði þurft að ráðast í að fella trén. „Trén hafa virkilega miklar tilfinningar.“ Samúel Torfi Pétursson, skipulagsverkfræðingur sem starfað hefur að umferðaröryggi um árabil, telur að aðgerðin geti haft öfug áhrif. „Í mínum augum virkar aðgerðin svolítið yfirdrifin sem fyrsta aðgerð. Það neikvæða í því er að núna er yfirbragð götunnar meira hvetjandi til hraðaksturs heldur en áður. Þetta hefur líka neikvæð áhrif á umferðaröryggi,“ sagði Samúel í hádegisfréttum Bylgjunnar. Tré auki almennt umferðaröryggi Samúel Torfi segir að í stað þess að fella allar aspirnar hafi mátt snyrta stofnana og þá yrðu þær bara eins og götulampar. Trjábolir séu ekki vandamál sem slíkir heldur greinar og lauf, sem geti byrgt fólki sýn. „Það virðist hafa verið gengið aðeins of langt í að laga sjónása á milli akandi og gangandi en fyrir vikið eru önnur áhrif talsvert neikvæð.“ Reglan sé almennt að tré auki umferðaröryggi og bæti göturými. „Þetta hefur oft róandi áhrif á umferð. Hún ekur oftast aðeins hægar þar sem eru götutré eins og voru í Austurveginum. Og þetta gerir götuna náttúrulega líka vistlegri fyrir vikið,“ segir Samúel. Árborg Umferðaröryggi Skógrækt og landgræðsla Aspir felldar á Austurvegi Tengdar fréttir Sérfræðingur segir öryggi minna eftir að aspirnar voru felldar Níu aspir voru felldar á Selfossi í gærkvöldi við fámenn mótmæli viðstaddra. Einn bæjarbúi faðmaði ösp í varnarskyni í skamma stund en fékk henni ekki bjargað. Konan er tekin tali í frétt hér að neðan. 15. september 2021 13:18 Faðmaði öspina áður en hún var felld Í kvöld hófst vinna við að fella níu aspir við Austurveg á Selfoss í nafni umferðaröryggis. Óánægður bæjarbúi faðmaði eina öspina áður en hún var felld. 14. september 2021 23:16 Fella níu aspir á Austurvegi á Selfossi: „Það er eðlilegt að fólki bregði“ Níu tignarlegar aspir verða felldar á Austurvegi á Selfossi í kvöld. Markmiðið með þessu er að auka umferðaröryggi í götunni. Bæjarstjóri segir einhverja óánægða með ákvörðunina og að eðlilegt sé að einhverjum bregði við fréttir af framkvæmdinni. 14. september 2021 14:18 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira
Austurveginum var lokað á kafla í gærkvöldi þar sem asparfellingarnar fóru fram. Aspirnar hafa verið þarna í tugi ára og margir á þeirri skoðun að þær hafi verið mikið bæjarprýði, sem götutré á meðan aðrar hafa blótað þeim í sand og ösku og viljað losna við þær. Níu tré voru felld í gærkvöldi, flest tólf til fimmtán metrar á hæð. Fulltrúi fréttastofu var á Austurveginum á Selfossi í gærkvöldi og tók fólk tali. „Það eru þrjár vikur síðan Vegagerðin ræddi þetta við okkur á fundi og mæltist eindregið til þess að við gerðum þetta til að uppfylla öryggi,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Hann geti ekki fullyrt sjálfur að aðgerðin auki öryggi. „Ég get svo sem ekkert lagt mat á það persónulega. En af því Vegagerðin telur að svo sé og flutningabílstjórar hafa bent á að það sjáist illa til gangandi vegfarenda.“ Hjartans mál fyrir fjölda íbúa Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi í Árborg frétti ekki af málinu í starfi sínu heldur heyrði hann af því utan úr bæ. „Mér finnst ekki eðlilegt sem kjörinn fulltrúi að maður skuli frétt úti í bæ þegar teknar eru ákvarðanir sem mér finnst skipta almenning hér mjög miklu máli,“ segir Kjartan. „Þetta er hjartans mál hjá fjölda íbúa, þar á meðal fyrir mig.“ Og ekki síður Ragnhildi Sigurðardóttur, íbúa á Selfossi. Hún mætti á svæðið, tók utan um aspirnar og kvaddi þær sem voru felldar. Þakkaði trénu fyrir allt saman „Ég er bara að styrkja tréð. Takk fyrir að hafa verið hérna. Það er algjör synd að þetta tré sé að fara,“ sagði Ragnhildur í faðmlögum við eina öspina í gær. Hún hefði viljað að skoðað yrði að snyrta trén og auka sýnileika. Ekki hefði þurft að ráðast í að fella trén. „Trén hafa virkilega miklar tilfinningar.“ Samúel Torfi Pétursson, skipulagsverkfræðingur sem starfað hefur að umferðaröryggi um árabil, telur að aðgerðin geti haft öfug áhrif. „Í mínum augum virkar aðgerðin svolítið yfirdrifin sem fyrsta aðgerð. Það neikvæða í því er að núna er yfirbragð götunnar meira hvetjandi til hraðaksturs heldur en áður. Þetta hefur líka neikvæð áhrif á umferðaröryggi,“ sagði Samúel í hádegisfréttum Bylgjunnar. Tré auki almennt umferðaröryggi Samúel Torfi segir að í stað þess að fella allar aspirnar hafi mátt snyrta stofnana og þá yrðu þær bara eins og götulampar. Trjábolir séu ekki vandamál sem slíkir heldur greinar og lauf, sem geti byrgt fólki sýn. „Það virðist hafa verið gengið aðeins of langt í að laga sjónása á milli akandi og gangandi en fyrir vikið eru önnur áhrif talsvert neikvæð.“ Reglan sé almennt að tré auki umferðaröryggi og bæti göturými. „Þetta hefur oft róandi áhrif á umferð. Hún ekur oftast aðeins hægar þar sem eru götutré eins og voru í Austurveginum. Og þetta gerir götuna náttúrulega líka vistlegri fyrir vikið,“ segir Samúel.
Árborg Umferðaröryggi Skógrækt og landgræðsla Aspir felldar á Austurvegi Tengdar fréttir Sérfræðingur segir öryggi minna eftir að aspirnar voru felldar Níu aspir voru felldar á Selfossi í gærkvöldi við fámenn mótmæli viðstaddra. Einn bæjarbúi faðmaði ösp í varnarskyni í skamma stund en fékk henni ekki bjargað. Konan er tekin tali í frétt hér að neðan. 15. september 2021 13:18 Faðmaði öspina áður en hún var felld Í kvöld hófst vinna við að fella níu aspir við Austurveg á Selfoss í nafni umferðaröryggis. Óánægður bæjarbúi faðmaði eina öspina áður en hún var felld. 14. september 2021 23:16 Fella níu aspir á Austurvegi á Selfossi: „Það er eðlilegt að fólki bregði“ Níu tignarlegar aspir verða felldar á Austurvegi á Selfossi í kvöld. Markmiðið með þessu er að auka umferðaröryggi í götunni. Bæjarstjóri segir einhverja óánægða með ákvörðunina og að eðlilegt sé að einhverjum bregði við fréttir af framkvæmdinni. 14. september 2021 14:18 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira
Sérfræðingur segir öryggi minna eftir að aspirnar voru felldar Níu aspir voru felldar á Selfossi í gærkvöldi við fámenn mótmæli viðstaddra. Einn bæjarbúi faðmaði ösp í varnarskyni í skamma stund en fékk henni ekki bjargað. Konan er tekin tali í frétt hér að neðan. 15. september 2021 13:18
Faðmaði öspina áður en hún var felld Í kvöld hófst vinna við að fella níu aspir við Austurveg á Selfoss í nafni umferðaröryggis. Óánægður bæjarbúi faðmaði eina öspina áður en hún var felld. 14. september 2021 23:16
Fella níu aspir á Austurvegi á Selfossi: „Það er eðlilegt að fólki bregði“ Níu tignarlegar aspir verða felldar á Austurvegi á Selfossi í kvöld. Markmiðið með þessu er að auka umferðaröryggi í götunni. Bæjarstjóri segir einhverja óánægða með ákvörðunina og að eðlilegt sé að einhverjum bregði við fréttir af framkvæmdinni. 14. september 2021 14:18